Miðstöð líftækni í Bretlandi 14. mars 2007 03:45 Eitt húsanna þriggja í líftækniþyrpingu BioCity, sem spáð er að geti orðið með stærri þyrpingum í líftæknigeiranum í Evrópu. Ein af mikilvægari miðstöðvum nýsköpunarfyrirtækja í líftækni í Bretlandi er án nokkurs efa Biocity-þyrpingin í Nottingham. Saga BioCity er um margt einkennandi fyrir sambærilegar þyrpingar fyrirtækja í nýsköpun í líftækni. Þýska risasamstæðan BASF (Badische Anilin- und Soda-Fabrik), eitt stærsta fyrirtæki í heimi á sviði efnaframleiðslu, starfrækti þar efnaframleiðslu og rannsóknir á árum áður líkt og víðar í Evrópu en vatnaskil urðu árið 2001 þegar ákveðið var að flytja starfsemina á brott. Til að forða húsaþyrpingunni frá því að standa auð var ákveðið að gefa hana Háskólanum í Nottingham, en þetta mun hafa verið einhver stærsta gjöf sem nokkrum háskóla hefur hlotnast fyrir fyrirtæki. Að sögn Miröndu Knaggs, markaðs- og upplýsingafulltrúa BioCity, myndaðist nokkuð tómarúm í líftækniiðnaði þegar BASF skildi við. Húsið var hins vegar í mjög góðu ástandi með fullkomnum tækjum til rannsókna- og efnaframleiðslu. Báðir háskólarnir í Nottingham tóku höndum saman ásamt þróunarstofnun byggðarinnar og hófu að bjóða sprotafyrirtækjum á sviði líftækni aðstöðu í húsinu. Fyrirtækjunum hefur fjölgað jafnt og þétt og lítur nú út fyrir að þyrpingin verði ein sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu á næstu árum, að sögn Miröndu, sem benti á að enn væri verið að fjölga fyrirtækjum í þyrpingunni. Ekki skiptir máli hvar í heiminum fyrirtækið er statt. Hún tók ímyndað dæmi: Hefði íslenskt fyrirtæki hug á að sækja inn á breskan markað væri nóg að sækja um aðild að þyrpingunni. Fyrirtækið þyrfti að greiða 65 bresk pund, rúmar 8.500 íslenskar krónur, á mánuði. Fyrirtækið þyrfti hins vegar hvorki að flytja höfuðstöðvar sínar til Bretlands né opna skrifstofu þar því fyrir peningana fengist fyrirtækið skráð í Bretlandi. Allur póstur þess bærist til BioCity auk þess sem símsvörun færi fram þar áður en símtöl væru áframsend til Íslands. Þá fá fyrirtæki sem greiða gjaldið jafnframt fullkoma aðstöðu í þyrpingunni þegar funda þarf með breskum aðilum. Þetta litla skref opnar talsverða möguleika fyrir líftæknifyrirtæki sem nýta sér möguleika BioCity því skráningin opnar þeim aðgang að breskum sjóðum og öðrum stuðningi, að sögn Knaggs. Þyrpingin í BioCity samanstendur af þremur háhýsum. Tvö þeirra eru fullmótuð en í sífelldri þróun. Vinna er í fullum gangi við standsetningu þriðja hússins. Í báðum húsunum sem eru tilbúin er fullkomin aðstaða til rannsókna í líftækni og var verið að leggja lokahönd á aðstöðu til að framkvæma lyfjaprófanir á fasa tvö í einu húsanna þegar blaðamaður Markaðarins var þar á ferð. Er stefnt að því að lyfjaprófanir á fasa þrjú geti farið þar fram á næstu árum. Fyrirtækin í BioCity eru af öllum stærðum og gerðum, allt frá því að vera fámenn og einbeita sér að krabbameinsleit í hundum og öðrum gæludýrum til nokkru stærri fyrirtækja sem meðal annars þróa vaxtarhormón fyrir börn. Þráðlaus fósturmælir. Dr. Carl Barratt, forstjóri Monica Healthcare, sýnir þráðlaust tæki sem mælir hreyfingar á fóstri í móðurkviði. Barratt sló á létta strengi og sagðist ekki vera sá besti til að sýna mælinn því fremur ólíklegt væri að hann yrði nokkurn tíma þungaður. Eitt fyrirtækjanna, Eminate, hafði landað samningi við japönsku samstæðuna Honda, sem auk bíla framleiðir matvæli, daginn áður en Markaðurinn var þar á ferð. Samningurinn felur í sér framleiðslu á fæðubótarefnum sem unnin eru úr sojatrefjum í vinsælum morgunverði í Japan. Forsvarsmenn Eminate sögðu vísbendingar uppi um að efni í trefjunum geti komið í veg fyrir blóðtappa, og áherslan yrði lögð á markaðssetningu á Vesturlöndum þar sem tíðni blóðtappa er há. Talsverður munur er hins vegar á lyktarskyni Japana og Evrópubúa og vinnur fyrirtækið nú að því að betrumbæta fæðubótarefnið fyrir vestræna bragðlauka. Skál með japanska morgunverðinum var borin fyrir gesti BioCity og yggldu sumir sig á meðan aðrir spurðu hvort leyfilegt væri að smakka á réttinum, sem var þykkur og slepjulegur og hélst fastur í plastskeið á hvolfi. Bragðið minnti einna helst á hnausþykkan kaldan hafragraut án bragðefna og greinilegt að bresku líffræðingarnir voru vanari öllu feitari morgunverði en starfsbræður þeirra í Japan. Ekki liggur fyrir hvenær almenningi gefst kostur á að gæða sér á japanska fæðubótarefninu. Undir smásjánni Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ein af mikilvægari miðstöðvum nýsköpunarfyrirtækja í líftækni í Bretlandi er án nokkurs efa Biocity-þyrpingin í Nottingham. Saga BioCity er um margt einkennandi fyrir sambærilegar þyrpingar fyrirtækja í nýsköpun í líftækni. Þýska risasamstæðan BASF (Badische Anilin- und Soda-Fabrik), eitt stærsta fyrirtæki í heimi á sviði efnaframleiðslu, starfrækti þar efnaframleiðslu og rannsóknir á árum áður líkt og víðar í Evrópu en vatnaskil urðu árið 2001 þegar ákveðið var að flytja starfsemina á brott. Til að forða húsaþyrpingunni frá því að standa auð var ákveðið að gefa hana Háskólanum í Nottingham, en þetta mun hafa verið einhver stærsta gjöf sem nokkrum háskóla hefur hlotnast fyrir fyrirtæki. Að sögn Miröndu Knaggs, markaðs- og upplýsingafulltrúa BioCity, myndaðist nokkuð tómarúm í líftækniiðnaði þegar BASF skildi við. Húsið var hins vegar í mjög góðu ástandi með fullkomnum tækjum til rannsókna- og efnaframleiðslu. Báðir háskólarnir í Nottingham tóku höndum saman ásamt þróunarstofnun byggðarinnar og hófu að bjóða sprotafyrirtækjum á sviði líftækni aðstöðu í húsinu. Fyrirtækjunum hefur fjölgað jafnt og þétt og lítur nú út fyrir að þyrpingin verði ein sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu á næstu árum, að sögn Miröndu, sem benti á að enn væri verið að fjölga fyrirtækjum í þyrpingunni. Ekki skiptir máli hvar í heiminum fyrirtækið er statt. Hún tók ímyndað dæmi: Hefði íslenskt fyrirtæki hug á að sækja inn á breskan markað væri nóg að sækja um aðild að þyrpingunni. Fyrirtækið þyrfti að greiða 65 bresk pund, rúmar 8.500 íslenskar krónur, á mánuði. Fyrirtækið þyrfti hins vegar hvorki að flytja höfuðstöðvar sínar til Bretlands né opna skrifstofu þar því fyrir peningana fengist fyrirtækið skráð í Bretlandi. Allur póstur þess bærist til BioCity auk þess sem símsvörun færi fram þar áður en símtöl væru áframsend til Íslands. Þá fá fyrirtæki sem greiða gjaldið jafnframt fullkoma aðstöðu í þyrpingunni þegar funda þarf með breskum aðilum. Þetta litla skref opnar talsverða möguleika fyrir líftæknifyrirtæki sem nýta sér möguleika BioCity því skráningin opnar þeim aðgang að breskum sjóðum og öðrum stuðningi, að sögn Knaggs. Þyrpingin í BioCity samanstendur af þremur háhýsum. Tvö þeirra eru fullmótuð en í sífelldri þróun. Vinna er í fullum gangi við standsetningu þriðja hússins. Í báðum húsunum sem eru tilbúin er fullkomin aðstaða til rannsókna í líftækni og var verið að leggja lokahönd á aðstöðu til að framkvæma lyfjaprófanir á fasa tvö í einu húsanna þegar blaðamaður Markaðarins var þar á ferð. Er stefnt að því að lyfjaprófanir á fasa þrjú geti farið þar fram á næstu árum. Fyrirtækin í BioCity eru af öllum stærðum og gerðum, allt frá því að vera fámenn og einbeita sér að krabbameinsleit í hundum og öðrum gæludýrum til nokkru stærri fyrirtækja sem meðal annars þróa vaxtarhormón fyrir börn. Þráðlaus fósturmælir. Dr. Carl Barratt, forstjóri Monica Healthcare, sýnir þráðlaust tæki sem mælir hreyfingar á fóstri í móðurkviði. Barratt sló á létta strengi og sagðist ekki vera sá besti til að sýna mælinn því fremur ólíklegt væri að hann yrði nokkurn tíma þungaður. Eitt fyrirtækjanna, Eminate, hafði landað samningi við japönsku samstæðuna Honda, sem auk bíla framleiðir matvæli, daginn áður en Markaðurinn var þar á ferð. Samningurinn felur í sér framleiðslu á fæðubótarefnum sem unnin eru úr sojatrefjum í vinsælum morgunverði í Japan. Forsvarsmenn Eminate sögðu vísbendingar uppi um að efni í trefjunum geti komið í veg fyrir blóðtappa, og áherslan yrði lögð á markaðssetningu á Vesturlöndum þar sem tíðni blóðtappa er há. Talsverður munur er hins vegar á lyktarskyni Japana og Evrópubúa og vinnur fyrirtækið nú að því að betrumbæta fæðubótarefnið fyrir vestræna bragðlauka. Skál með japanska morgunverðinum var borin fyrir gesti BioCity og yggldu sumir sig á meðan aðrir spurðu hvort leyfilegt væri að smakka á réttinum, sem var þykkur og slepjulegur og hélst fastur í plastskeið á hvolfi. Bragðið minnti einna helst á hnausþykkan kaldan hafragraut án bragðefna og greinilegt að bresku líffræðingarnir voru vanari öllu feitari morgunverði en starfsbræður þeirra í Japan. Ekki liggur fyrir hvenær almenningi gefst kostur á að gæða sér á japanska fæðubótarefninu.
Undir smásjánni Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira