Hafði fregnir af sköpunargleði og náttúrufegurð 21. febrúar 2007 03:15 Lisa leggur áherslu á orð sín í Salnum í Kópavogi í gær, en þar ræddi hún kauphegðun kvenna og hvernig best væri að koma skilaboðum til kvenna. Hún segir konur kröfuharðari en karla og því skipti miklu að vel takist upp í auglýsingum eigi þær að grípa hug þeirra. MYND/Pjetur Konur eru kröfuharðari markhópur og þess vegna borgar sig að miða markaðssetningu við þær. „Vörumerkin verða ekki kvenlegri fyrir vikið heldur sterkari," segir Lisa Johnsons, frumkvöðull í markaðsrannsóknum og annar höfunda metsölubókarinnar „Don't Think Pink". Lisa hélt fyrirlestur í Salnum í Kópavogi í gær. Hún er bandarísk og var hér í sinni fyrstu heimsókn. Aukinheldur segir Lisa að vegna þess að konur stýri oft innkaupum bæði á heimilum og í fyrirtækjum borgi sig að höfða til þeirra í auglýsingum. „Oft á tíðum eru konur ekki bara að kaupa fyrir sjálfar sig, heldur líka fyrir börnin, eiginmanninn og aldraða foreldra. Svo er það líka oft þannig að þótt fólk ákveði innkaupin sameiginlega sér konan um að kanna kostina og vinsa úr lokavalkosti." Vel sóttur fyrirlestur. Salurinn var þétt setinn á fyrirlestri Lisu Johnson í Salnum í Kópavogi í gær. Samtök verslunar og þjónustu og Félag kvenna í atvinnurekstri stóðu fyrir samkomunni. MYND/Pjetur Að sögn Lisu standa mörg fyrirtæki sig mun betur en áður í því að höfða til kvenna með auglýsingum sínum. „Sérstaklega hefur orðið þar breyting á síðustu fimm árin eða svo. Almennt séð hafa stærstu mistökin ekki verið að auglýsingar hafi verið niðrandi eða móðgandi, þótt ekki sé hægt að neita því að dæmi eru um slíkt, heldur hafa þær bara verið svo leiðinlegar. Hvar er tónlistin, kímnigáfan og skilaboðin sem hjálpa konum að samsama sig þessum auglýsingum," segir hún og nefnir snyrtivörufyrirtækið Dove sérstaklega sem dæmi um fyrirtæki sem tekist hafi vel upp í að fanga hug og hjörtu kvenna, til dæmis með „Real beauty" auglýsingaherferð sinni. Lisa segist afar ánægð yfir að hafa fengið tækifæri til að sækja landið heim og hafi hlakkað mikið til fararinnar. „Eftir að ég tók að skipuleggja för mína hingað sendi ég svona fyrirspurnir út í tengslanetið hjá mér og ræddi við vini og samstarfsfólk sem hingað hafði komið. Mér var þá sagt frá einstakri náttúrufegurð sem hér væri að finna og af tískumeðvitund fólksins. Eins var oft talað um sköpunargleðina sem einkenndi Íslendinga. Ég er þess fullviss að ferð mín til Íslands verður bæði fróðleg og lærdómsrík, bæði hvað störf mín varðar og eins persónulega." Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Konur eru kröfuharðari markhópur og þess vegna borgar sig að miða markaðssetningu við þær. „Vörumerkin verða ekki kvenlegri fyrir vikið heldur sterkari," segir Lisa Johnsons, frumkvöðull í markaðsrannsóknum og annar höfunda metsölubókarinnar „Don't Think Pink". Lisa hélt fyrirlestur í Salnum í Kópavogi í gær. Hún er bandarísk og var hér í sinni fyrstu heimsókn. Aukinheldur segir Lisa að vegna þess að konur stýri oft innkaupum bæði á heimilum og í fyrirtækjum borgi sig að höfða til þeirra í auglýsingum. „Oft á tíðum eru konur ekki bara að kaupa fyrir sjálfar sig, heldur líka fyrir börnin, eiginmanninn og aldraða foreldra. Svo er það líka oft þannig að þótt fólk ákveði innkaupin sameiginlega sér konan um að kanna kostina og vinsa úr lokavalkosti." Vel sóttur fyrirlestur. Salurinn var þétt setinn á fyrirlestri Lisu Johnson í Salnum í Kópavogi í gær. Samtök verslunar og þjónustu og Félag kvenna í atvinnurekstri stóðu fyrir samkomunni. MYND/Pjetur Að sögn Lisu standa mörg fyrirtæki sig mun betur en áður í því að höfða til kvenna með auglýsingum sínum. „Sérstaklega hefur orðið þar breyting á síðustu fimm árin eða svo. Almennt séð hafa stærstu mistökin ekki verið að auglýsingar hafi verið niðrandi eða móðgandi, þótt ekki sé hægt að neita því að dæmi eru um slíkt, heldur hafa þær bara verið svo leiðinlegar. Hvar er tónlistin, kímnigáfan og skilaboðin sem hjálpa konum að samsama sig þessum auglýsingum," segir hún og nefnir snyrtivörufyrirtækið Dove sérstaklega sem dæmi um fyrirtæki sem tekist hafi vel upp í að fanga hug og hjörtu kvenna, til dæmis með „Real beauty" auglýsingaherferð sinni. Lisa segist afar ánægð yfir að hafa fengið tækifæri til að sækja landið heim og hafi hlakkað mikið til fararinnar. „Eftir að ég tók að skipuleggja för mína hingað sendi ég svona fyrirspurnir út í tengslanetið hjá mér og ræddi við vini og samstarfsfólk sem hingað hafði komið. Mér var þá sagt frá einstakri náttúrufegurð sem hér væri að finna og af tískumeðvitund fólksins. Eins var oft talað um sköpunargleðina sem einkenndi Íslendinga. Ég er þess fullviss að ferð mín til Íslands verður bæði fróðleg og lærdómsrík, bæði hvað störf mín varðar og eins persónulega."
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira