Farsimalagerinn.is í Miðhrauni, sem hóf starfsemi sína í desember síðastliðnum, seldi þúsundasta farsímann 24. janúar síðastliðinn. Jón Valgeir Björnsson, sem festi kaup á síma af gerðinni Nokia 5140i, var við það tilefni leystur út með blómvendi og konfektkassa.
Farsímalagerinn.is er í eigu Strax More Holdings, eins af stærstu dreifingaraðilum farsíma og farsímabúnaðar í Evrópu. Kjartan Örn Sigurðsson er framkvæmdastjóri Farsímalagersins.is.