Minnist náins kollega og elskhuga Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. október 2025 13:12 Woody Allen og Diane Keaton sem Boris og Sonja í grínmyndinni Love and Death frá 1975. Getty Leikstjórinn Woody Allen hefur skrifað fallega minningargrein um leikkonuna Diane Keaton, sem lést um helgina, en þau unnu náið saman að átta kvikmyndum. Allen segir Keaton hafa verið ólíka nokkrum öðrum sem plánetan jörð hefur kynnst. Diane Keaton lést á laugardaginn 11. október í Los Angeles í Kaliforníu. Dánarorsök hennar hefur ekki enn verið kunngjörð en heilsu hennar hafði hrakað mikið undanfarna mánuði samkvæmt bandarískum fjölmiðlum. Sjá einnig: Diane Keaton er látin Fjöldi fólks hefur minnst Keaton og biðu margir eftir því að Woody Allen, hennar nánasti samstarfsfélagi, myndi tjá sig um fráfall hennar. Hann gerði það skömmu eftir miðnætti í nótt með minningaresseyju á vefmiðlinum The Free Press. „Það er málfræðilega rangt að segja „einstökust“ en allar málfræðireglur, og í raun allt annað, eru afnumdar þegar talað er um Diane Keaton. Ólík nokkrum öðrum sem plánetan hefur upplifað eða mun fá að sjá að nýju, andlit hennar og hlátur lýstu upp hver rými sem hún kom inn í,“ segir Allen í upphafsorðum minningarorðanna. Munaði litlu að Keaton væri of hávaxin „Ég sá renglulega fegurð hennar fyrst í áheyrnarprufu og hugsaði: „Ef Stikilberja-Finnur væri gullfalleg ung kona, væri hann Keaton“. Nýkomin frá Orange-sýslu flaug hún til Manhattan til að leika, fá vinnu í fatahengi og var ráðin í lítið hlutverk í söngleiknum Hair, sem hún fékk á endanum aðalhlutverkið í,“ skrifar hann um Keaton. Allen minnist þess síðan þegar þau Keaton hittust fyrst árið 1969 þegar Allen og framleiðandinn David Merrick voru að ráða leikkonur fyrir leikrit Allen, Play It Again, Sam. Leiklistarkennarinn Sandy Meisner hafði bent Merrick á upprennandi leikkonuna Keaton sem kom í prufu. Allen og Keaton unnu saman að átta kvikmyndum frá 1972 til 1993. Þau voru jafnramt par í stutta stund á áttunda áratugnum.Getty „Hún kom inn, las fyrir okkur og við lágum báðir kylliflatir. Eini gallinn var að hún virtist hávaxnari en ég og við vildum ekki að það yrði hluti af gríninu. Eins og tveir skólakrakkar stóðum við bak í bak á sviði Morosco-leikhússins og mældum okkur. Sem betur fer vorum við jafnhá og Merrick réði hana,“ skrifar Allen. Allen lýsir síðan vandræðum þeirra tveggja við að tengjast í byrjun æfinga fyrir leikritið. „Hún var feimin, ég var feiminn og hjá tveimur feimnum manneskjum geta hlutirnir orðið ansi daufir,“ skrifar Allen í greininni. Allt breyttist þó þegar þau borðuðu saman í einni pásunni. „Hún var svo sjarmerandi, svo falleg, svo töfrandi, að ég efaðist um geðheilsu mína. Ég hugsaði: Gæti ég hafa orðið ástfanginn svona hratt?,“ skrifar Allen um atvikið. Þegar leiksýningin var frumsýnd voru þau orðin par og Keaton átti eftir að verða einn nánasti samstarfsmaður hans á ferlinum. Þau unnu saman að átta myndum, þar af sex myndum yfir sjö ára tímabil á áttunda áratugnum. Fallegur „durgur“ varð verðlaunaleikkona og tískuíkon Fyrsta kvikmynd Allen og Keaton saman var einmitt aðlögun á Play It Again, Sam (1972) að skjánum. Síðan leikstýrði Allen henni í Sleeper (1973) og Love and Death (1975) áður en þau slógu bæði í gegn í myndinni Annie Hall (1977) sem er gjarnan flokkuð sem besta mynd Allen. Keaton hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni. „Eftir því sem tíminn leið gerði ég myndir fyrir einn áhorfanda, Diane Keaton,“ skrifar Allen í greininni. „Ég las ekki einn dóm um verk mín, eina sem skipti mig máli var það sem Keaton hafði að segja um þau.“ Áfram unnu þau saman, hin þunga Interiors (1978) var margtilnefnd til Óskarsverðlauna og síðasta mynd þeirra saman í smá tíma var svo Manhattan (1979). Henni var mjög vel tekið á sínum tíma en hefur elst heldur illa í ljósi alls sem hefur gerst síðan í lífi Allen. Karakter Allen í myndinni deitar sautján ára stúlku, sem Mariel Hemingway lék. Allen hrósar Keaton í greininni einnig fyrir hæfileika utan leiklistarinnar, sem rithöfundar, ljósmyndara, innanhúshönnuðar, leikstjóra og gagnrýnanda. Allen rifjar upp fjölda minninga af þeim saman og fer fögrum orðum um Keaton. Wooyd Allen og Diane Keaton við tökur í Annie Hall og hún í hinum íkóniska búning.Getty „Þessi fallegi durgur átti eftir að verða verðlaunaleikkona og fágað tískuíkon,“ skrifar Allen. „Við áttum nokkur frábær persónuleg ár saman og á endanum fórum við hvert í sína áttina og ástæðan fyrir því að leiðir skildu gætu einungis Guð og Freud vitað.“ Eftir að þau hættu saman og Allen tók saman með Miu Farrow þá leikstýrði hann Keaton í Radio Days (1987) og Manhattan Murder Mystery (1993) „Fyrir nokkrum dögum var heimurinn staður sem innihélt Diane Keaton. Nú er hann heimur sem gerir það ekki. Þar af leiðandi er þetta drungalegri heimur. Samt sem áður eru myndir hennar enn til og hennar frábæri hlátur ómar enn í höfði mínu,“ skrifar hann að lokum. Sagðist trúa Allen Allen hefur verið umdeild fígúra í Hollywood í kjölfar sambands hans og Soon-Yi Previn. Allen átti í sambandi með Miu Farrow frá 1980 til 1992 og kynntist Previn, ættleiddri dóttur Farrow, á því tímabili. Hún var ættleidd dóttur Miu Farrow sem Allen átti í sambandi með. Þegar Previn var 22 ára hóf hún samband með hinum 56 ára Allen sem var þá enn giftur Farrow. Allen og Farrow skildu í kjölfarið og í miðjum skilnðinum hélt Farrow því fram að Allen hefði brotið kynferðislega á barnungri dóttur þeirra, Dylan Farrow. Allen hefur alla tíð neitað ásökununum en þær komu aftur upp á yfirborðið þegar #MeToo-bylgjan reið yfir sem varð til þess að Keaton varði Allen opinberlega á samfélagsmiðlum. „Woody Allen er vinur minn og ég trúi honum enn,“ skrifaði hún þá. Einnig hvatti hún fólk til að horfa á viðtal 60 Minutes við Allen frá því þegar málið kom fyrst upp 1992. Allen veitti Keaton æviverðlaun AFI árið 2017 og sagði þá: „Mikið af því sem ég hef afrekað á ævinni skulda ég, sannarlega, henni. Hafandi séð lífið gegnum hennar augu. Hún er sannarlega mögnuð. Þetta er kona sem er frábær í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Lífið Fleiri fréttir Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Diane Keaton lést á laugardaginn 11. október í Los Angeles í Kaliforníu. Dánarorsök hennar hefur ekki enn verið kunngjörð en heilsu hennar hafði hrakað mikið undanfarna mánuði samkvæmt bandarískum fjölmiðlum. Sjá einnig: Diane Keaton er látin Fjöldi fólks hefur minnst Keaton og biðu margir eftir því að Woody Allen, hennar nánasti samstarfsfélagi, myndi tjá sig um fráfall hennar. Hann gerði það skömmu eftir miðnætti í nótt með minningaresseyju á vefmiðlinum The Free Press. „Það er málfræðilega rangt að segja „einstökust“ en allar málfræðireglur, og í raun allt annað, eru afnumdar þegar talað er um Diane Keaton. Ólík nokkrum öðrum sem plánetan hefur upplifað eða mun fá að sjá að nýju, andlit hennar og hlátur lýstu upp hver rými sem hún kom inn í,“ segir Allen í upphafsorðum minningarorðanna. Munaði litlu að Keaton væri of hávaxin „Ég sá renglulega fegurð hennar fyrst í áheyrnarprufu og hugsaði: „Ef Stikilberja-Finnur væri gullfalleg ung kona, væri hann Keaton“. Nýkomin frá Orange-sýslu flaug hún til Manhattan til að leika, fá vinnu í fatahengi og var ráðin í lítið hlutverk í söngleiknum Hair, sem hún fékk á endanum aðalhlutverkið í,“ skrifar hann um Keaton. Allen minnist þess síðan þegar þau Keaton hittust fyrst árið 1969 þegar Allen og framleiðandinn David Merrick voru að ráða leikkonur fyrir leikrit Allen, Play It Again, Sam. Leiklistarkennarinn Sandy Meisner hafði bent Merrick á upprennandi leikkonuna Keaton sem kom í prufu. Allen og Keaton unnu saman að átta kvikmyndum frá 1972 til 1993. Þau voru jafnramt par í stutta stund á áttunda áratugnum.Getty „Hún kom inn, las fyrir okkur og við lágum báðir kylliflatir. Eini gallinn var að hún virtist hávaxnari en ég og við vildum ekki að það yrði hluti af gríninu. Eins og tveir skólakrakkar stóðum við bak í bak á sviði Morosco-leikhússins og mældum okkur. Sem betur fer vorum við jafnhá og Merrick réði hana,“ skrifar Allen. Allen lýsir síðan vandræðum þeirra tveggja við að tengjast í byrjun æfinga fyrir leikritið. „Hún var feimin, ég var feiminn og hjá tveimur feimnum manneskjum geta hlutirnir orðið ansi daufir,“ skrifar Allen í greininni. Allt breyttist þó þegar þau borðuðu saman í einni pásunni. „Hún var svo sjarmerandi, svo falleg, svo töfrandi, að ég efaðist um geðheilsu mína. Ég hugsaði: Gæti ég hafa orðið ástfanginn svona hratt?,“ skrifar Allen um atvikið. Þegar leiksýningin var frumsýnd voru þau orðin par og Keaton átti eftir að verða einn nánasti samstarfsmaður hans á ferlinum. Þau unnu saman að átta myndum, þar af sex myndum yfir sjö ára tímabil á áttunda áratugnum. Fallegur „durgur“ varð verðlaunaleikkona og tískuíkon Fyrsta kvikmynd Allen og Keaton saman var einmitt aðlögun á Play It Again, Sam (1972) að skjánum. Síðan leikstýrði Allen henni í Sleeper (1973) og Love and Death (1975) áður en þau slógu bæði í gegn í myndinni Annie Hall (1977) sem er gjarnan flokkuð sem besta mynd Allen. Keaton hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni. „Eftir því sem tíminn leið gerði ég myndir fyrir einn áhorfanda, Diane Keaton,“ skrifar Allen í greininni. „Ég las ekki einn dóm um verk mín, eina sem skipti mig máli var það sem Keaton hafði að segja um þau.“ Áfram unnu þau saman, hin þunga Interiors (1978) var margtilnefnd til Óskarsverðlauna og síðasta mynd þeirra saman í smá tíma var svo Manhattan (1979). Henni var mjög vel tekið á sínum tíma en hefur elst heldur illa í ljósi alls sem hefur gerst síðan í lífi Allen. Karakter Allen í myndinni deitar sautján ára stúlku, sem Mariel Hemingway lék. Allen hrósar Keaton í greininni einnig fyrir hæfileika utan leiklistarinnar, sem rithöfundar, ljósmyndara, innanhúshönnuðar, leikstjóra og gagnrýnanda. Allen rifjar upp fjölda minninga af þeim saman og fer fögrum orðum um Keaton. Wooyd Allen og Diane Keaton við tökur í Annie Hall og hún í hinum íkóniska búning.Getty „Þessi fallegi durgur átti eftir að verða verðlaunaleikkona og fágað tískuíkon,“ skrifar Allen. „Við áttum nokkur frábær persónuleg ár saman og á endanum fórum við hvert í sína áttina og ástæðan fyrir því að leiðir skildu gætu einungis Guð og Freud vitað.“ Eftir að þau hættu saman og Allen tók saman með Miu Farrow þá leikstýrði hann Keaton í Radio Days (1987) og Manhattan Murder Mystery (1993) „Fyrir nokkrum dögum var heimurinn staður sem innihélt Diane Keaton. Nú er hann heimur sem gerir það ekki. Þar af leiðandi er þetta drungalegri heimur. Samt sem áður eru myndir hennar enn til og hennar frábæri hlátur ómar enn í höfði mínu,“ skrifar hann að lokum. Sagðist trúa Allen Allen hefur verið umdeild fígúra í Hollywood í kjölfar sambands hans og Soon-Yi Previn. Allen átti í sambandi með Miu Farrow frá 1980 til 1992 og kynntist Previn, ættleiddri dóttur Farrow, á því tímabili. Hún var ættleidd dóttur Miu Farrow sem Allen átti í sambandi með. Þegar Previn var 22 ára hóf hún samband með hinum 56 ára Allen sem var þá enn giftur Farrow. Allen og Farrow skildu í kjölfarið og í miðjum skilnðinum hélt Farrow því fram að Allen hefði brotið kynferðislega á barnungri dóttur þeirra, Dylan Farrow. Allen hefur alla tíð neitað ásökununum en þær komu aftur upp á yfirborðið þegar #MeToo-bylgjan reið yfir sem varð til þess að Keaton varði Allen opinberlega á samfélagsmiðlum. „Woody Allen er vinur minn og ég trúi honum enn,“ skrifaði hún þá. Einnig hvatti hún fólk til að horfa á viðtal 60 Minutes við Allen frá því þegar málið kom fyrst upp 1992. Allen veitti Keaton æviverðlaun AFI árið 2017 og sagði þá: „Mikið af því sem ég hef afrekað á ævinni skulda ég, sannarlega, henni. Hafandi séð lífið gegnum hennar augu. Hún er sannarlega mögnuð. Þetta er kona sem er frábær í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Lífið Fleiri fréttir Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira