Þörf er á stöðugri uppfræðslu 25. apríl 2007 06:00 Peter Dyrberg Í haust sem leið tók Daninn Peter Dyrberg við stöðu forstöðumanns Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík. Dyrberg er sérfræðingur í Evrópurétti og auk þess að kenna það fag við HR hefur hann starfað innan og utan stofnana Evrópusambandsins í Brussel síðastliðin 20 ár. Hann segir fyrirtæki og ráðgjafa á Íslandi þurfa á stöðugri endurmenntun í Evrópurétti að halda, enda snerti þróun hans hagsmuni íslensks atvinnulífs með beinum hætti. Að aðalstarfi er Dyrberg nú lögmaður hjá þekktri lögfræðistofu í Brussel, en meðal viðkomustaða á ferlinum á síðustu árum var að stjórna lögfræðisviði Eftirlitsstofnunar EFTA og hann var nýlega skipaður í sérfræðinganefnd Evrópuþingsins um málefni innri markaðarins. Dyrberg segist feginn hafa gripið tækifærið, þegar honum var boðið að koma reglulega til Íslands til að kenna við HR, enda óhætt að kalla hann „Íslandsvin“; hann hafi fallið fyrir landi og þjóð strax og hann kom hingað fyrst fyrir nokkrum árum. Að öllu jöfnu er hann við HR eina viku í mánuði, þá átta mánuði af árinu sem kennsla stendur yfir. Dyrberg segist verða var við mikinn áhuga nemenda hér á Evrópurétti og faglegri nálgun að málefnum Evrópusambandsins. „Fyrirtæki og ráðgjafar þurfa á stöðugri endurmenntun að halda,“ segir Dyrberg. Þróunin sé svo hröð, og í gegnum EES-samninginn snerti þessi þróun hagsmuni íslenskra fyrirtækja og atvinnulífs með mjög beinum hætti. Dyrberg segir Ísland í þessu tilliti vera minni eyju en mörg stór lönd á meginlandinu. Þar sem íslenskt hagkerfi er mjög opið gera menn sér hérlendis almennt vel grein fyrir því hve mikilvægt það er að fylgjast vel með og kynna sér til að mynda hvaða réttindi og tækifæri þeir hafa, vilji þeir færa út starfsemi sína til annarra landa innan EES-svæðisins. Í stóru hagkerfunum á meginlandinu sé það frekar undantekning að fyrirtækjarekendur séu mikið að velta slíkum hlutum fyrir sér. Ástæðu þess að Norðurlöndin, með sín opnu og samkeppnishæfu hagkerfi, séu samt svo hikandi við að taka fullan þátt í Evrópusamrunanum – Ísland og Noregur standa enn utan við ESB og Danir og Svíar utan evrunnar – telur Dyrberg að megi rekja að miklu leyti til þess, að Norðurlandabúar eru ekki vanir því að þurfa að beina sjónum að fleiri en einni valdamiðstöð, höfuðborg síns lands. Þessu sé öðruvísi farið í sambandsríkjum, þar sem menn venjist því að valdamiðstöðvarnar séu fleiri en ein. Fólk í sambandsríkjum, eins og Þýskalandi, eigi því auðveldara með að venjast því að ákvarðanir teknar í Brussel hafi áhrif á líf þess. Norðurlandabúar séu meira hikandi við að sætta sig við að taka tillit til ákvarðana sem teknar eru utan þjóðríkisins. Að mati Dyrbergs er þetta tvennt – hollusta við bæði þjóðríkið og Evrópusambandið – þó fullkomlega samræmanlegt, og þeim boðskap vill hann gjarnan koma á framfæri við Íslendinga. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Í haust sem leið tók Daninn Peter Dyrberg við stöðu forstöðumanns Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík. Dyrberg er sérfræðingur í Evrópurétti og auk þess að kenna það fag við HR hefur hann starfað innan og utan stofnana Evrópusambandsins í Brussel síðastliðin 20 ár. Hann segir fyrirtæki og ráðgjafa á Íslandi þurfa á stöðugri endurmenntun í Evrópurétti að halda, enda snerti þróun hans hagsmuni íslensks atvinnulífs með beinum hætti. Að aðalstarfi er Dyrberg nú lögmaður hjá þekktri lögfræðistofu í Brussel, en meðal viðkomustaða á ferlinum á síðustu árum var að stjórna lögfræðisviði Eftirlitsstofnunar EFTA og hann var nýlega skipaður í sérfræðinganefnd Evrópuþingsins um málefni innri markaðarins. Dyrberg segist feginn hafa gripið tækifærið, þegar honum var boðið að koma reglulega til Íslands til að kenna við HR, enda óhætt að kalla hann „Íslandsvin“; hann hafi fallið fyrir landi og þjóð strax og hann kom hingað fyrst fyrir nokkrum árum. Að öllu jöfnu er hann við HR eina viku í mánuði, þá átta mánuði af árinu sem kennsla stendur yfir. Dyrberg segist verða var við mikinn áhuga nemenda hér á Evrópurétti og faglegri nálgun að málefnum Evrópusambandsins. „Fyrirtæki og ráðgjafar þurfa á stöðugri endurmenntun að halda,“ segir Dyrberg. Þróunin sé svo hröð, og í gegnum EES-samninginn snerti þessi þróun hagsmuni íslenskra fyrirtækja og atvinnulífs með mjög beinum hætti. Dyrberg segir Ísland í þessu tilliti vera minni eyju en mörg stór lönd á meginlandinu. Þar sem íslenskt hagkerfi er mjög opið gera menn sér hérlendis almennt vel grein fyrir því hve mikilvægt það er að fylgjast vel með og kynna sér til að mynda hvaða réttindi og tækifæri þeir hafa, vilji þeir færa út starfsemi sína til annarra landa innan EES-svæðisins. Í stóru hagkerfunum á meginlandinu sé það frekar undantekning að fyrirtækjarekendur séu mikið að velta slíkum hlutum fyrir sér. Ástæðu þess að Norðurlöndin, með sín opnu og samkeppnishæfu hagkerfi, séu samt svo hikandi við að taka fullan þátt í Evrópusamrunanum – Ísland og Noregur standa enn utan við ESB og Danir og Svíar utan evrunnar – telur Dyrberg að megi rekja að miklu leyti til þess, að Norðurlandabúar eru ekki vanir því að þurfa að beina sjónum að fleiri en einni valdamiðstöð, höfuðborg síns lands. Þessu sé öðruvísi farið í sambandsríkjum, þar sem menn venjist því að valdamiðstöðvarnar séu fleiri en ein. Fólk í sambandsríkjum, eins og Þýskalandi, eigi því auðveldara með að venjast því að ákvarðanir teknar í Brussel hafi áhrif á líf þess. Norðurlandabúar séu meira hikandi við að sætta sig við að taka tillit til ákvarðana sem teknar eru utan þjóðríkisins. Að mati Dyrbergs er þetta tvennt – hollusta við bæði þjóðríkið og Evrópusambandið – þó fullkomlega samræmanlegt, og þeim boðskap vill hann gjarnan koma á framfæri við Íslendinga.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira