Innistæðulaust kaupmáttargort Árni Páll Árnason skrifar 7. maí 2007 00:01 Ríkisstjórnarflokkarnir hafa á undanförnum árum snúið baki við stöðugleika og ýtt með ábyrgðarlausum hætti undir ofþenslu í efnahagslífi. Afleiðingin er 8% verðbólga, 27% viðskiptahalli og 14% stýrivextir. Í fálmkenndri vörn hafa stjórnarflokkarnir leitast við að réttlæta óstöðugleikann með því að vísa til þess að kaupmáttur hafi vaxið svo mikið. Í því samhengi hafa þeir bent á að kaupmáttur hafi vaxið um nærri 60% á 10 árum. Röksemdin virðist vera sú að óstöðugleikinn sé fórnarkostnaður sem réttlætanlegt sé að fella á heimilin í landinu til að tryggja óvenjumikinn kaupmátt. Fyrir það fyrsta er kaupmáttur sem fenginn er við svona aðstæður ótryggur í eðli sínu. Um það vitna gengisfellingahrinur og óðaverðbólguskeið undanfarinna áratuga, sem einatt komu í kjölfar mikillar kaupmáttaraukningar. Einu sinni hafði Sjálfstæðisflokkurinn til þess metnað að tryggja stöðugan og sjálfbæran hagvöxt. Sá tími er greinilega liðinn. Í annan stað hefur verið sýnt fram á að þessum ávinningi hafi verið gríðarlega misskipt. Kaupmáttaraukningin var mest hjá þeim 10% sem mest höfðu fyrir, eða 120% og minnst hjá þeim 20% sem minnst höfðu fyrir, eða 30%. Í þriðja lagi er svo ljóst að meðaltalskaupmáttaraukningin var ekkert óvenjuleg. Í ráðstöfunaruppgjöri heimilageirans, sem Hagstofan gaf út 16. apríl sl. kemur fram að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hafi aukist um 56% milli áranna 1994 og 2005. Hækkun kaupmáttar upp á 56% á 11 árum jafngildir árlegri hækkun upp á 4,1%. Eins og taflan hér að neðan sýnir er þessi hækkun ekki óvenju mikil í sögulegu samhengi. Svipuð eða meira hækkun var til að mynda á sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum. Kaupmáttaraukningin var hins vegar tiltölulega lítil frá því síðla á níunda áratugnum og fram til aldamóta. Mikilvæg skýring á mikilli hækkun kaupmáttar síðustu 11 ára er að í upphafi tímabilsins var mikil umframafkastageta í hagkerfinu í kjölfar langvarandi samdráttarskeiðs. Í ofanálag er mikil framleiðsluspenna, eða landsframleiðsla umfram framleiðslugetu hagkerfisins, í lok tímabilsins. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands var spennan um 4,9% af landsframleiðslu árið 2005 en slakinn árið 1994 var metinn um 2,1%. Ef gert er ráð fyrir að hlutdeild launa í landsframleiðslu sé stöðug má gera ráð fyrir að þetta samsvari að kaupmáttaraukningin á tímabilinu sé ofmetin um u.þ.b. 7,2% miðað við líklega þróun kaupmáttar ef jafnvægi hefði ríkt í upphafi og við lok tímabilsins. Að teknu tilliti til þessara áhrif umreiknast árleg hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann í 3,47%. Meðaltal kaupmáttaraukninga árin 1950-2000 var 3,4%. Kaupmáttur hefur vissulega verið ágætur síðustu 11 árin og því ber að fagna. Kaupmáttarþróunin er þó ekkert sérlega markverð í sögulegu samhengi og þegar tekið er tillit til framleiðsluspennu kemur í ljós að hún er í meðallagi. Það er ekkert við kaupmáttaraukningu undanfarinna ára sem réttlætir þá alvarlegu aðför að hagsmunum almenns launafólks sem felst í viðvarandi verðbólgu, ofurvöxtum og viðskiptahalla. Metnaðarlausir og huglausir ríkisstjórnarflokkar verða að finna sér eitthvað annað fíkjulauf að skýla sér bakvið. Árleg hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna eftir áratugumTímabil - Meðalhækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann1951-1960 - 4,0% 1961-1970 - 4,8% 1971-1980 - 5,3% 1981-1990 - 1,5% 1991-2000 - 1,7% 1951-2000 - 3,4% 1994-2005 - 4,1% 1994-2005 - leiðrétt fyrir framleiðsluspennu 3,47%* Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa á undanförnum árum snúið baki við stöðugleika og ýtt með ábyrgðarlausum hætti undir ofþenslu í efnahagslífi. Afleiðingin er 8% verðbólga, 27% viðskiptahalli og 14% stýrivextir. Í fálmkenndri vörn hafa stjórnarflokkarnir leitast við að réttlæta óstöðugleikann með því að vísa til þess að kaupmáttur hafi vaxið svo mikið. Í því samhengi hafa þeir bent á að kaupmáttur hafi vaxið um nærri 60% á 10 árum. Röksemdin virðist vera sú að óstöðugleikinn sé fórnarkostnaður sem réttlætanlegt sé að fella á heimilin í landinu til að tryggja óvenjumikinn kaupmátt. Fyrir það fyrsta er kaupmáttur sem fenginn er við svona aðstæður ótryggur í eðli sínu. Um það vitna gengisfellingahrinur og óðaverðbólguskeið undanfarinna áratuga, sem einatt komu í kjölfar mikillar kaupmáttaraukningar. Einu sinni hafði Sjálfstæðisflokkurinn til þess metnað að tryggja stöðugan og sjálfbæran hagvöxt. Sá tími er greinilega liðinn. Í annan stað hefur verið sýnt fram á að þessum ávinningi hafi verið gríðarlega misskipt. Kaupmáttaraukningin var mest hjá þeim 10% sem mest höfðu fyrir, eða 120% og minnst hjá þeim 20% sem minnst höfðu fyrir, eða 30%. Í þriðja lagi er svo ljóst að meðaltalskaupmáttaraukningin var ekkert óvenjuleg. Í ráðstöfunaruppgjöri heimilageirans, sem Hagstofan gaf út 16. apríl sl. kemur fram að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hafi aukist um 56% milli áranna 1994 og 2005. Hækkun kaupmáttar upp á 56% á 11 árum jafngildir árlegri hækkun upp á 4,1%. Eins og taflan hér að neðan sýnir er þessi hækkun ekki óvenju mikil í sögulegu samhengi. Svipuð eða meira hækkun var til að mynda á sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum. Kaupmáttaraukningin var hins vegar tiltölulega lítil frá því síðla á níunda áratugnum og fram til aldamóta. Mikilvæg skýring á mikilli hækkun kaupmáttar síðustu 11 ára er að í upphafi tímabilsins var mikil umframafkastageta í hagkerfinu í kjölfar langvarandi samdráttarskeiðs. Í ofanálag er mikil framleiðsluspenna, eða landsframleiðsla umfram framleiðslugetu hagkerfisins, í lok tímabilsins. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands var spennan um 4,9% af landsframleiðslu árið 2005 en slakinn árið 1994 var metinn um 2,1%. Ef gert er ráð fyrir að hlutdeild launa í landsframleiðslu sé stöðug má gera ráð fyrir að þetta samsvari að kaupmáttaraukningin á tímabilinu sé ofmetin um u.þ.b. 7,2% miðað við líklega þróun kaupmáttar ef jafnvægi hefði ríkt í upphafi og við lok tímabilsins. Að teknu tilliti til þessara áhrif umreiknast árleg hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann í 3,47%. Meðaltal kaupmáttaraukninga árin 1950-2000 var 3,4%. Kaupmáttur hefur vissulega verið ágætur síðustu 11 árin og því ber að fagna. Kaupmáttarþróunin er þó ekkert sérlega markverð í sögulegu samhengi og þegar tekið er tillit til framleiðsluspennu kemur í ljós að hún er í meðallagi. Það er ekkert við kaupmáttaraukningu undanfarinna ára sem réttlætir þá alvarlegu aðför að hagsmunum almenns launafólks sem felst í viðvarandi verðbólgu, ofurvöxtum og viðskiptahalla. Metnaðarlausir og huglausir ríkisstjórnarflokkar verða að finna sér eitthvað annað fíkjulauf að skýla sér bakvið. Árleg hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna eftir áratugumTímabil - Meðalhækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann1951-1960 - 4,0% 1961-1970 - 4,8% 1971-1980 - 5,3% 1981-1990 - 1,5% 1991-2000 - 1,7% 1951-2000 - 3,4% 1994-2005 - 4,1% 1994-2005 - leiðrétt fyrir framleiðsluspennu 3,47%* Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar