Fjárfestingarsjóðir í BNA greiða minna 30. maí 2007 00:01 Eignarhald stjórnenda í almenningshlutafélögum hefur áhrif á hegðun þeirra við yfirtökur á öðrum félögum. Fjárfestar í fyrirtækjum sem eru álitleg til yfirtöku ættu að vonast eftir að yfirtökufélagið sé almenningshlutafélag en ekki fjárfestingarsjóður í einkaeigu (private equity fund). Í nýlegri rannsókn fjögurra bandarískra prófessora í fjármálafræðum, sem International Herald-Tribune greinir frá, kemur fram að almenningshlutafélög eru mun líklegri til að borga hærra yfirtökuverð en fjárfestingasjóðir. Rannsóknin nær til áranna 1990-2005 þar sem 1.292 kaupsamningar á skráðum bandarískum fyrirtækjum voru skoðaðir og greiðsla var í reiðufé. Í 32 prósentum tilvika voru einkafjárfestar á ferðinni en almenningshlutafélög í 68 prósentum tilfella. Meginniðurstaðan er sú að hluthafar í yfirteknu fyrirtækjum fengu 55 prósentum hærra verð þegar almenningshlutafélög tóku þau yfir en fjárfestingarsjóðir. Þar með er sagan ekki nema hálfnuð. Rannsókn prófessoranna sýndi fram á að sterk tengsl væru á milli eignarhalds stjórnenda í almenningshlutafélögum og hversu hátt yfirverð væri greitt hverju sinni. Þegar undanskilin voru yfirtökufélög þar sem stjórnendur áttu minna en fimmtung hlutafjár var enginn sýnilegur munur á yfirtökuverði fjárfestingarsjóða og almenningshlutafélaga. En af hverju hefur eignarhald stjórnenda eitthvað að segja um það yfirtökuverð sem í boði er? Prófessorarnir benda á að fyrirtækjastjórnendur sem eiga lítinn hlut í þeim fyrirtækjum sem þeir fara fyrir séu líklegri til að hafa önnur markmið í huga en að hámarka langtímaarðsemi hluthafa. Þar er líklegra að hégómleg markmið á borð við uppbyggingu risafyrirtækja ráði för. Því ættu eigendur fyrirtækja sem boðið hefur verið í að íhuga alvarlega að selja bréf sín þegar almenningshlutafélag vill taka það yfir – að því gefnu að stjórnendur ráði yfir litlum hlut hlutafjár. Með því að selja eru fjárfestar búnir að tryggja sig ef yfirtökuáformin detta upp fyrir. Hægt er að finna útdrátt á slóðinni www.nber.org/papers/w13061 Héðan og þaðan Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Fjárfestar í fyrirtækjum sem eru álitleg til yfirtöku ættu að vonast eftir að yfirtökufélagið sé almenningshlutafélag en ekki fjárfestingarsjóður í einkaeigu (private equity fund). Í nýlegri rannsókn fjögurra bandarískra prófessora í fjármálafræðum, sem International Herald-Tribune greinir frá, kemur fram að almenningshlutafélög eru mun líklegri til að borga hærra yfirtökuverð en fjárfestingasjóðir. Rannsóknin nær til áranna 1990-2005 þar sem 1.292 kaupsamningar á skráðum bandarískum fyrirtækjum voru skoðaðir og greiðsla var í reiðufé. Í 32 prósentum tilvika voru einkafjárfestar á ferðinni en almenningshlutafélög í 68 prósentum tilfella. Meginniðurstaðan er sú að hluthafar í yfirteknu fyrirtækjum fengu 55 prósentum hærra verð þegar almenningshlutafélög tóku þau yfir en fjárfestingarsjóðir. Þar með er sagan ekki nema hálfnuð. Rannsókn prófessoranna sýndi fram á að sterk tengsl væru á milli eignarhalds stjórnenda í almenningshlutafélögum og hversu hátt yfirverð væri greitt hverju sinni. Þegar undanskilin voru yfirtökufélög þar sem stjórnendur áttu minna en fimmtung hlutafjár var enginn sýnilegur munur á yfirtökuverði fjárfestingarsjóða og almenningshlutafélaga. En af hverju hefur eignarhald stjórnenda eitthvað að segja um það yfirtökuverð sem í boði er? Prófessorarnir benda á að fyrirtækjastjórnendur sem eiga lítinn hlut í þeim fyrirtækjum sem þeir fara fyrir séu líklegri til að hafa önnur markmið í huga en að hámarka langtímaarðsemi hluthafa. Þar er líklegra að hégómleg markmið á borð við uppbyggingu risafyrirtækja ráði för. Því ættu eigendur fyrirtækja sem boðið hefur verið í að íhuga alvarlega að selja bréf sín þegar almenningshlutafélag vill taka það yfir – að því gefnu að stjórnendur ráði yfir litlum hlut hlutafjár. Með því að selja eru fjárfestar búnir að tryggja sig ef yfirtökuáformin detta upp fyrir. Hægt er að finna útdrátt á slóðinni www.nber.org/papers/w13061
Héðan og þaðan Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira