Ef krónan væri bíll 14. febrúar 2007 00:01 Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. Skoðanir, sem koma fram í greininni, eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabanka Íslands. Ef íslenska krónan væri bíll þá væri hún Austin Mini. Við Íslendingar höfum verið nokkuð ánægð með litla bílinn okkar. Hann hefur gert okkur kleift að skáskjóta okkur í gegnum traffíkina á aðreininni og komast út á hraðbrautina. Á undanförnum árum höfum við brunað hratt fram hjá öðrum þjóðum sem hafa setið fastar í umferðinni og gefið lítið fyrir þau aðvörunarmerki sem Seðlabankinn og aðrir hafa sett upp. Á síðasta ári lentum við hins vegar í árekstri og eins og oft vill verða með litla fólksbíla þá varð tjónið töluvert. Sú umræða hefur því farið vaxandi að rétt sé að skipta krónubílnum út fyrir annan stærri og öruggari. Flestum hefur verið starsýnt á evruna. Skoðanir virðast hins vegar skiptar um hvers konar bíll evran sé. Sumir virðast telja að evru-bíllinn sé Land Cruiser sem hæfi betur íslenskri þjóð í útrás. Hann sé rúmbetri, láti betur að stjórn og geri okkur kleift að halda fyrri hraða en á öruggari hátt. Í mínum huga er hins vegar ljóst að ef að evran væri bíll þá væri hún strætó. Með upptöku evrunnar værum við að leggja litla fólksbílnum, ganga um borð í strætó og láta aðra um aksturinn. Það liggur fyrir að þessum valkosti fylgja ýmsir kostir, m.a. lægri rekstrarkostnaður og minni hætta á árekstrum. Á sama tíma er ljóst að strætóbílstjórinn þarf að haga akstrinum eftir óskum allra farþeganna. Við þurfum því að sætta okkur við að leið strætósins liggur stundum fjarri okkar heimahögum og ef til vill gætum við orðið lengur að komast á okkar áfangastað. Það er þó ekki víst m.a. vegna þess að eftir því sem fleiri þjóðir velja að leggja bifreiðum sínum og ganga um borð í strætóinn þeim mun greiðfærari verða göturnar. Sumir virðast halda að við Íslendingar getum svindlað okkur um borð í strætóinn en menn ættu að vita að án aðgöngumiða er líklegt að fyrr eða síðar þyrftum við að ganga niðurlægðir frá borði og við tæki hægfara fótgangandi leit að nýju ökutæki. Íslendingar standa því frammi fyrir einföldu vali. Ætlum við að halda okkur við litla krónubílinn eða ganga um borð í evrustrætóinn? Á undanförnum árum hefur íslenska þjóðin verið eins og unglingsstrákur sem er nýkominn með bílpróf. Við höfum ekið alltof hratt, hunsað öll viðvörunarljós og eftir situr krónubíllinn laskaður og lætur illa að stjórn. Treystum við okkur til að læra af reynslunni og verða ábyrgðarfyllri ökumenn? Eða eigum við bara að leggja bílnum og láta aðra um aksturinn? Héðan og þaðan Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Ef íslenska krónan væri bíll þá væri hún Austin Mini. Við Íslendingar höfum verið nokkuð ánægð með litla bílinn okkar. Hann hefur gert okkur kleift að skáskjóta okkur í gegnum traffíkina á aðreininni og komast út á hraðbrautina. Á undanförnum árum höfum við brunað hratt fram hjá öðrum þjóðum sem hafa setið fastar í umferðinni og gefið lítið fyrir þau aðvörunarmerki sem Seðlabankinn og aðrir hafa sett upp. Á síðasta ári lentum við hins vegar í árekstri og eins og oft vill verða með litla fólksbíla þá varð tjónið töluvert. Sú umræða hefur því farið vaxandi að rétt sé að skipta krónubílnum út fyrir annan stærri og öruggari. Flestum hefur verið starsýnt á evruna. Skoðanir virðast hins vegar skiptar um hvers konar bíll evran sé. Sumir virðast telja að evru-bíllinn sé Land Cruiser sem hæfi betur íslenskri þjóð í útrás. Hann sé rúmbetri, láti betur að stjórn og geri okkur kleift að halda fyrri hraða en á öruggari hátt. Í mínum huga er hins vegar ljóst að ef að evran væri bíll þá væri hún strætó. Með upptöku evrunnar værum við að leggja litla fólksbílnum, ganga um borð í strætó og láta aðra um aksturinn. Það liggur fyrir að þessum valkosti fylgja ýmsir kostir, m.a. lægri rekstrarkostnaður og minni hætta á árekstrum. Á sama tíma er ljóst að strætóbílstjórinn þarf að haga akstrinum eftir óskum allra farþeganna. Við þurfum því að sætta okkur við að leið strætósins liggur stundum fjarri okkar heimahögum og ef til vill gætum við orðið lengur að komast á okkar áfangastað. Það er þó ekki víst m.a. vegna þess að eftir því sem fleiri þjóðir velja að leggja bifreiðum sínum og ganga um borð í strætóinn þeim mun greiðfærari verða göturnar. Sumir virðast halda að við Íslendingar getum svindlað okkur um borð í strætóinn en menn ættu að vita að án aðgöngumiða er líklegt að fyrr eða síðar þyrftum við að ganga niðurlægðir frá borði og við tæki hægfara fótgangandi leit að nýju ökutæki. Íslendingar standa því frammi fyrir einföldu vali. Ætlum við að halda okkur við litla krónubílinn eða ganga um borð í evrustrætóinn? Á undanförnum árum hefur íslenska þjóðin verið eins og unglingsstrákur sem er nýkominn með bílpróf. Við höfum ekið alltof hratt, hunsað öll viðvörunarljós og eftir situr krónubíllinn laskaður og lætur illa að stjórn. Treystum við okkur til að læra af reynslunni og verða ábyrgðarfyllri ökumenn? Eða eigum við bara að leggja bílnum og láta aðra um aksturinn?
Héðan og þaðan Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira