Hluti af stefnu ASÍ í alþjóðaviðskiptum 20. apríl 2007 05:00 Hnattvæðingin hefur leitt til keppni um hver getur framleitt best og ódýrast og í kjölfarið mikillar hörku í alþjóðlegri samkeppni með tilheyrandi flutningi starfa milli landa og heimshluta. Stéttarfélögin verða því að undirbúa og styrkja íslenskt launafólk og íslenskt samfélag til þess að takast á við breyttar aðstæður og krefjandi framtíð. Við getum ekki látið okkur nægja stefnu sem aðeins tekur afstöðu til aðstæðna hér innanlands, því hagsmunir launafólks eru og hafa ætíð verið alþjóðlegir. ASÍ hefur því sett fram stefnu undir yfirskriftinni „Ábyrg og réttlát hnattvæðing“. Ábyrg og réttlát hnattvæðing hafnar samkeppni um hver geti boðið lökust kjör og lélegustu aðstæður fyrir launafólk. Stefna okkar í alþjóðamálum gerir því kröfu um skýrar og strangar alþjóðlegar reglur um virðingu fyrir réttindum launafólks og gagnsæi í ákvörðunum fyrirtækja og fjárfesta. Þessi réttindi eru forsenda þess að íslenskt atvinnulíf verði ekki neytt til samkeppni við fyrirtæki sem banna starfsemi stéttarfélaga, nota barnaþræla eða bjóða starfsmönnum önnur óásættanleg starfsskilyrði. ASÍ telur því að stefna stjórnvalda í alþjóðaviðskiptum eigi að fela í sér skilyrðislausa kröfu um að virðing fyrir lágmarksréttindum launafólks verði hluti af grundvallarreglum Heimsviðskiptastofnunarinnar. Traust og sterk réttindi launafólks munu þannig samhliða auknu viðskiptafrelsi vera það vogarafl, sem tryggt getur milljónum launamanna víða um heim mun betri skilyrði og treyst um leið þau skilyrði sem við búum við hér á landi. Það er óásættanlegt að ríkjum sem ekki viðurkenna grundvallarréttindi launafólks heima fyrir verði gert kleift að keppa á alþjóðavettvangi með fríverslun. ASÍ telur þess vegna að stjórnvöld eigi í viðræðum um fríverslunarsamning við Kína að gera það að skilyrði að Kína uppfylli þegar í stað kröfur grundvallarsamþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Það á m.a. við um réttinn til að stofna og ganga í stéttarfélög, réttinn til að gera kjarasamninga og réttinn til að boða verkfall til að fylja eftir kröfum sínum. Það er einnig mikilvægt að stefna í alþjóðaviðskiptum geri kröfu til þess að fyrirtæki og fjárfestar upplýsi hvernig tekið er tillit til umhverfis- og félagslegra þátta. Slíkt gegnsæi er nauðsynlegt á heimsvísu því annars hafa neytendur ekki möguleika á því að hafna vörum sem framleiddar eru við óviðunandi aðstæður launafólks og í skjóli mannréttindabrota. Einnig verður aðstoð okkar við þróunarlöndin að vera virk og umfangsmikil til þess að auðvelda fátækum þjóðum að komast til álna. ASÍ telur að fylgja beri þróunarverkefnum okkar eftir með virkri aðstoð og ráðgjöf við að koma upp lýðræðislegum stéttarfélögum og neti trúnaðarmanna líkt og gert er á hinum Norðurlöndunum. Ef heildstætt samhengi á að vera í stefnu okkar varðandi hnattvæðinguna er nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir alþjóðlegri ábyrgð okkar á þróun hennar. Aðeins þannig getum við lagt eitthvað af mörkum til þess að tryggja að hnattvæðingin skapi öllum tækifæri til betra lífs. Höfundur er framkvæmdastjóri ASÍ. Það er hins vegar óviðunandi að löndum eins og Kína, sem ekki viðurkenna lágmarksmannréttindi heima fyrir, sé gert kleift að keppa á alþjóðavettvangi með fríverslun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Hnattvæðingin hefur leitt til keppni um hver getur framleitt best og ódýrast og í kjölfarið mikillar hörku í alþjóðlegri samkeppni með tilheyrandi flutningi starfa milli landa og heimshluta. Stéttarfélögin verða því að undirbúa og styrkja íslenskt launafólk og íslenskt samfélag til þess að takast á við breyttar aðstæður og krefjandi framtíð. Við getum ekki látið okkur nægja stefnu sem aðeins tekur afstöðu til aðstæðna hér innanlands, því hagsmunir launafólks eru og hafa ætíð verið alþjóðlegir. ASÍ hefur því sett fram stefnu undir yfirskriftinni „Ábyrg og réttlát hnattvæðing“. Ábyrg og réttlát hnattvæðing hafnar samkeppni um hver geti boðið lökust kjör og lélegustu aðstæður fyrir launafólk. Stefna okkar í alþjóðamálum gerir því kröfu um skýrar og strangar alþjóðlegar reglur um virðingu fyrir réttindum launafólks og gagnsæi í ákvörðunum fyrirtækja og fjárfesta. Þessi réttindi eru forsenda þess að íslenskt atvinnulíf verði ekki neytt til samkeppni við fyrirtæki sem banna starfsemi stéttarfélaga, nota barnaþræla eða bjóða starfsmönnum önnur óásættanleg starfsskilyrði. ASÍ telur því að stefna stjórnvalda í alþjóðaviðskiptum eigi að fela í sér skilyrðislausa kröfu um að virðing fyrir lágmarksréttindum launafólks verði hluti af grundvallarreglum Heimsviðskiptastofnunarinnar. Traust og sterk réttindi launafólks munu þannig samhliða auknu viðskiptafrelsi vera það vogarafl, sem tryggt getur milljónum launamanna víða um heim mun betri skilyrði og treyst um leið þau skilyrði sem við búum við hér á landi. Það er óásættanlegt að ríkjum sem ekki viðurkenna grundvallarréttindi launafólks heima fyrir verði gert kleift að keppa á alþjóðavettvangi með fríverslun. ASÍ telur þess vegna að stjórnvöld eigi í viðræðum um fríverslunarsamning við Kína að gera það að skilyrði að Kína uppfylli þegar í stað kröfur grundvallarsamþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Það á m.a. við um réttinn til að stofna og ganga í stéttarfélög, réttinn til að gera kjarasamninga og réttinn til að boða verkfall til að fylja eftir kröfum sínum. Það er einnig mikilvægt að stefna í alþjóðaviðskiptum geri kröfu til þess að fyrirtæki og fjárfestar upplýsi hvernig tekið er tillit til umhverfis- og félagslegra þátta. Slíkt gegnsæi er nauðsynlegt á heimsvísu því annars hafa neytendur ekki möguleika á því að hafna vörum sem framleiddar eru við óviðunandi aðstæður launafólks og í skjóli mannréttindabrota. Einnig verður aðstoð okkar við þróunarlöndin að vera virk og umfangsmikil til þess að auðvelda fátækum þjóðum að komast til álna. ASÍ telur að fylgja beri þróunarverkefnum okkar eftir með virkri aðstoð og ráðgjöf við að koma upp lýðræðislegum stéttarfélögum og neti trúnaðarmanna líkt og gert er á hinum Norðurlöndunum. Ef heildstætt samhengi á að vera í stefnu okkar varðandi hnattvæðinguna er nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir alþjóðlegri ábyrgð okkar á þróun hennar. Aðeins þannig getum við lagt eitthvað af mörkum til þess að tryggja að hnattvæðingin skapi öllum tækifæri til betra lífs. Höfundur er framkvæmdastjóri ASÍ. Það er hins vegar óviðunandi að löndum eins og Kína, sem ekki viðurkenna lágmarksmannréttindi heima fyrir, sé gert kleift að keppa á alþjóðavettvangi með fríverslun.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun