Peningaskápurinn... 1. júní 2007 00:01 Google til skoðunarSamkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum kannar nú hvort kaup bandaríska netfyrirtækisins Google á netauglýsingafyrirtækinu DoubleClick brjóti í bága við samkeppnislög. Google greindi frá því um miðjan apríl að samkomulagi hefði náðst um yfirtöku á DoubleClick fyrir 3,1 milljarð bandaríkjadala, jafnvirði 203,7 milljarða íslenskra króna. Þetta er langstærstu fyrirtækjakaup Google til þessa. Microsoft og fleiri fyrirtæki sem etja kappi við Google um hlutdeild á netmarkaðnum þrýstu í kjölfarið á að samkeppnisyfirvöld skoði viðskiptin enda stefni í að Google nái yfirgnæfandi stöðu á netauglýsingamarkaði. Gert er ráð fyrir að niðurstaða fáist í málið eftir tvo mánuði. Léttir hjá AirbusArabíska flugfélagið Qatar Airways skrifaði í vikunni undir samning um kaup á 80 A350 farþegaþotum frá Airbus. Heildarvirði samningsins nemur 16 milljörðum bandaríkjadala, 993,8 milljörðum íslenskra króna. Þetta er einn stærsti samningur sem Airbus hefur gert til þessa og áreiðanlega nokkur léttir fyrir frönsku flugvélasmiðina. Til merkis um mikilvægi samningsins voru ráðamenn Frakklands og Katar viðstaddir hátíðlega athöfn þegar forstjórar Airbus og Qatar Airways undirrituðu samninginn í frönsku forsetahöllinni í París á miðvikudag. Airbus hefur glímt við mikla álitshnekki í kjölfar tafa á framleiðslu A380 risaþotu fyrirtækisins sem í raun hefur reynst fyrirtækinu dragbítur. Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Google til skoðunarSamkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum kannar nú hvort kaup bandaríska netfyrirtækisins Google á netauglýsingafyrirtækinu DoubleClick brjóti í bága við samkeppnislög. Google greindi frá því um miðjan apríl að samkomulagi hefði náðst um yfirtöku á DoubleClick fyrir 3,1 milljarð bandaríkjadala, jafnvirði 203,7 milljarða íslenskra króna. Þetta er langstærstu fyrirtækjakaup Google til þessa. Microsoft og fleiri fyrirtæki sem etja kappi við Google um hlutdeild á netmarkaðnum þrýstu í kjölfarið á að samkeppnisyfirvöld skoði viðskiptin enda stefni í að Google nái yfirgnæfandi stöðu á netauglýsingamarkaði. Gert er ráð fyrir að niðurstaða fáist í málið eftir tvo mánuði. Léttir hjá AirbusArabíska flugfélagið Qatar Airways skrifaði í vikunni undir samning um kaup á 80 A350 farþegaþotum frá Airbus. Heildarvirði samningsins nemur 16 milljörðum bandaríkjadala, 993,8 milljörðum íslenskra króna. Þetta er einn stærsti samningur sem Airbus hefur gert til þessa og áreiðanlega nokkur léttir fyrir frönsku flugvélasmiðina. Til merkis um mikilvægi samningsins voru ráðamenn Frakklands og Katar viðstaddir hátíðlega athöfn þegar forstjórar Airbus og Qatar Airways undirrituðu samninginn í frönsku forsetahöllinni í París á miðvikudag. Airbus hefur glímt við mikla álitshnekki í kjölfar tafa á framleiðslu A380 risaþotu fyrirtækisins sem í raun hefur reynst fyrirtækinu dragbítur.
Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira