Eru Píkusögur klám? 2. apríl 2007 05:00 Nýlega var V-dagurinn haldinn á landsvísu þar sem uppistaðan var flutningur á leikritinu Píkusögum. Þetta er sjötta árið í röð sem verkið er flutt á Íslandi en undanfarið hafa sprottið upp sjónarmið í þá veru að Píkusögur sé einfaldlega dulbúið klám. Þetta viðhorf helgast mögulega af því að mikil umræða um klám hefur átt sér stað í samfélagin og sú umræða virðist hafa klofið stóran hóp fólks í fylkingar með hugmyndafræðilega gjá á milli sín. Skoðanaskipti milli fylkinganna verða því miður oft heiftúðug og stundum er gripið til óvandaðra meðala, til dæmis að kalla Píkusögur klám. V-dagssamtökin bera ábyrgð á Píkusögum og vilja ítreka hvaða baráttu leikritið þjónar, ekki síst út af þeim fjölmörgu konum sem hafa ljáð verkinu mikilvæga rödd sína en eru nú vændar um að hafa tekið þátt í klámi. Píkusögur eru baráttutæki gegn ofbeldi á konum þar sem er kafað undir yfirborðið og vísað til þeirra duldu fordóma sem halda aftur af konum. Eve Ensler, höfundur leikritsins, vill að konur og karlar standi jafnfætis hvað orðræðu um kynlíf snertir og í þeim tilgangi leitast hún við að varpa ljósi á muninn milli kynjanna í þeim efnum. Leikritið á að auðvelda konum að orða það sem áður þótti ósæmandi að konur segðu og rjúfa þannig höft tungumálsins. Aðstöðumunur kynjanna í þeim efnum er mikill og hefur víðtækar afleiðingar sem ekki má gera lítið úr. Margar konur blygðast sín til dæmis of mikið til að geta sagt frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Í leikritinu eru senur sem vafalítið fá einhverja til að roðna, meðal annars tæpitungulausar lýsingar á lystisemdum kynlífs. Þær þjóna hins vegar þeim tilgangi að koma þeim skilaboðum áleiðis að konur eiga og mega njóta kynlífs. Þórey VilhjálmsdóttirSpurt hefur verið hvort ekki sé óþarfi að vísa til orðsins píka í titlinum; hvort ekki sé hægt að finna eitthvað “þægilegra” orð? Slíkar vangaveltur eru skiljanlegar í ljósi þess að mörgum finnst orðið píka óþægilegt. En það er einmitt kjarni málsins og það sem leikritið vill vinna bug á; það er ótækt að algengasta orðið yfir kynfæri kvenna hafi niðrandi merkingu og óþægilegan hljóm. Það er því tilhlökkunarefni þegar sá dagur rennur upp að fólk gengur kinnroðalaust út að lokinni leiksýningu á Píkusögum því þá verðum við komin skrefi lengra í átt að auknu kynfrelsi kvenna. Sá sem veltir leikritinu og tilgangi þess fyrir sér hlýtur að gera sér grein fyrir því að Píkusögur hafa ekkert að gera með klám. Höfundar sitja í stjórn V-dagssamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega var V-dagurinn haldinn á landsvísu þar sem uppistaðan var flutningur á leikritinu Píkusögum. Þetta er sjötta árið í röð sem verkið er flutt á Íslandi en undanfarið hafa sprottið upp sjónarmið í þá veru að Píkusögur sé einfaldlega dulbúið klám. Þetta viðhorf helgast mögulega af því að mikil umræða um klám hefur átt sér stað í samfélagin og sú umræða virðist hafa klofið stóran hóp fólks í fylkingar með hugmyndafræðilega gjá á milli sín. Skoðanaskipti milli fylkinganna verða því miður oft heiftúðug og stundum er gripið til óvandaðra meðala, til dæmis að kalla Píkusögur klám. V-dagssamtökin bera ábyrgð á Píkusögum og vilja ítreka hvaða baráttu leikritið þjónar, ekki síst út af þeim fjölmörgu konum sem hafa ljáð verkinu mikilvæga rödd sína en eru nú vændar um að hafa tekið þátt í klámi. Píkusögur eru baráttutæki gegn ofbeldi á konum þar sem er kafað undir yfirborðið og vísað til þeirra duldu fordóma sem halda aftur af konum. Eve Ensler, höfundur leikritsins, vill að konur og karlar standi jafnfætis hvað orðræðu um kynlíf snertir og í þeim tilgangi leitast hún við að varpa ljósi á muninn milli kynjanna í þeim efnum. Leikritið á að auðvelda konum að orða það sem áður þótti ósæmandi að konur segðu og rjúfa þannig höft tungumálsins. Aðstöðumunur kynjanna í þeim efnum er mikill og hefur víðtækar afleiðingar sem ekki má gera lítið úr. Margar konur blygðast sín til dæmis of mikið til að geta sagt frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Í leikritinu eru senur sem vafalítið fá einhverja til að roðna, meðal annars tæpitungulausar lýsingar á lystisemdum kynlífs. Þær þjóna hins vegar þeim tilgangi að koma þeim skilaboðum áleiðis að konur eiga og mega njóta kynlífs. Þórey VilhjálmsdóttirSpurt hefur verið hvort ekki sé óþarfi að vísa til orðsins píka í titlinum; hvort ekki sé hægt að finna eitthvað “þægilegra” orð? Slíkar vangaveltur eru skiljanlegar í ljósi þess að mörgum finnst orðið píka óþægilegt. En það er einmitt kjarni málsins og það sem leikritið vill vinna bug á; það er ótækt að algengasta orðið yfir kynfæri kvenna hafi niðrandi merkingu og óþægilegan hljóm. Það er því tilhlökkunarefni þegar sá dagur rennur upp að fólk gengur kinnroðalaust út að lokinni leiksýningu á Píkusögum því þá verðum við komin skrefi lengra í átt að auknu kynfrelsi kvenna. Sá sem veltir leikritinu og tilgangi þess fyrir sér hlýtur að gera sér grein fyrir því að Píkusögur hafa ekkert að gera með klám. Höfundar sitja í stjórn V-dagssamtakanna.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun