Fjárfestingarsjóðir í BNA greiða minna 30. maí 2007 00:01 Eignarhald stjórnenda í almenningshlutafélögum hefur áhrif á hegðun þeirra við yfirtökur á öðrum félögum. Fjárfestar í fyrirtækjum sem eru álitleg til yfirtöku ættu að vonast eftir að yfirtökufélagið sé almenningshlutafélag en ekki fjárfestingarsjóður í einkaeigu (private equity fund). Í nýlegri rannsókn fjögurra bandarískra prófessora í fjármálafræðum, sem International Herald-Tribune greinir frá, kemur fram að almenningshlutafélög eru mun líklegri til að borga hærra yfirtökuverð en fjárfestingasjóðir. Rannsóknin nær til áranna 1990-2005 þar sem 1.292 kaupsamningar á skráðum bandarískum fyrirtækjum voru skoðaðir og greiðsla var í reiðufé. Í 32 prósentum tilvika voru einkafjárfestar á ferðinni en almenningshlutafélög í 68 prósentum tilfella. Meginniðurstaðan er sú að hluthafar í yfirteknu fyrirtækjum fengu 55 prósentum hærra verð þegar almenningshlutafélög tóku þau yfir en fjárfestingarsjóðir. Þar með er sagan ekki nema hálfnuð. Rannsókn prófessoranna sýndi fram á að sterk tengsl væru á milli eignarhalds stjórnenda í almenningshlutafélögum og hversu hátt yfirverð væri greitt hverju sinni. Þegar undanskilin voru yfirtökufélög þar sem stjórnendur áttu minna en fimmtung hlutafjár var enginn sýnilegur munur á yfirtökuverði fjárfestingarsjóða og almenningshlutafélaga. En af hverju hefur eignarhald stjórnenda eitthvað að segja um það yfirtökuverð sem í boði er? Prófessorarnir benda á að fyrirtækjastjórnendur sem eiga lítinn hlut í þeim fyrirtækjum sem þeir fara fyrir séu líklegri til að hafa önnur markmið í huga en að hámarka langtímaarðsemi hluthafa. Þar er líklegra að hégómleg markmið á borð við uppbyggingu risafyrirtækja ráði för. Því ættu eigendur fyrirtækja sem boðið hefur verið í að íhuga alvarlega að selja bréf sín þegar almenningshlutafélag vill taka það yfir – að því gefnu að stjórnendur ráði yfir litlum hlut hlutafjár. Með því að selja eru fjárfestar búnir að tryggja sig ef yfirtökuáformin detta upp fyrir. Hægt er að finna útdrátt á slóðinni www.nber.org/papers/w13061 Héðan og þaðan Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjárfestar í fyrirtækjum sem eru álitleg til yfirtöku ættu að vonast eftir að yfirtökufélagið sé almenningshlutafélag en ekki fjárfestingarsjóður í einkaeigu (private equity fund). Í nýlegri rannsókn fjögurra bandarískra prófessora í fjármálafræðum, sem International Herald-Tribune greinir frá, kemur fram að almenningshlutafélög eru mun líklegri til að borga hærra yfirtökuverð en fjárfestingasjóðir. Rannsóknin nær til áranna 1990-2005 þar sem 1.292 kaupsamningar á skráðum bandarískum fyrirtækjum voru skoðaðir og greiðsla var í reiðufé. Í 32 prósentum tilvika voru einkafjárfestar á ferðinni en almenningshlutafélög í 68 prósentum tilfella. Meginniðurstaðan er sú að hluthafar í yfirteknu fyrirtækjum fengu 55 prósentum hærra verð þegar almenningshlutafélög tóku þau yfir en fjárfestingarsjóðir. Þar með er sagan ekki nema hálfnuð. Rannsókn prófessoranna sýndi fram á að sterk tengsl væru á milli eignarhalds stjórnenda í almenningshlutafélögum og hversu hátt yfirverð væri greitt hverju sinni. Þegar undanskilin voru yfirtökufélög þar sem stjórnendur áttu minna en fimmtung hlutafjár var enginn sýnilegur munur á yfirtökuverði fjárfestingarsjóða og almenningshlutafélaga. En af hverju hefur eignarhald stjórnenda eitthvað að segja um það yfirtökuverð sem í boði er? Prófessorarnir benda á að fyrirtækjastjórnendur sem eiga lítinn hlut í þeim fyrirtækjum sem þeir fara fyrir séu líklegri til að hafa önnur markmið í huga en að hámarka langtímaarðsemi hluthafa. Þar er líklegra að hégómleg markmið á borð við uppbyggingu risafyrirtækja ráði för. Því ættu eigendur fyrirtækja sem boðið hefur verið í að íhuga alvarlega að selja bréf sín þegar almenningshlutafélag vill taka það yfir – að því gefnu að stjórnendur ráði yfir litlum hlut hlutafjár. Með því að selja eru fjárfestar búnir að tryggja sig ef yfirtökuáformin detta upp fyrir. Hægt er að finna útdrátt á slóðinni www.nber.org/papers/w13061
Héðan og þaðan Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira