Hvað hefur maðurinn að fela? 22. mars 2007 05:00 Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla á dögunum og mótmælti þeirri staðhæfingu Ingibjargar S. Pálmadóttur, er fram kom við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur, að hann hefði verið undir þrýstingi margra manna að liðsinna Jóni Gerald Sullenberger í aðdraganda Baugsmálsins. Mér er málið skylt þar sem ég hafði milligöngu um að Ingibjörg S. Pálmadóttir leitaði til Jóns Steinars. Í símtali greindi ég Jóni Steinari m.a. frá tengslum hennar við Jón Ásgeir Jóhannesson. Í yfirlýsingu sinni vill Jón Steinar gera sem minnst úr því að aðrir hafi þrýst á, að hann tæki að sér mál Jóns Geralds Sullenberger. Hann upphefur sjálfan sig og þykist aðeins hafa verið að liðsinna lítilmagnanum í baráttunni við viðskiptaveldið Baug. Nú hefur Ingibjörg svarað Jóni Steinari og útskýrt með sannfærandi hætti undir hvaða kringumstæðum Jón Steinar sagði þetta við hana, en hann var lögmaður hennar og var að afsaka framkomu sína gagnvart henni sumarið 2002. Ingibjörg greindi frá samskiptum sínum eiðsvarin fyrir dómi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Steinar Gunnlaugsson sendir yfirlýsingu til fjölmiðla er varðar viðskipti hans við Jón Gerald Sullenberger og aðkomu hans að því að kæra forsvarsmenn Baugs til Ríkislögreglustjóra sumarið 2002. Hinn 15. ágúst 2005 birtist í Morgunblaðinu yfirlýsing frá Jóni Steinari sem einnig miðar að því að gera sem minnst úr afskiptum hans af upphafi málsins. Orðrétt segir Jón Steinar í þeirri yfirlýsingu: „Er líklegt, þó að ég muni það ekki, að ég hafi haft samband við lögregluna til að óska eftir að skjólstæðingur minn fengi að koma til skýrslugjafar um þetta." Athygli vekur að Jón Steinar bregður hér fyrir sig minnisleysi. Þessi yfirlýsing birtist rúmum mánuði áður en Fréttablaðið birti tölvupósta Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, en þar var aðkomu Jóns Steinars að málinu lýst með þeim „gamansömu" orðum Styrmis, að Jónína og Jón Gerald Sullenberger þyrftu ekkert að óttast í viðskiptum sínum við Baugsmenn því að tryggð Jóns Steinars við „ónefndan mann" væri innvígð og ófrávíkjanleg. Í tölvupóstunum kemur fram, að til stóð að koma ásökunum Jóns Geralds Sullenberger til yfirvalda. Með yfirlýsingum Ingibjargar S. Pálmadóttur og Jóns Steinars Gunnlaugssonar síðustu daga hefur birst enn ein vísbendingin um það, hvað gerðist í aðdraganda málsins og hverjir áttu þar hlut að máli. Þetta var ekki aðeins spurning um að Jón Gerald fengi lögmann heldur hvaða hópur áhrifamanna ætlaði að beita sér fyrir hann gegn „viðskiptaveldinu" Baugi. Baktjaldamakkið er smám saman að opinberast. Ekki bætir úr skák að fundarmennirnir á ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins, sem lögðu á ráðin, hafa komið með afar ótrúverðugar lýsingar á aðild sinni. Kjartan Gunnarsson segist aðeins hafa verið að lýsa hæfileikum Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem lögmanns við þá Styrmi og Jón Steinar sjálfan! Hafði þó Jón Steinar verið lögmaður ritstjórnar Morgunblaðsins um langa hríð. Styrmir vill ekki gefa upp nafn „ónefnda" mannsins og vildi aðeins sannfæra sig um að Jón Steinar gæti ráðið við málið sem lögmaður! Einnig var hann að treysta „ættarböndin" við Kjartan! Jón Steinar segist aðeins hafa verið að taka að sér lögmannsstörf þar sem hann væri nánast eini lögmaðurinn í landinu, sem hafði sjálfstæði til að standa uppi í hárinu á Baugi. Á sama tíma var hann þó lögmaður eins stærsta hluthafans í Baugi, sambýliskonu forstjórans! Ótrúverðugar skýringar þremenninganna eru ekki eina ástæðan fyrir því að ekki er mark takandi á orðum þeirra um aðdraganda Baugsmálsins. Að framan er vikið að yfirlýsingu Jóns Steinars og andsvari Ingibjargar S. Pálmadóttur. Þar stendur orð gegn orði. Einnig er að framan vikið að orðum í yfirlýsingu Jóns Steinars Gunnlaugssonar frá því í ágúst 2005, áður en upp um afskipti hans komst þegar tölvupóstar Jónínu og Styrmis voru birtir opinberlega. En fleira kemur til varðandi þau ummæli sem veldur því að ekki er hægt að taka mark á þeim. Í vitnisburði Jóns H. B. Snorrasonar, fyrrverandi saksóknara í Baugsmálinu, lýsti hann aðdraganda málsins og samskiptum sem hann þá átti við Jón Steinar Gunnlaugsson. Greindi hann þar frá því að Jón Steinar hefði komið gögnum til sín og þeir síðan fundað um málið í nokkur skipti áður en Jón Gerald Sullenberger kom fyrst til skýrslugjafar. Sú lýsing er algjörlega á skjön við þá lýsingu, sem fram kemur í tilvitnuðum orðum Jóns Steinars Gunnlaugssonar frá því í ágúst 2005. Lýsing Jóns H.B. Snorrasonar var gefin af honum sem vitni fyrir dómi og þegar af þeirri ástæðu ber að taka fremur mark á honum í þessu sambandi en Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Höfundur er stjórnarformaður Baugs Group hf. Með yfirlýsingum Ingibjargar S. Pálmadóttur og Jóns Steinars Gunnlaugssonar síðustu daga hefur birst enn ein vísbendingin um það, hvað gerðist í aðdraganda málsins og hverjir áttu þar hlut að máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla á dögunum og mótmælti þeirri staðhæfingu Ingibjargar S. Pálmadóttur, er fram kom við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur, að hann hefði verið undir þrýstingi margra manna að liðsinna Jóni Gerald Sullenberger í aðdraganda Baugsmálsins. Mér er málið skylt þar sem ég hafði milligöngu um að Ingibjörg S. Pálmadóttir leitaði til Jóns Steinars. Í símtali greindi ég Jóni Steinari m.a. frá tengslum hennar við Jón Ásgeir Jóhannesson. Í yfirlýsingu sinni vill Jón Steinar gera sem minnst úr því að aðrir hafi þrýst á, að hann tæki að sér mál Jóns Geralds Sullenberger. Hann upphefur sjálfan sig og þykist aðeins hafa verið að liðsinna lítilmagnanum í baráttunni við viðskiptaveldið Baug. Nú hefur Ingibjörg svarað Jóni Steinari og útskýrt með sannfærandi hætti undir hvaða kringumstæðum Jón Steinar sagði þetta við hana, en hann var lögmaður hennar og var að afsaka framkomu sína gagnvart henni sumarið 2002. Ingibjörg greindi frá samskiptum sínum eiðsvarin fyrir dómi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Steinar Gunnlaugsson sendir yfirlýsingu til fjölmiðla er varðar viðskipti hans við Jón Gerald Sullenberger og aðkomu hans að því að kæra forsvarsmenn Baugs til Ríkislögreglustjóra sumarið 2002. Hinn 15. ágúst 2005 birtist í Morgunblaðinu yfirlýsing frá Jóni Steinari sem einnig miðar að því að gera sem minnst úr afskiptum hans af upphafi málsins. Orðrétt segir Jón Steinar í þeirri yfirlýsingu: „Er líklegt, þó að ég muni það ekki, að ég hafi haft samband við lögregluna til að óska eftir að skjólstæðingur minn fengi að koma til skýrslugjafar um þetta." Athygli vekur að Jón Steinar bregður hér fyrir sig minnisleysi. Þessi yfirlýsing birtist rúmum mánuði áður en Fréttablaðið birti tölvupósta Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, en þar var aðkomu Jóns Steinars að málinu lýst með þeim „gamansömu" orðum Styrmis, að Jónína og Jón Gerald Sullenberger þyrftu ekkert að óttast í viðskiptum sínum við Baugsmenn því að tryggð Jóns Steinars við „ónefndan mann" væri innvígð og ófrávíkjanleg. Í tölvupóstunum kemur fram, að til stóð að koma ásökunum Jóns Geralds Sullenberger til yfirvalda. Með yfirlýsingum Ingibjargar S. Pálmadóttur og Jóns Steinars Gunnlaugssonar síðustu daga hefur birst enn ein vísbendingin um það, hvað gerðist í aðdraganda málsins og hverjir áttu þar hlut að máli. Þetta var ekki aðeins spurning um að Jón Gerald fengi lögmann heldur hvaða hópur áhrifamanna ætlaði að beita sér fyrir hann gegn „viðskiptaveldinu" Baugi. Baktjaldamakkið er smám saman að opinberast. Ekki bætir úr skák að fundarmennirnir á ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins, sem lögðu á ráðin, hafa komið með afar ótrúverðugar lýsingar á aðild sinni. Kjartan Gunnarsson segist aðeins hafa verið að lýsa hæfileikum Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem lögmanns við þá Styrmi og Jón Steinar sjálfan! Hafði þó Jón Steinar verið lögmaður ritstjórnar Morgunblaðsins um langa hríð. Styrmir vill ekki gefa upp nafn „ónefnda" mannsins og vildi aðeins sannfæra sig um að Jón Steinar gæti ráðið við málið sem lögmaður! Einnig var hann að treysta „ættarböndin" við Kjartan! Jón Steinar segist aðeins hafa verið að taka að sér lögmannsstörf þar sem hann væri nánast eini lögmaðurinn í landinu, sem hafði sjálfstæði til að standa uppi í hárinu á Baugi. Á sama tíma var hann þó lögmaður eins stærsta hluthafans í Baugi, sambýliskonu forstjórans! Ótrúverðugar skýringar þremenninganna eru ekki eina ástæðan fyrir því að ekki er mark takandi á orðum þeirra um aðdraganda Baugsmálsins. Að framan er vikið að yfirlýsingu Jóns Steinars og andsvari Ingibjargar S. Pálmadóttur. Þar stendur orð gegn orði. Einnig er að framan vikið að orðum í yfirlýsingu Jóns Steinars Gunnlaugssonar frá því í ágúst 2005, áður en upp um afskipti hans komst þegar tölvupóstar Jónínu og Styrmis voru birtir opinberlega. En fleira kemur til varðandi þau ummæli sem veldur því að ekki er hægt að taka mark á þeim. Í vitnisburði Jóns H. B. Snorrasonar, fyrrverandi saksóknara í Baugsmálinu, lýsti hann aðdraganda málsins og samskiptum sem hann þá átti við Jón Steinar Gunnlaugsson. Greindi hann þar frá því að Jón Steinar hefði komið gögnum til sín og þeir síðan fundað um málið í nokkur skipti áður en Jón Gerald Sullenberger kom fyrst til skýrslugjafar. Sú lýsing er algjörlega á skjön við þá lýsingu, sem fram kemur í tilvitnuðum orðum Jóns Steinars Gunnlaugssonar frá því í ágúst 2005. Lýsing Jóns H.B. Snorrasonar var gefin af honum sem vitni fyrir dómi og þegar af þeirri ástæðu ber að taka fremur mark á honum í þessu sambandi en Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Höfundur er stjórnarformaður Baugs Group hf. Með yfirlýsingum Ingibjargar S. Pálmadóttur og Jóns Steinars Gunnlaugssonar síðustu daga hefur birst enn ein vísbendingin um það, hvað gerðist í aðdraganda málsins og hverjir áttu þar hlut að máli.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun