Eru Píkusögur klám? 2. apríl 2007 05:00 Nýlega var V-dagurinn haldinn á landsvísu þar sem uppistaðan var flutningur á leikritinu Píkusögum. Þetta er sjötta árið í röð sem verkið er flutt á Íslandi en undanfarið hafa sprottið upp sjónarmið í þá veru að Píkusögur sé einfaldlega dulbúið klám. Þetta viðhorf helgast mögulega af því að mikil umræða um klám hefur átt sér stað í samfélagin og sú umræða virðist hafa klofið stóran hóp fólks í fylkingar með hugmyndafræðilega gjá á milli sín. Skoðanaskipti milli fylkinganna verða því miður oft heiftúðug og stundum er gripið til óvandaðra meðala, til dæmis að kalla Píkusögur klám. V-dagssamtökin bera ábyrgð á Píkusögum og vilja ítreka hvaða baráttu leikritið þjónar, ekki síst út af þeim fjölmörgu konum sem hafa ljáð verkinu mikilvæga rödd sína en eru nú vændar um að hafa tekið þátt í klámi. Píkusögur eru baráttutæki gegn ofbeldi á konum þar sem er kafað undir yfirborðið og vísað til þeirra duldu fordóma sem halda aftur af konum. Eve Ensler, höfundur leikritsins, vill að konur og karlar standi jafnfætis hvað orðræðu um kynlíf snertir og í þeim tilgangi leitast hún við að varpa ljósi á muninn milli kynjanna í þeim efnum. Leikritið á að auðvelda konum að orða það sem áður þótti ósæmandi að konur segðu og rjúfa þannig höft tungumálsins. Aðstöðumunur kynjanna í þeim efnum er mikill og hefur víðtækar afleiðingar sem ekki má gera lítið úr. Margar konur blygðast sín til dæmis of mikið til að geta sagt frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Í leikritinu eru senur sem vafalítið fá einhverja til að roðna, meðal annars tæpitungulausar lýsingar á lystisemdum kynlífs. Þær þjóna hins vegar þeim tilgangi að koma þeim skilaboðum áleiðis að konur eiga og mega njóta kynlífs. Þórey VilhjálmsdóttirSpurt hefur verið hvort ekki sé óþarfi að vísa til orðsins píka í titlinum; hvort ekki sé hægt að finna eitthvað “þægilegra” orð? Slíkar vangaveltur eru skiljanlegar í ljósi þess að mörgum finnst orðið píka óþægilegt. En það er einmitt kjarni málsins og það sem leikritið vill vinna bug á; það er ótækt að algengasta orðið yfir kynfæri kvenna hafi niðrandi merkingu og óþægilegan hljóm. Það er því tilhlökkunarefni þegar sá dagur rennur upp að fólk gengur kinnroðalaust út að lokinni leiksýningu á Píkusögum því þá verðum við komin skrefi lengra í átt að auknu kynfrelsi kvenna. Sá sem veltir leikritinu og tilgangi þess fyrir sér hlýtur að gera sér grein fyrir því að Píkusögur hafa ekkert að gera með klám. Höfundar sitja í stjórn V-dagssamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Nýlega var V-dagurinn haldinn á landsvísu þar sem uppistaðan var flutningur á leikritinu Píkusögum. Þetta er sjötta árið í röð sem verkið er flutt á Íslandi en undanfarið hafa sprottið upp sjónarmið í þá veru að Píkusögur sé einfaldlega dulbúið klám. Þetta viðhorf helgast mögulega af því að mikil umræða um klám hefur átt sér stað í samfélagin og sú umræða virðist hafa klofið stóran hóp fólks í fylkingar með hugmyndafræðilega gjá á milli sín. Skoðanaskipti milli fylkinganna verða því miður oft heiftúðug og stundum er gripið til óvandaðra meðala, til dæmis að kalla Píkusögur klám. V-dagssamtökin bera ábyrgð á Píkusögum og vilja ítreka hvaða baráttu leikritið þjónar, ekki síst út af þeim fjölmörgu konum sem hafa ljáð verkinu mikilvæga rödd sína en eru nú vændar um að hafa tekið þátt í klámi. Píkusögur eru baráttutæki gegn ofbeldi á konum þar sem er kafað undir yfirborðið og vísað til þeirra duldu fordóma sem halda aftur af konum. Eve Ensler, höfundur leikritsins, vill að konur og karlar standi jafnfætis hvað orðræðu um kynlíf snertir og í þeim tilgangi leitast hún við að varpa ljósi á muninn milli kynjanna í þeim efnum. Leikritið á að auðvelda konum að orða það sem áður þótti ósæmandi að konur segðu og rjúfa þannig höft tungumálsins. Aðstöðumunur kynjanna í þeim efnum er mikill og hefur víðtækar afleiðingar sem ekki má gera lítið úr. Margar konur blygðast sín til dæmis of mikið til að geta sagt frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Í leikritinu eru senur sem vafalítið fá einhverja til að roðna, meðal annars tæpitungulausar lýsingar á lystisemdum kynlífs. Þær þjóna hins vegar þeim tilgangi að koma þeim skilaboðum áleiðis að konur eiga og mega njóta kynlífs. Þórey VilhjálmsdóttirSpurt hefur verið hvort ekki sé óþarfi að vísa til orðsins píka í titlinum; hvort ekki sé hægt að finna eitthvað “þægilegra” orð? Slíkar vangaveltur eru skiljanlegar í ljósi þess að mörgum finnst orðið píka óþægilegt. En það er einmitt kjarni málsins og það sem leikritið vill vinna bug á; það er ótækt að algengasta orðið yfir kynfæri kvenna hafi niðrandi merkingu og óþægilegan hljóm. Það er því tilhlökkunarefni þegar sá dagur rennur upp að fólk gengur kinnroðalaust út að lokinni leiksýningu á Píkusögum því þá verðum við komin skrefi lengra í átt að auknu kynfrelsi kvenna. Sá sem veltir leikritinu og tilgangi þess fyrir sér hlýtur að gera sér grein fyrir því að Píkusögur hafa ekkert að gera með klám. Höfundar sitja í stjórn V-dagssamtakanna.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun