Fallni forstjórinn dæmdur fyrir svik 21. mars 2007 00:01 Fallni forstjórinn Takafumi Horie er hann kom til héraðsdómsins í Tókýó í Japan í gær, MYND/AFP Takafumi Horie, stofnandi og fyrrverandi forstjóri japanska netfyrirtækisins Live-door, hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir umfangsmikil bókhaldssvik í Japan á föstudag. Réttarhöld í máli hans hafa staðið yfir í hálft ár en ríkissaksóknari fór fram á fjögurra ára dóm. Dóminum var áfrýjað um helgina og hefur Horie verið látinn laus gegn tryggingu upp á jafnvirði tæpra 289 milljóna króna. Mál Hories komst í hámæli í byrjun síðasta árs þegar upp komst að fjármálayfirvöld væru með Livedoor til rannsóknar vegna bókhaldssvika. Fjölmargir fjárfestar losuðu sig við bréf sín í félaginu á skömmum tíma með þeim afleiðingum að mikið álag varð á kauphöllina í Tókýó sem réð ekki við viðskiptin og var afráðið að loka henni fyrr en venjulega. Á meðal þess sem Horie var dæmdur fyrir var að falsa afkomutölur til að láta sem fyrirtækið, sem var mikið að vöxtum, hefði skilað hagnaði að jafnvirði 2,9 milljarða króna þegar raunin var sú að tapreksturinn nam jafnvirði 178 milljónum króna. Dómari í málinu segir Horie hafa stofnað fjölmarga sjóði með það fyrir augum að blekkja hluthafa Livedoor. Horie hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og sagði síðast í sjónvarpsviðtali um helgina að sök hafi verið komið á sig. Héðan og þaðan Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Takafumi Horie, stofnandi og fyrrverandi forstjóri japanska netfyrirtækisins Live-door, hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir umfangsmikil bókhaldssvik í Japan á föstudag. Réttarhöld í máli hans hafa staðið yfir í hálft ár en ríkissaksóknari fór fram á fjögurra ára dóm. Dóminum var áfrýjað um helgina og hefur Horie verið látinn laus gegn tryggingu upp á jafnvirði tæpra 289 milljóna króna. Mál Hories komst í hámæli í byrjun síðasta árs þegar upp komst að fjármálayfirvöld væru með Livedoor til rannsóknar vegna bókhaldssvika. Fjölmargir fjárfestar losuðu sig við bréf sín í félaginu á skömmum tíma með þeim afleiðingum að mikið álag varð á kauphöllina í Tókýó sem réð ekki við viðskiptin og var afráðið að loka henni fyrr en venjulega. Á meðal þess sem Horie var dæmdur fyrir var að falsa afkomutölur til að láta sem fyrirtækið, sem var mikið að vöxtum, hefði skilað hagnaði að jafnvirði 2,9 milljarða króna þegar raunin var sú að tapreksturinn nam jafnvirði 178 milljónum króna. Dómari í málinu segir Horie hafa stofnað fjölmarga sjóði með það fyrir augum að blekkja hluthafa Livedoor. Horie hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og sagði síðast í sjónvarpsviðtali um helgina að sök hafi verið komið á sig.
Héðan og þaðan Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira