Æstur aðdáandi óð í Grande Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. nóvember 2025 10:50 Ariana Grande og Cynthia Erivo heilsuðu aðdáendum í Singapúr. Flestir voru almennilegir en einn missti sig alveg. Getty Ástralskur aðdáandi óð upp að söng- og leikkonunni Ariönu Grande og tók utan um hana í Singapore í gær. Cynthia Erivo, mótleikkona Grande, kom henni til varnar og ýtti manninum frá áður en hann var fjarlægður af vettvangi. Maðurinn gerir markvisst út á það að ryðjast upp á svið til tónlistarmanna eða inn á íþróttaviðburði. Sérstök Asíu-Kyrrahafs-frumsýning var haldin fyrir söngleikjamyndinina Wicked: For Good, framhald Wicked (2024), í skemmtigarði Universal í Singapore í gær. Þegar aðalleikarar myndarinnar gengu eftir rauðum dreglinum, heilsuðu aðdáendum og sátu fyrir á ljósmyndum, stökk maður yfir grindverkið, hljóp í átt að Ariönu Grande, tók utan um hana og hoppaði upp og niður við hlið hennar. Grande sjálf fraus algjörlega en samstarfskona hennar, Cynthia Erivo, var fljót að bregðast við og ýtti honum í burtu. Maðurinn sem um ræðir er Ástralinn Johnson Wen sem kallar sig Pyjaman Man og hefur gert það að vana sínum að trufla hina ýmsu viðburði. Hann deildi sjálfur myndbandi af atvikinu í gær á samfélagsmiðlum. „Kæra Ariana Grande, takk fyrir að leyfa mér að hoppa á gula dregilinn með þér,“ skrifaði hann við myndbandið. Í öðrum myndböndum af vettvangi sést þegar öryggisgæsla staðarins handsamaði Wen og henti honum af viðburðinum. Hann sagðist sjálfur vera „frjáls“ úr haldi en ekki liggur fyrir hvort hann verði lögsóttur fyrir gjörninginn. Hvorki Grande né Erivo hafa tjáð sig um málið. View this post on Instagram A post shared by Pyjama Man (@pyjamamann) Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Wen gerir eitthvað svona lagað, hann hefur verið uppvís um sambærileg atvik gegnum tíðina og truflaði hann nýverið tónleika hjá bæði Katy Perry og Weeknd í Ástralíu. Þá hljóp hann inn á hlaupabrautina í úrslitum hundrað metra hlaups á Ólympíuleikunum í París í fyrra og úrlist heimsmeistarakeppninnar í krikketi árið 2023. Wicked: For Good verður frumsýnd hérlendis 20. nóvember næstkomandi. Hún segir seinni hluta sögunnar um Glindu og Elphöbu. Hollywood Bandaríkin Singapúr Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Sérstök Asíu-Kyrrahafs-frumsýning var haldin fyrir söngleikjamyndinina Wicked: For Good, framhald Wicked (2024), í skemmtigarði Universal í Singapore í gær. Þegar aðalleikarar myndarinnar gengu eftir rauðum dreglinum, heilsuðu aðdáendum og sátu fyrir á ljósmyndum, stökk maður yfir grindverkið, hljóp í átt að Ariönu Grande, tók utan um hana og hoppaði upp og niður við hlið hennar. Grande sjálf fraus algjörlega en samstarfskona hennar, Cynthia Erivo, var fljót að bregðast við og ýtti honum í burtu. Maðurinn sem um ræðir er Ástralinn Johnson Wen sem kallar sig Pyjaman Man og hefur gert það að vana sínum að trufla hina ýmsu viðburði. Hann deildi sjálfur myndbandi af atvikinu í gær á samfélagsmiðlum. „Kæra Ariana Grande, takk fyrir að leyfa mér að hoppa á gula dregilinn með þér,“ skrifaði hann við myndbandið. Í öðrum myndböndum af vettvangi sést þegar öryggisgæsla staðarins handsamaði Wen og henti honum af viðburðinum. Hann sagðist sjálfur vera „frjáls“ úr haldi en ekki liggur fyrir hvort hann verði lögsóttur fyrir gjörninginn. Hvorki Grande né Erivo hafa tjáð sig um málið. View this post on Instagram A post shared by Pyjama Man (@pyjamamann) Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Wen gerir eitthvað svona lagað, hann hefur verið uppvís um sambærileg atvik gegnum tíðina og truflaði hann nýverið tónleika hjá bæði Katy Perry og Weeknd í Ástralíu. Þá hljóp hann inn á hlaupabrautina í úrslitum hundrað metra hlaups á Ólympíuleikunum í París í fyrra og úrlist heimsmeistarakeppninnar í krikketi árið 2023. Wicked: For Good verður frumsýnd hérlendis 20. nóvember næstkomandi. Hún segir seinni hluta sögunnar um Glindu og Elphöbu.
Hollywood Bandaríkin Singapúr Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira