Stórkostleg sókn í menntamálum Þorgerður katrín gunnarsdóttir skrifar 5. maí 2007 05:30 Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með þróun menntamála á Íslandi á undanförnum árum. Á örskömmum tíma hefur Ísland siglt fram úr nær öllum öðrum þjóðum þegar kemur að sókn ungmenna í menntun. Nú er svo komið að engin önnur þjóð ver hærra hlutfalli af þjóðartekjum sínum til menntamála en Íslendingar. Við sjáum þessa þróun á öllum skólastigum frá leikskóla upp í háskóla. Í leikskólum landsins á sér stað gífurlega öflugt starf og hvergi er líklega gróskan meiri í skólastarfi en einmitt þar. Ég hef á undanförnum árum heimsótt fjölmarga leikskóla um landið allt og ávallt dáðst að því fjölbreytta og skemmtilega starfi sem þar fer fram. Litlu Íslendingarnir sem eru að taka sín fyrstu skref í skólakerfinu takast þar á við fjölþætt verkefni undir styrkri leiðsögn þar sem fræðslu og leik er tvinnað saman og gleðin er aldrei langt undan. Flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga hefur reynst einstakt heillaskref og grunnskólinn blómstrar sem aldrei fyrr. Við sjáum það um land allt hve mikinn metnað sveitarfélög leggja í skólastarfið og hve ríkar kröfur foreldrar gera til þessarar þjónustu. Öflugt kennaralið hefur átt ríkan þátt í þessum mikla árangri og tel ég rétt að huga að enn frekari eflingu og lengingu kennaramenntunar á öllum skólastigum. Þar með væri lagður grunnur að áframhaldandi stórsókn í menntamálum. Nú er svo komið að nær allir sem ljúka grunnskóla hefja nám í framhaldsskóla. Þetta mun reynast þjóðinni happadrjúgt á næstu áratugum. Nemum stendur til boða fjölbreytt flóra framhaldsskóla hvort sem litið er til bóknáms eða verknáms. Sömuleiðis hefur verið brugðist við kröfunni um nám í heimabyggð með stofnun og undirbúningi nýrra framhaldsskóla og ríkri áherslu á dreifnám og fjarnám. Mesta byltingin hefur hins vegar orðið á háskólastigi. Fjöldi háskólanema hefur tvöfaldast á síðastliðnum áratug og valkostir háskólanema hafa aldrei verið fleiri og fjölbreyttari. Ef þróunin á árunum 1995-2007 er skoðuð kemur eftirfarandi í ljós. l Nemendum í námi til 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 104%. l Nemendum í viðbótarnámi eftir 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 370%. l Nemendum í námi til meistaragráðu hefur fjölgað um 1.037%. l Nemendum í námi til doktorsgráðu hefur fjölgað um 1.837%. Þetta hefur gerst án þess að þeim er sækja í háskólanám erlendis hafi fækkað. Þetta er hrein viðbót. Við sjáum þetta endurspeglast í alþjóðlegum samanburði OECD-ríkjanna. Á Íslandi var brautskráningarhlutfall (fjöldi brautskráðra deilt með stærð fæðingarárgangs) á háskólastigi 50% árið 2004 en var 38,7% árið 2000. Þetta er hæsta hlutfall innan OECD en meðaltalið þar er 34,8%. Á undanförnum fimm árum höfum við einnig siglt fram úr Dönum, Norðmönnum og Svíum þegar kemur að hlutfalli þeirra sem stunda háskólanám. Þetta hefði ekki getað gerst án þeirrar áherslu sem ríkisstjórnin hefur lagt á menntamál á kjörtímabilinu og endurspeglast í framlögum til menntamála. Framlög til háskóla og rannsókna hafa farið í um 10 milljörðum í tæpa 15 á ári og framlög til framhaldsskóla úr 10 milljörðum í um 16 milljarða á ári. Þetta eru gífurlegar fjárhæðir en jafnframt fjárfesting sem mun skila sér margfalt þegar fram í sækir. Höfundur er menntamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með þróun menntamála á Íslandi á undanförnum árum. Á örskömmum tíma hefur Ísland siglt fram úr nær öllum öðrum þjóðum þegar kemur að sókn ungmenna í menntun. Nú er svo komið að engin önnur þjóð ver hærra hlutfalli af þjóðartekjum sínum til menntamála en Íslendingar. Við sjáum þessa þróun á öllum skólastigum frá leikskóla upp í háskóla. Í leikskólum landsins á sér stað gífurlega öflugt starf og hvergi er líklega gróskan meiri í skólastarfi en einmitt þar. Ég hef á undanförnum árum heimsótt fjölmarga leikskóla um landið allt og ávallt dáðst að því fjölbreytta og skemmtilega starfi sem þar fer fram. Litlu Íslendingarnir sem eru að taka sín fyrstu skref í skólakerfinu takast þar á við fjölþætt verkefni undir styrkri leiðsögn þar sem fræðslu og leik er tvinnað saman og gleðin er aldrei langt undan. Flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga hefur reynst einstakt heillaskref og grunnskólinn blómstrar sem aldrei fyrr. Við sjáum það um land allt hve mikinn metnað sveitarfélög leggja í skólastarfið og hve ríkar kröfur foreldrar gera til þessarar þjónustu. Öflugt kennaralið hefur átt ríkan þátt í þessum mikla árangri og tel ég rétt að huga að enn frekari eflingu og lengingu kennaramenntunar á öllum skólastigum. Þar með væri lagður grunnur að áframhaldandi stórsókn í menntamálum. Nú er svo komið að nær allir sem ljúka grunnskóla hefja nám í framhaldsskóla. Þetta mun reynast þjóðinni happadrjúgt á næstu áratugum. Nemum stendur til boða fjölbreytt flóra framhaldsskóla hvort sem litið er til bóknáms eða verknáms. Sömuleiðis hefur verið brugðist við kröfunni um nám í heimabyggð með stofnun og undirbúningi nýrra framhaldsskóla og ríkri áherslu á dreifnám og fjarnám. Mesta byltingin hefur hins vegar orðið á háskólastigi. Fjöldi háskólanema hefur tvöfaldast á síðastliðnum áratug og valkostir háskólanema hafa aldrei verið fleiri og fjölbreyttari. Ef þróunin á árunum 1995-2007 er skoðuð kemur eftirfarandi í ljós. l Nemendum í námi til 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 104%. l Nemendum í viðbótarnámi eftir 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 370%. l Nemendum í námi til meistaragráðu hefur fjölgað um 1.037%. l Nemendum í námi til doktorsgráðu hefur fjölgað um 1.837%. Þetta hefur gerst án þess að þeim er sækja í háskólanám erlendis hafi fækkað. Þetta er hrein viðbót. Við sjáum þetta endurspeglast í alþjóðlegum samanburði OECD-ríkjanna. Á Íslandi var brautskráningarhlutfall (fjöldi brautskráðra deilt með stærð fæðingarárgangs) á háskólastigi 50% árið 2004 en var 38,7% árið 2000. Þetta er hæsta hlutfall innan OECD en meðaltalið þar er 34,8%. Á undanförnum fimm árum höfum við einnig siglt fram úr Dönum, Norðmönnum og Svíum þegar kemur að hlutfalli þeirra sem stunda háskólanám. Þetta hefði ekki getað gerst án þeirrar áherslu sem ríkisstjórnin hefur lagt á menntamál á kjörtímabilinu og endurspeglast í framlögum til menntamála. Framlög til háskóla og rannsókna hafa farið í um 10 milljörðum í tæpa 15 á ári og framlög til framhaldsskóla úr 10 milljörðum í um 16 milljarða á ári. Þetta eru gífurlegar fjárhæðir en jafnframt fjárfesting sem mun skila sér margfalt þegar fram í sækir. Höfundur er menntamálaráðherra.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun