Dagur vatnsins 22. mars 2007 05:00 Í tilefni dagsins er gagnlegt að beina kastljósinu að þessari dýrmætu auðlind, ferskvatninu, Við komumst ekki af án þess, en gleymum gjarnan mikilvægi þess. Kannski vegna þess hversu forsjónin hefur verið örlát við okkur Íslendinga í þessum efnum. Í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að vatn sé nauðsynlegt til viðhalds öllu lífi, það sé takmörkuð náttúruauðlind og að réttur einstaklinga til vatns sé samtvinnaður réttindunum til lífs og virðingar. Þessa sér því miður ekki stað þegar horft er yfir heimsbyggðina sem heild. Yfir milljarður jarðarbúa hefur lítinn sem engan aðgang að hreinu og ómenguðu vatni og ástandið fer versnandi. Mengun ferskvatns frá iðnaði, íbúðabyggð og landbúnaði er stórt og sívaxandi vandamál víða og vatnsskortur er ríkjandi á stórum svæðum. Þá færast í vöxt deilur um yfirráð yfir ferskvatni auk þess sem einkavæðing auðlindarinnar hefur víða leitt til ófarnaðar. Víða hefur skapast alvarlegt ástand vegna eyðingar skóga og jarðvegs, en jarðeyðing raskar náttúrulegu streymi ferskvatns og leiðir til flóða og skriðufalla, aukins uppblásturs og stækkunar eyðimarka. Yfirstandandi loftslagsbreytingar af mannavöldum með vaxandi sveiflum í veðurfari gera mönnum líka óhægt um vik að bregðast við með skipulegum aðgerðum. Íslendingar hafa meiri og betri aðgang að ferskvatni en flestar aðrar þjóðir. Ef rétt er á haldið getur vatnsauðlindin orðið mikil lyftistöng fyrir komandi kynslóðir, hollustu, tómstundaiðkan og atvinnulíf. Líta ber á grunnvatn, ár og vötn og lífríki vatna sem eina órofa heild og horfa jafnframt til árósa og strandsvæða þar sem íblöndun ferskvatns hefur teljandi áhrif. Vinstrihreyfingin grænt framboð telur að ferskvatn eigi eins og aðrar náttúruauðlindir að vera í sameign landsmanna og við teljum eðlilegt að unnið sé að því að binda slík ákvæði í stjórnarskrá. Jafnframt þarf að setja skýr lagaákvæði um vernd og nýtingu vatns og vatnasvæða og skilgreina með skýrum hætti réttindi og skyldur landeigenda í meðferð vatns, hvort sem um er að ræða í þjóðlendum eða landi í einkaeign. Eðlilegt væri að stjórnvöld settu fram vatnsverndarstefnu, sem mælti fyrir um vernd og sjálfbæra nýtingu ferskvatns. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í tilefni dagsins er gagnlegt að beina kastljósinu að þessari dýrmætu auðlind, ferskvatninu, Við komumst ekki af án þess, en gleymum gjarnan mikilvægi þess. Kannski vegna þess hversu forsjónin hefur verið örlát við okkur Íslendinga í þessum efnum. Í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að vatn sé nauðsynlegt til viðhalds öllu lífi, það sé takmörkuð náttúruauðlind og að réttur einstaklinga til vatns sé samtvinnaður réttindunum til lífs og virðingar. Þessa sér því miður ekki stað þegar horft er yfir heimsbyggðina sem heild. Yfir milljarður jarðarbúa hefur lítinn sem engan aðgang að hreinu og ómenguðu vatni og ástandið fer versnandi. Mengun ferskvatns frá iðnaði, íbúðabyggð og landbúnaði er stórt og sívaxandi vandamál víða og vatnsskortur er ríkjandi á stórum svæðum. Þá færast í vöxt deilur um yfirráð yfir ferskvatni auk þess sem einkavæðing auðlindarinnar hefur víða leitt til ófarnaðar. Víða hefur skapast alvarlegt ástand vegna eyðingar skóga og jarðvegs, en jarðeyðing raskar náttúrulegu streymi ferskvatns og leiðir til flóða og skriðufalla, aukins uppblásturs og stækkunar eyðimarka. Yfirstandandi loftslagsbreytingar af mannavöldum með vaxandi sveiflum í veðurfari gera mönnum líka óhægt um vik að bregðast við með skipulegum aðgerðum. Íslendingar hafa meiri og betri aðgang að ferskvatni en flestar aðrar þjóðir. Ef rétt er á haldið getur vatnsauðlindin orðið mikil lyftistöng fyrir komandi kynslóðir, hollustu, tómstundaiðkan og atvinnulíf. Líta ber á grunnvatn, ár og vötn og lífríki vatna sem eina órofa heild og horfa jafnframt til árósa og strandsvæða þar sem íblöndun ferskvatns hefur teljandi áhrif. Vinstrihreyfingin grænt framboð telur að ferskvatn eigi eins og aðrar náttúruauðlindir að vera í sameign landsmanna og við teljum eðlilegt að unnið sé að því að binda slík ákvæði í stjórnarskrá. Jafnframt þarf að setja skýr lagaákvæði um vernd og nýtingu vatns og vatnasvæða og skilgreina með skýrum hætti réttindi og skyldur landeigenda í meðferð vatns, hvort sem um er að ræða í þjóðlendum eða landi í einkaeign. Eðlilegt væri að stjórnvöld settu fram vatnsverndarstefnu, sem mælti fyrir um vernd og sjálfbæra nýtingu ferskvatns. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun