Öflugt opinbert heilbrigðiskerfi Katrín Jakobsdóttir skrifar 1. apríl 2007 05:00 Það hljóta að teljast athyglisverð tíðindi að 81% landsmanna vilji að sjúkrahúsin séu fyrst og fremst rekin af hinu opinbera og að rúm 76% séu sama sinnis um rekstur heilsugæslustöðva. Ég kalla þau athyglisverð vegna þess að undanfarin 16 ár hefur hér setið hægristjórn undir Sjálfstæðisflokks, fyrst með þátttöku Alþýðuflokksins og síðar Framsóknarflokks. Hægristjórnin sem hér hefur ríkt hefur nefnilega verið ötull talsmaður einkavæðingar og einkarekstrar og hvatt til einkaframtaks á sem flestum sviðum. Fjölmargar ríkisstofnanir hafa verið seldar undanfarin tíu ár og margs konar lög sett til að greiða fyrir einkavæðingu, hvort sem er á raforku eða vatni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa leynt og ljóst talað fyrir auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Því miður hafa fulltrúar úr ýmsum flokkum tekið undir málflutning þeirra um markaðsvæðingu heilbrigðiskerfisins. Því miður segi ég, vegna þess að í heilbrigðiskerfinu eiga markaðslögmálin ekki að gilda. Heilbrigðiskerfið á ekki að skila hagnaði — og það á ekki að kosta sjúklinga að vera veikir. Á Sigga frænka kannski að borga fyrir fótbrotið svo það verði ekki tap á því? Það er engu líkara en það sé ætlun núverandi ríkisstjórnar sem hefur smurt ofan á komugjöld í öllu heilbrigðiskerfinu og orðið tíðrætt um aukinn einkarekstur. Allt leiðir í eina átt — er einhver búinn að gleyma nefndinni sem starfaði undir forystu Jónínu Bjartmarz og skilaði þeirri niðurstöðu að þeir sem hefðu efni á því ættu að „fá“ að borga fyrir að fara fram fyrir í röðinni? Þetta átti ekkert að bitna á neinum — þeir ríku áttu „aðeins“ að fá betri þjónustu en hinir sem ekki hefðu efni á slíku. En nú er sem sagt komið í ljós í áðurnefndri könnun sem ber yfirskriftin Heilbrigði og aðstæður Íslendinga að fjórir af hverjum fimm Íslendingum eru sammála okkur Vinstri-grænum um að öflugt opinbert heilbrigðiskerfi er ein af grunnstoðum velferðarkerfisins. Þessi stoð hefur nú verið nöguð að utan af stjórnarflokkunum með því að fjarlægja ýmsa þræði — eins og skólatannlækningar barna — og nauðsynlegar umbætur eins og að niðurgreiða sálfræðiþjónustu hafa ekki verið gerðar. Þess vegna er svo mikilvægt að mynda nýja ríkisstjórn í vor — sem starfar samkvæmt meirihlutavilja og stendur vörð um heilbrigðiskerfið.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það hljóta að teljast athyglisverð tíðindi að 81% landsmanna vilji að sjúkrahúsin séu fyrst og fremst rekin af hinu opinbera og að rúm 76% séu sama sinnis um rekstur heilsugæslustöðva. Ég kalla þau athyglisverð vegna þess að undanfarin 16 ár hefur hér setið hægristjórn undir Sjálfstæðisflokks, fyrst með þátttöku Alþýðuflokksins og síðar Framsóknarflokks. Hægristjórnin sem hér hefur ríkt hefur nefnilega verið ötull talsmaður einkavæðingar og einkarekstrar og hvatt til einkaframtaks á sem flestum sviðum. Fjölmargar ríkisstofnanir hafa verið seldar undanfarin tíu ár og margs konar lög sett til að greiða fyrir einkavæðingu, hvort sem er á raforku eða vatni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa leynt og ljóst talað fyrir auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Því miður hafa fulltrúar úr ýmsum flokkum tekið undir málflutning þeirra um markaðsvæðingu heilbrigðiskerfisins. Því miður segi ég, vegna þess að í heilbrigðiskerfinu eiga markaðslögmálin ekki að gilda. Heilbrigðiskerfið á ekki að skila hagnaði — og það á ekki að kosta sjúklinga að vera veikir. Á Sigga frænka kannski að borga fyrir fótbrotið svo það verði ekki tap á því? Það er engu líkara en það sé ætlun núverandi ríkisstjórnar sem hefur smurt ofan á komugjöld í öllu heilbrigðiskerfinu og orðið tíðrætt um aukinn einkarekstur. Allt leiðir í eina átt — er einhver búinn að gleyma nefndinni sem starfaði undir forystu Jónínu Bjartmarz og skilaði þeirri niðurstöðu að þeir sem hefðu efni á því ættu að „fá“ að borga fyrir að fara fram fyrir í röðinni? Þetta átti ekkert að bitna á neinum — þeir ríku áttu „aðeins“ að fá betri þjónustu en hinir sem ekki hefðu efni á slíku. En nú er sem sagt komið í ljós í áðurnefndri könnun sem ber yfirskriftin Heilbrigði og aðstæður Íslendinga að fjórir af hverjum fimm Íslendingum eru sammála okkur Vinstri-grænum um að öflugt opinbert heilbrigðiskerfi er ein af grunnstoðum velferðarkerfisins. Þessi stoð hefur nú verið nöguð að utan af stjórnarflokkunum með því að fjarlægja ýmsa þræði — eins og skólatannlækningar barna — og nauðsynlegar umbætur eins og að niðurgreiða sálfræðiþjónustu hafa ekki verið gerðar. Þess vegna er svo mikilvægt að mynda nýja ríkisstjórn í vor — sem starfar samkvæmt meirihlutavilja og stendur vörð um heilbrigðiskerfið.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar