Eru Píkusögur klám? 2. apríl 2007 05:00 Nýlega var V-dagurinn haldinn á landsvísu þar sem uppistaðan var flutningur á leikritinu Píkusögum. Þetta er sjötta árið í röð sem verkið er flutt á Íslandi en undanfarið hafa sprottið upp sjónarmið í þá veru að Píkusögur sé einfaldlega dulbúið klám. Þetta viðhorf helgast mögulega af því að mikil umræða um klám hefur átt sér stað í samfélagin og sú umræða virðist hafa klofið stóran hóp fólks í fylkingar með hugmyndafræðilega gjá á milli sín. Skoðanaskipti milli fylkinganna verða því miður oft heiftúðug og stundum er gripið til óvandaðra meðala, til dæmis að kalla Píkusögur klám. V-dagssamtökin bera ábyrgð á Píkusögum og vilja ítreka hvaða baráttu leikritið þjónar, ekki síst út af þeim fjölmörgu konum sem hafa ljáð verkinu mikilvæga rödd sína en eru nú vændar um að hafa tekið þátt í klámi. Píkusögur eru baráttutæki gegn ofbeldi á konum þar sem er kafað undir yfirborðið og vísað til þeirra duldu fordóma sem halda aftur af konum. Eve Ensler, höfundur leikritsins, vill að konur og karlar standi jafnfætis hvað orðræðu um kynlíf snertir og í þeim tilgangi leitast hún við að varpa ljósi á muninn milli kynjanna í þeim efnum. Leikritið á að auðvelda konum að orða það sem áður þótti ósæmandi að konur segðu og rjúfa þannig höft tungumálsins. Aðstöðumunur kynjanna í þeim efnum er mikill og hefur víðtækar afleiðingar sem ekki má gera lítið úr. Margar konur blygðast sín til dæmis of mikið til að geta sagt frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Í leikritinu eru senur sem vafalítið fá einhverja til að roðna, meðal annars tæpitungulausar lýsingar á lystisemdum kynlífs. Þær þjóna hins vegar þeim tilgangi að koma þeim skilaboðum áleiðis að konur eiga og mega njóta kynlífs. Þórey VilhjálmsdóttirSpurt hefur verið hvort ekki sé óþarfi að vísa til orðsins píka í titlinum; hvort ekki sé hægt að finna eitthvað “þægilegra” orð? Slíkar vangaveltur eru skiljanlegar í ljósi þess að mörgum finnst orðið píka óþægilegt. En það er einmitt kjarni málsins og það sem leikritið vill vinna bug á; það er ótækt að algengasta orðið yfir kynfæri kvenna hafi niðrandi merkingu og óþægilegan hljóm. Það er því tilhlökkunarefni þegar sá dagur rennur upp að fólk gengur kinnroðalaust út að lokinni leiksýningu á Píkusögum því þá verðum við komin skrefi lengra í átt að auknu kynfrelsi kvenna. Sá sem veltir leikritinu og tilgangi þess fyrir sér hlýtur að gera sér grein fyrir því að Píkusögur hafa ekkert að gera með klám. Höfundar sitja í stjórn V-dagssamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Nýlega var V-dagurinn haldinn á landsvísu þar sem uppistaðan var flutningur á leikritinu Píkusögum. Þetta er sjötta árið í röð sem verkið er flutt á Íslandi en undanfarið hafa sprottið upp sjónarmið í þá veru að Píkusögur sé einfaldlega dulbúið klám. Þetta viðhorf helgast mögulega af því að mikil umræða um klám hefur átt sér stað í samfélagin og sú umræða virðist hafa klofið stóran hóp fólks í fylkingar með hugmyndafræðilega gjá á milli sín. Skoðanaskipti milli fylkinganna verða því miður oft heiftúðug og stundum er gripið til óvandaðra meðala, til dæmis að kalla Píkusögur klám. V-dagssamtökin bera ábyrgð á Píkusögum og vilja ítreka hvaða baráttu leikritið þjónar, ekki síst út af þeim fjölmörgu konum sem hafa ljáð verkinu mikilvæga rödd sína en eru nú vændar um að hafa tekið þátt í klámi. Píkusögur eru baráttutæki gegn ofbeldi á konum þar sem er kafað undir yfirborðið og vísað til þeirra duldu fordóma sem halda aftur af konum. Eve Ensler, höfundur leikritsins, vill að konur og karlar standi jafnfætis hvað orðræðu um kynlíf snertir og í þeim tilgangi leitast hún við að varpa ljósi á muninn milli kynjanna í þeim efnum. Leikritið á að auðvelda konum að orða það sem áður þótti ósæmandi að konur segðu og rjúfa þannig höft tungumálsins. Aðstöðumunur kynjanna í þeim efnum er mikill og hefur víðtækar afleiðingar sem ekki má gera lítið úr. Margar konur blygðast sín til dæmis of mikið til að geta sagt frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Í leikritinu eru senur sem vafalítið fá einhverja til að roðna, meðal annars tæpitungulausar lýsingar á lystisemdum kynlífs. Þær þjóna hins vegar þeim tilgangi að koma þeim skilaboðum áleiðis að konur eiga og mega njóta kynlífs. Þórey VilhjálmsdóttirSpurt hefur verið hvort ekki sé óþarfi að vísa til orðsins píka í titlinum; hvort ekki sé hægt að finna eitthvað “þægilegra” orð? Slíkar vangaveltur eru skiljanlegar í ljósi þess að mörgum finnst orðið píka óþægilegt. En það er einmitt kjarni málsins og það sem leikritið vill vinna bug á; það er ótækt að algengasta orðið yfir kynfæri kvenna hafi niðrandi merkingu og óþægilegan hljóm. Það er því tilhlökkunarefni þegar sá dagur rennur upp að fólk gengur kinnroðalaust út að lokinni leiksýningu á Píkusögum því þá verðum við komin skrefi lengra í átt að auknu kynfrelsi kvenna. Sá sem veltir leikritinu og tilgangi þess fyrir sér hlýtur að gera sér grein fyrir því að Píkusögur hafa ekkert að gera með klám. Höfundar sitja í stjórn V-dagssamtakanna.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun