Music and Lyrics - tvær stjörnur 13. mars 2007 00:01 Fyrirsjáanleg sunnudagsvídeómynd. Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja af hverju Hugh Grant nennir að gera bíómyndir. Hann leikur jú ávallt sömu persónuna, taugaveiklaðan, vandræðalegan en hnyttinn Breta sem lendir í ástarævintýri með konu sem er fjórtánhundruð sinnum fallegri en hann sjálfur. Hugh Grant er ekki góður leikari og þetta virkaði síðast hjá honum fyrir áratug síðan en hann gefst ekki upp. Meðleikkona hans í Music and Lyrics, Drew Barrymore, er líka sjóuð í rómantískum gamanmyndum og ágætlega fyndin ennþá. Í kringum þetta óvænta par, útbrunna poppstjörnu og unga konu með munnræpu og rithöfundadrauma, er líka slatti af kunnuglegum andlitum frá Hollywood. Þar er líka eitt nýstirnið til, leikkonan Haley Bennet sem stendur sig vel í rullu ljóshærðu poppgyðjunnar og dillibossans Coru Corman. Söguþráðurinn er álíka fyrirsjáanlegur og síðustu forsetakosningar en umhverfi myndarinnar er harður og yfirborðslegur tónlistar- og afþreyingarbransi sem mátulega mikið grín er gert að. Svo eru eðlilega tónlistaratriði í myndinni þar sem upprunalegt markmið skötuhjúanna er að semja frábært popplag um ástina. Til að gera langa sögu stutta þá er þetta ósköp sæt og metnaðarlítil mynd með afar klassískan boðskap um að maður eigi bara að vera maður sjálfur og fylgja hjartanu því þá verði maður hamingjusamur og frægur. Leikararnir gera hvað þeir geta úr rislitlu handriti, hr. Grant meira að segja syngur og dansar – sem kannski var helsta ögrunin þetta árið? Senurnar eru ekkert augnayndi né eftirminnilegar, þetta er til dæmis ekki týpísk New York-mynd þótt hún eigi að gerast þar. Það má alveg flissa yfir þessu en þá myndi ég frekar gera það eitthvert þynnkulegt og drýldið síðdegi í sófanum heima. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja af hverju Hugh Grant nennir að gera bíómyndir. Hann leikur jú ávallt sömu persónuna, taugaveiklaðan, vandræðalegan en hnyttinn Breta sem lendir í ástarævintýri með konu sem er fjórtánhundruð sinnum fallegri en hann sjálfur. Hugh Grant er ekki góður leikari og þetta virkaði síðast hjá honum fyrir áratug síðan en hann gefst ekki upp. Meðleikkona hans í Music and Lyrics, Drew Barrymore, er líka sjóuð í rómantískum gamanmyndum og ágætlega fyndin ennþá. Í kringum þetta óvænta par, útbrunna poppstjörnu og unga konu með munnræpu og rithöfundadrauma, er líka slatti af kunnuglegum andlitum frá Hollywood. Þar er líka eitt nýstirnið til, leikkonan Haley Bennet sem stendur sig vel í rullu ljóshærðu poppgyðjunnar og dillibossans Coru Corman. Söguþráðurinn er álíka fyrirsjáanlegur og síðustu forsetakosningar en umhverfi myndarinnar er harður og yfirborðslegur tónlistar- og afþreyingarbransi sem mátulega mikið grín er gert að. Svo eru eðlilega tónlistaratriði í myndinni þar sem upprunalegt markmið skötuhjúanna er að semja frábært popplag um ástina. Til að gera langa sögu stutta þá er þetta ósköp sæt og metnaðarlítil mynd með afar klassískan boðskap um að maður eigi bara að vera maður sjálfur og fylgja hjartanu því þá verði maður hamingjusamur og frægur. Leikararnir gera hvað þeir geta úr rislitlu handriti, hr. Grant meira að segja syngur og dansar – sem kannski var helsta ögrunin þetta árið? Senurnar eru ekkert augnayndi né eftirminnilegar, þetta er til dæmis ekki týpísk New York-mynd þótt hún eigi að gerast þar. Það má alveg flissa yfir þessu en þá myndi ég frekar gera það eitthvert þynnkulegt og drýldið síðdegi í sófanum heima. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira