Styðja við útrás Lay Low 16. maí 2007 00:01 Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, tilkynnir um stuðning félagsins við tónlistarkonuna Lay Low á starfsmannaskemmtun félagsins um helgina. Þema samkomunnar endurspeglast í klæðaburði forstjórans. Mynd/Hreinn Magnússon Samskip hafa tilkynnt um stuðning sinn við tónlistarkonuna Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur, eða Lay Low eins og hún kallar sig, næstu tvö árin. Hún hefur notið vaxandi vinsælda bæði heima og erlendis og sigraði meðal annars í þremur flokkum á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu. Tilkynnt var um stuðninginn á starfsmannaskemmtun Samskipa um síðustu helgi, en Lay Low kom þar fram við góðar undirtektir ásamt hljómsveit. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, greindi frá því að félagið yrði bakhjarl Lay Low næstu tvö árin og myndi aðstoða hana með ráðum og dáð við að koma sér á framfæri, bæði heima og erlendis. „Saman náum við árangri því við höfum mikla reynslu af útrás og vitum að gott er að eiga góða að,“ sagði Ásbjörn á skemmtuninni. Stuðningur Samskipa er sagður koma sér vel fyrir Lovísu sem verður á ferð og flugi næstu mánuðina. Fyrsta tónleikaferð hennar til Bandaríkjanna fer fram dagana 27. maí til 9. júní og kemur hún fram bæði í Los Angeles og New York. Í þessari viku kemur hún hins vegar fram á tónlistarhátíðinni The Great Escape í Brighton á Englandi og í september spilar hún á Pop-komm hátíðinni í Berlín. Þá liggur leið hennar aftur til New York í október og í nóvember er fyrirhuguð vikulöng tónleikaferð um Bretland, samkvæmt upplýsingum frá Samskipum. Héðan og þaðan Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Samskip hafa tilkynnt um stuðning sinn við tónlistarkonuna Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur, eða Lay Low eins og hún kallar sig, næstu tvö árin. Hún hefur notið vaxandi vinsælda bæði heima og erlendis og sigraði meðal annars í þremur flokkum á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu. Tilkynnt var um stuðninginn á starfsmannaskemmtun Samskipa um síðustu helgi, en Lay Low kom þar fram við góðar undirtektir ásamt hljómsveit. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, greindi frá því að félagið yrði bakhjarl Lay Low næstu tvö árin og myndi aðstoða hana með ráðum og dáð við að koma sér á framfæri, bæði heima og erlendis. „Saman náum við árangri því við höfum mikla reynslu af útrás og vitum að gott er að eiga góða að,“ sagði Ásbjörn á skemmtuninni. Stuðningur Samskipa er sagður koma sér vel fyrir Lovísu sem verður á ferð og flugi næstu mánuðina. Fyrsta tónleikaferð hennar til Bandaríkjanna fer fram dagana 27. maí til 9. júní og kemur hún fram bæði í Los Angeles og New York. Í þessari viku kemur hún hins vegar fram á tónlistarhátíðinni The Great Escape í Brighton á Englandi og í september spilar hún á Pop-komm hátíðinni í Berlín. Þá liggur leið hennar aftur til New York í október og í nóvember er fyrirhuguð vikulöng tónleikaferð um Bretland, samkvæmt upplýsingum frá Samskipum.
Héðan og þaðan Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira