Fallni forstjórinn dæmdur fyrir svik 21. mars 2007 00:01 Fallni forstjórinn Takafumi Horie er hann kom til héraðsdómsins í Tókýó í Japan í gær, MYND/AFP Takafumi Horie, stofnandi og fyrrverandi forstjóri japanska netfyrirtækisins Live-door, hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir umfangsmikil bókhaldssvik í Japan á föstudag. Réttarhöld í máli hans hafa staðið yfir í hálft ár en ríkissaksóknari fór fram á fjögurra ára dóm. Dóminum var áfrýjað um helgina og hefur Horie verið látinn laus gegn tryggingu upp á jafnvirði tæpra 289 milljóna króna. Mál Hories komst í hámæli í byrjun síðasta árs þegar upp komst að fjármálayfirvöld væru með Livedoor til rannsóknar vegna bókhaldssvika. Fjölmargir fjárfestar losuðu sig við bréf sín í félaginu á skömmum tíma með þeim afleiðingum að mikið álag varð á kauphöllina í Tókýó sem réð ekki við viðskiptin og var afráðið að loka henni fyrr en venjulega. Á meðal þess sem Horie var dæmdur fyrir var að falsa afkomutölur til að láta sem fyrirtækið, sem var mikið að vöxtum, hefði skilað hagnaði að jafnvirði 2,9 milljarða króna þegar raunin var sú að tapreksturinn nam jafnvirði 178 milljónum króna. Dómari í málinu segir Horie hafa stofnað fjölmarga sjóði með það fyrir augum að blekkja hluthafa Livedoor. Horie hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og sagði síðast í sjónvarpsviðtali um helgina að sök hafi verið komið á sig. Héðan og þaðan Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Takafumi Horie, stofnandi og fyrrverandi forstjóri japanska netfyrirtækisins Live-door, hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir umfangsmikil bókhaldssvik í Japan á föstudag. Réttarhöld í máli hans hafa staðið yfir í hálft ár en ríkissaksóknari fór fram á fjögurra ára dóm. Dóminum var áfrýjað um helgina og hefur Horie verið látinn laus gegn tryggingu upp á jafnvirði tæpra 289 milljóna króna. Mál Hories komst í hámæli í byrjun síðasta árs þegar upp komst að fjármálayfirvöld væru með Livedoor til rannsóknar vegna bókhaldssvika. Fjölmargir fjárfestar losuðu sig við bréf sín í félaginu á skömmum tíma með þeim afleiðingum að mikið álag varð á kauphöllina í Tókýó sem réð ekki við viðskiptin og var afráðið að loka henni fyrr en venjulega. Á meðal þess sem Horie var dæmdur fyrir var að falsa afkomutölur til að láta sem fyrirtækið, sem var mikið að vöxtum, hefði skilað hagnaði að jafnvirði 2,9 milljarða króna þegar raunin var sú að tapreksturinn nam jafnvirði 178 milljónum króna. Dómari í málinu segir Horie hafa stofnað fjölmarga sjóði með það fyrir augum að blekkja hluthafa Livedoor. Horie hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og sagði síðast í sjónvarpsviðtali um helgina að sök hafi verið komið á sig.
Héðan og þaðan Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira