Er Framsókn korktappinn í hafinu? Árni Páll Árnason skrifar 9. mars 2007 05:00 Það fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér hvort hægt sé að segja hvað sem er í stjórnmálaumræðunni, án þess að það hafi nokkra þýðingu. Í ræðu Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokksins, á föstudag sagði hann stjórnarandstöðuna ætla að efna til eyðsluveislu á kostnað almennings og hún stefndi að því að rústa ríkissjóð á mettíma. Engin rök voru færð fram fyrir þessari fullyrðingu. Það er Framsóknarflokkurinn sem lofar nú milljónatugum og hundruðum á báðar hendur, ekki Samfylkingin. Jón Sigurðsson er of merkilegur maður til að færa stjórnmálaumræðuna niður á þetta plan. Mesta athygli vekur samt falsettudúett Sivjar Friðleifsdóttur og Jóns. Siv setti fram hótun í garð samstarfsflokksins um stjórnarslit ef ekki yrði sett ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Jón hefur síðan verið óþreytandi að halda því fram að Siv hafi sagt eitthvað allt annað en hún sagði. Siv sagði að „ef að við náum ekki að klára það, að þá geti það haft áhrif á þetta ágæta stjórnarsamstarf, að það geti trosnað verulega þannig að við ef til vill sjáum hér þá einhvers konar minni hlutastjórn eða starfsstjórn fram að kosningum“. Þessi orð eru hótun um stjórnarslit en ekki lýsing á alvöru málsins eða áhyggjum af málinu eða lýsing á einurð framsóknarmanna, eins og Jón Sigurðsson sagði í Silfri Egils á sunnudag. Það er Framsóknarflokknum til minnkunar að spila út stórum yfirlýsingum og vera svo kominn á harðahlaup frá þeim hálfum sólarhring seinna. Þetta flokksþing bendir til að nú eigi að vinna kosningar út á lýðskrum og yfirboð. Skyndilega á að snúa til baka með framkvæmd þjóðlendulaga, þótt flokkurinn hafi haft til þess öll tækifæri árum saman. Síðan er daðrað við afnám verðtryggingar, sem allir vita að verður ekki hrint í framkvæmd á meðan við notumst við krónuna. Einu sinni vann Framsókn kosningar út á að vera kletturinn í hafinu, táknmynd stöðugleika, raunsæis og yfirvegunar. Þetta flokksþing bendir til að Framsókn ætli sér það hlutskipti að verða korktappinn í hafinu. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þessi orð eru hótun um stjórnarslit en ekki lýsing á alvöru málsins eða áhyggjum af málinu eða lýsing á einurð framsóknarmanna, eins og Jón Sigurðsson sagði í Silfri Egils á sunnudag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér hvort hægt sé að segja hvað sem er í stjórnmálaumræðunni, án þess að það hafi nokkra þýðingu. Í ræðu Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokksins, á föstudag sagði hann stjórnarandstöðuna ætla að efna til eyðsluveislu á kostnað almennings og hún stefndi að því að rústa ríkissjóð á mettíma. Engin rök voru færð fram fyrir þessari fullyrðingu. Það er Framsóknarflokkurinn sem lofar nú milljónatugum og hundruðum á báðar hendur, ekki Samfylkingin. Jón Sigurðsson er of merkilegur maður til að færa stjórnmálaumræðuna niður á þetta plan. Mesta athygli vekur samt falsettudúett Sivjar Friðleifsdóttur og Jóns. Siv setti fram hótun í garð samstarfsflokksins um stjórnarslit ef ekki yrði sett ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Jón hefur síðan verið óþreytandi að halda því fram að Siv hafi sagt eitthvað allt annað en hún sagði. Siv sagði að „ef að við náum ekki að klára það, að þá geti það haft áhrif á þetta ágæta stjórnarsamstarf, að það geti trosnað verulega þannig að við ef til vill sjáum hér þá einhvers konar minni hlutastjórn eða starfsstjórn fram að kosningum“. Þessi orð eru hótun um stjórnarslit en ekki lýsing á alvöru málsins eða áhyggjum af málinu eða lýsing á einurð framsóknarmanna, eins og Jón Sigurðsson sagði í Silfri Egils á sunnudag. Það er Framsóknarflokknum til minnkunar að spila út stórum yfirlýsingum og vera svo kominn á harðahlaup frá þeim hálfum sólarhring seinna. Þetta flokksþing bendir til að nú eigi að vinna kosningar út á lýðskrum og yfirboð. Skyndilega á að snúa til baka með framkvæmd þjóðlendulaga, þótt flokkurinn hafi haft til þess öll tækifæri árum saman. Síðan er daðrað við afnám verðtryggingar, sem allir vita að verður ekki hrint í framkvæmd á meðan við notumst við krónuna. Einu sinni vann Framsókn kosningar út á að vera kletturinn í hafinu, táknmynd stöðugleika, raunsæis og yfirvegunar. Þetta flokksþing bendir til að Framsókn ætli sér það hlutskipti að verða korktappinn í hafinu. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þessi orð eru hótun um stjórnarslit en ekki lýsing á alvöru málsins eða áhyggjum af málinu eða lýsing á einurð framsóknarmanna, eins og Jón Sigurðsson sagði í Silfri Egils á sunnudag.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar