Peningaskápurinn... 2. júní 2007 00:01 Rupert Murdoch Opin fyrir tilboði MurdochsGengi bréfa í bandarísku fjölmiðlaútgáfunni Dow Jones & Co., sem stendur á bak við samnefnda fréttaveitu og útgáfu dagblaðsins Wall Street Journal, hækkaði um 15 prósent á markaði í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Var það eftir að spurðist út að Bancroft-fjölskyldan, stærsti hluthafi félagsins, sagði það koma til greina að ræða við ástralskættaða fjölmiðlajöfurinn Rubert Murdoch. Murdoch lagði fram fimm milljarða dala, rúmlega 320 milljarða króna, yfirtökutilboð í Dow Jones fyrir hönd fjölmiðlasamsteypunnar News Corporation í byrjun maí. Bancroft-fjölskyldan, sem fer með 64 prósent atkvæðaréttar í útgáfufélaginu, var sögð mótfallin því. Hún tjáði sig hins vegar ekki um það opinberlega fyrr en nú. Með djúpa vasaFréttaveitan Bloomberg segir ljóst að fjölskyldan hafi rætt málið í þaula og ályktað að þau yrðu að taka afstöðu til tilboðs Murdochs, sem jafngildir sautjánföldum væntum rekstrarhagnaði fjölmiðlaútgáfunnar á yfirstandandi ári. Gengi Dow Jones hefur hækkað um 65 prósent frá því Murdoch bauð í félagið og standa bréf þess nú í tæpum 61 dal á hlut. Þótt það sé einum dal yfir tilboði Ástralans aldraða, Murdoch er 76 ára, þykir ólíklegt að önnur tilboð berist í það. Bloomberg bendir á að berist hærra boð í félagið muni Murdoch, sem vill ólmur tryggja sér útgáfufélagið, einfaldlega seilast ofan í djúpa vasa fjölmiðlasamsteypunnar og bjóða betur þar til félagið verður hans. Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Opin fyrir tilboði MurdochsGengi bréfa í bandarísku fjölmiðlaútgáfunni Dow Jones & Co., sem stendur á bak við samnefnda fréttaveitu og útgáfu dagblaðsins Wall Street Journal, hækkaði um 15 prósent á markaði í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Var það eftir að spurðist út að Bancroft-fjölskyldan, stærsti hluthafi félagsins, sagði það koma til greina að ræða við ástralskættaða fjölmiðlajöfurinn Rubert Murdoch. Murdoch lagði fram fimm milljarða dala, rúmlega 320 milljarða króna, yfirtökutilboð í Dow Jones fyrir hönd fjölmiðlasamsteypunnar News Corporation í byrjun maí. Bancroft-fjölskyldan, sem fer með 64 prósent atkvæðaréttar í útgáfufélaginu, var sögð mótfallin því. Hún tjáði sig hins vegar ekki um það opinberlega fyrr en nú. Með djúpa vasaFréttaveitan Bloomberg segir ljóst að fjölskyldan hafi rætt málið í þaula og ályktað að þau yrðu að taka afstöðu til tilboðs Murdochs, sem jafngildir sautjánföldum væntum rekstrarhagnaði fjölmiðlaútgáfunnar á yfirstandandi ári. Gengi Dow Jones hefur hækkað um 65 prósent frá því Murdoch bauð í félagið og standa bréf þess nú í tæpum 61 dal á hlut. Þótt það sé einum dal yfir tilboði Ástralans aldraða, Murdoch er 76 ára, þykir ólíklegt að önnur tilboð berist í það. Bloomberg bendir á að berist hærra boð í félagið muni Murdoch, sem vill ólmur tryggja sér útgáfufélagið, einfaldlega seilast ofan í djúpa vasa fjölmiðlasamsteypunnar og bjóða betur þar til félagið verður hans.
Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira