Þörf er á stöðugri uppfræðslu 25. apríl 2007 06:00 Peter Dyrberg Í haust sem leið tók Daninn Peter Dyrberg við stöðu forstöðumanns Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík. Dyrberg er sérfræðingur í Evrópurétti og auk þess að kenna það fag við HR hefur hann starfað innan og utan stofnana Evrópusambandsins í Brussel síðastliðin 20 ár. Hann segir fyrirtæki og ráðgjafa á Íslandi þurfa á stöðugri endurmenntun í Evrópurétti að halda, enda snerti þróun hans hagsmuni íslensks atvinnulífs með beinum hætti. Að aðalstarfi er Dyrberg nú lögmaður hjá þekktri lögfræðistofu í Brussel, en meðal viðkomustaða á ferlinum á síðustu árum var að stjórna lögfræðisviði Eftirlitsstofnunar EFTA og hann var nýlega skipaður í sérfræðinganefnd Evrópuþingsins um málefni innri markaðarins. Dyrberg segist feginn hafa gripið tækifærið, þegar honum var boðið að koma reglulega til Íslands til að kenna við HR, enda óhætt að kalla hann „Íslandsvin“; hann hafi fallið fyrir landi og þjóð strax og hann kom hingað fyrst fyrir nokkrum árum. Að öllu jöfnu er hann við HR eina viku í mánuði, þá átta mánuði af árinu sem kennsla stendur yfir. Dyrberg segist verða var við mikinn áhuga nemenda hér á Evrópurétti og faglegri nálgun að málefnum Evrópusambandsins. „Fyrirtæki og ráðgjafar þurfa á stöðugri endurmenntun að halda,“ segir Dyrberg. Þróunin sé svo hröð, og í gegnum EES-samninginn snerti þessi þróun hagsmuni íslenskra fyrirtækja og atvinnulífs með mjög beinum hætti. Dyrberg segir Ísland í þessu tilliti vera minni eyju en mörg stór lönd á meginlandinu. Þar sem íslenskt hagkerfi er mjög opið gera menn sér hérlendis almennt vel grein fyrir því hve mikilvægt það er að fylgjast vel með og kynna sér til að mynda hvaða réttindi og tækifæri þeir hafa, vilji þeir færa út starfsemi sína til annarra landa innan EES-svæðisins. Í stóru hagkerfunum á meginlandinu sé það frekar undantekning að fyrirtækjarekendur séu mikið að velta slíkum hlutum fyrir sér. Ástæðu þess að Norðurlöndin, með sín opnu og samkeppnishæfu hagkerfi, séu samt svo hikandi við að taka fullan þátt í Evrópusamrunanum – Ísland og Noregur standa enn utan við ESB og Danir og Svíar utan evrunnar – telur Dyrberg að megi rekja að miklu leyti til þess, að Norðurlandabúar eru ekki vanir því að þurfa að beina sjónum að fleiri en einni valdamiðstöð, höfuðborg síns lands. Þessu sé öðruvísi farið í sambandsríkjum, þar sem menn venjist því að valdamiðstöðvarnar séu fleiri en ein. Fólk í sambandsríkjum, eins og Þýskalandi, eigi því auðveldara með að venjast því að ákvarðanir teknar í Brussel hafi áhrif á líf þess. Norðurlandabúar séu meira hikandi við að sætta sig við að taka tillit til ákvarðana sem teknar eru utan þjóðríkisins. Að mati Dyrbergs er þetta tvennt – hollusta við bæði þjóðríkið og Evrópusambandið – þó fullkomlega samræmanlegt, og þeim boðskap vill hann gjarnan koma á framfæri við Íslendinga. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Í haust sem leið tók Daninn Peter Dyrberg við stöðu forstöðumanns Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík. Dyrberg er sérfræðingur í Evrópurétti og auk þess að kenna það fag við HR hefur hann starfað innan og utan stofnana Evrópusambandsins í Brussel síðastliðin 20 ár. Hann segir fyrirtæki og ráðgjafa á Íslandi þurfa á stöðugri endurmenntun í Evrópurétti að halda, enda snerti þróun hans hagsmuni íslensks atvinnulífs með beinum hætti. Að aðalstarfi er Dyrberg nú lögmaður hjá þekktri lögfræðistofu í Brussel, en meðal viðkomustaða á ferlinum á síðustu árum var að stjórna lögfræðisviði Eftirlitsstofnunar EFTA og hann var nýlega skipaður í sérfræðinganefnd Evrópuþingsins um málefni innri markaðarins. Dyrberg segist feginn hafa gripið tækifærið, þegar honum var boðið að koma reglulega til Íslands til að kenna við HR, enda óhætt að kalla hann „Íslandsvin“; hann hafi fallið fyrir landi og þjóð strax og hann kom hingað fyrst fyrir nokkrum árum. Að öllu jöfnu er hann við HR eina viku í mánuði, þá átta mánuði af árinu sem kennsla stendur yfir. Dyrberg segist verða var við mikinn áhuga nemenda hér á Evrópurétti og faglegri nálgun að málefnum Evrópusambandsins. „Fyrirtæki og ráðgjafar þurfa á stöðugri endurmenntun að halda,“ segir Dyrberg. Þróunin sé svo hröð, og í gegnum EES-samninginn snerti þessi þróun hagsmuni íslenskra fyrirtækja og atvinnulífs með mjög beinum hætti. Dyrberg segir Ísland í þessu tilliti vera minni eyju en mörg stór lönd á meginlandinu. Þar sem íslenskt hagkerfi er mjög opið gera menn sér hérlendis almennt vel grein fyrir því hve mikilvægt það er að fylgjast vel með og kynna sér til að mynda hvaða réttindi og tækifæri þeir hafa, vilji þeir færa út starfsemi sína til annarra landa innan EES-svæðisins. Í stóru hagkerfunum á meginlandinu sé það frekar undantekning að fyrirtækjarekendur séu mikið að velta slíkum hlutum fyrir sér. Ástæðu þess að Norðurlöndin, með sín opnu og samkeppnishæfu hagkerfi, séu samt svo hikandi við að taka fullan þátt í Evrópusamrunanum – Ísland og Noregur standa enn utan við ESB og Danir og Svíar utan evrunnar – telur Dyrberg að megi rekja að miklu leyti til þess, að Norðurlandabúar eru ekki vanir því að þurfa að beina sjónum að fleiri en einni valdamiðstöð, höfuðborg síns lands. Þessu sé öðruvísi farið í sambandsríkjum, þar sem menn venjist því að valdamiðstöðvarnar séu fleiri en ein. Fólk í sambandsríkjum, eins og Þýskalandi, eigi því auðveldara með að venjast því að ákvarðanir teknar í Brussel hafi áhrif á líf þess. Norðurlandabúar séu meira hikandi við að sætta sig við að taka tillit til ákvarðana sem teknar eru utan þjóðríkisins. Að mati Dyrbergs er þetta tvennt – hollusta við bæði þjóðríkið og Evrópusambandið – þó fullkomlega samræmanlegt, og þeim boðskap vill hann gjarnan koma á framfæri við Íslendinga.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira