Skortur á mannréttindum Sigurður T. Sigurðarson skrifar 12. janúar 2007 05:00 Í Fréttablaðinu 6. janúar sl. er grein eftir Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, sem fjallar um grein sem ég skrifaði í sama blað og birtist þremur dögum áður, þar sem ég víti núverandi stjórnarflokka fyrir sinnuleysi í réttindamálum launafólks. Í grein sinni reynir ráðherrann að afsaka sig og sína í Framsóknarflokknum fyrir sinnuleysið og spyr hvað margir samherjar mínir í stjórnmálum hafi setið á stóli félagsmálaráðherra frá því að ILO nr. 158 var samþykkt á Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf 1982. Til upprifjunar nefnir hann Svavar Gestsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Rannveigu Guðmundsdóttur og Guðmund Árna Stefánsson. Ég get upplýst ráðherrann um það að ekkert af þessu fólki eru samherjar mínir og það eru hans eigin hugarórar að tengja mig við það. Ég starfa í verkalýðshreyfingunni og þar hef ég barist fyrir auknum réttindum verkafólks. EinkunnagjöfRáðherrann vill vita hvaða einkunn ég gef fyrrnefndu fólki í réttindamálum launafólks. Því er fljótsvarað að þær eru ekki háar, þó eru þær nokkuð frá því að vera falleinkannir eins og þær sem þrír fyrrverandi félagsmálaráðherrar Framsóknarflokksins fá, þeir Páll Pétursson, Árni Magnússon og Jón Kristjánsson. Það á ekki að koma Magnúsi ráðherra á óvart þó ég minnist á Framsóknarflokkinn þegar rætt er um réttindaleysi launafólks, því hann hefur síðan 1982 átt aðild að öllum ríkisstjórnum, nema Viðeyjarstjórninni. Mér reiknast til að Framsókn hafi setið í ríkisstjórn í 21 ár á síðast liðnum 25 árum og fengið á þeim tíma flest tækifæri allra íslenskra stjórnmálaflokka til að koma ILO-158 á framfæri á Alþingi en gerði það ekki. Magnús, þú átt leik.Ef þú Magnús vilt eiga möguleika á að fá hærri einkunn en kollegar þínir á ráðherrastóli þá verður þú að hafa hraðann á, því tími þinn rennur út í vor. Þú getur viðhaldið lélegri ímynd Framsóknar í réttindamálum launafólks. Þú getur líka söðlað um og bætt þá ímynd með því að leggja til að Alþingi fullgildi ILO-158. Með því leggðir þú þitt af mörkum til að auka réttindi tuga þúsunda launafólks. Þú hlýtur að vera á móti því að fólki sé sagt upp t.d. vegna kynferðis, hörundslitar, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana. Í uppsagnarbréfi er ástæða brottreksturs sjaldan gefin upp. Þar stendur bara: “Þér er hér með sagt upp starfi frá næstu mánaðarmótum með samningsbundnum fyrirvara.” Ekkert annað, aðeins skilyrðislaus brottrekstur og stundum tilboð um áfallahjálp. Finnst þér þetta eðlilegt og finnst þér eðlilegt að stór hópur opinberra starfsmanna búi við allt önnur og betri réttindi í uppsagnarmálum en verkafólk. Magnús, ef þú gerir ekki neitt til að bæta ástandið fer ég að halda að þú sért hlynntur þessu misrétti og gef þér falleinkunn. Kosningar í vorHátt á annan áratug hafa fundir og þing ASÍ samþykkt ályktanir, þar sem skorað er á Alþingi að fullgilda ILO nr. 158. Þessar ályktanir lýsa stefnu Alþýðusambandsins í réttindamálum launafólks. Mér finnst ótrúlegt ef engin þeirra hefur borist til þín. Þú segir í grein þinni að þú minnist þess ekki að réttindi samkvæmt ILO-158 hafi verið forgangskrafa, hvorki Alþýðusambandsins né Verkalýðsfélagsins Hlífar við gerð kjarasamninga. Því er til að svara að í kröfum Hlífar við gerð kjarasamninga við ÍSAL hefur verið krafa um réttindi samkvæmt ILO-158. Hins vegar er það rétt að slík krafa hefur ekki verið forgangskrafa við gerð samninga hjá ASÍ. Um ástæðu þess skaltu spyrja forystumenn Alþýðusambandsins en ekki mig. Við í Verkalýðsfélaginu Hlíf munum áfram, eins og hingað til, berjast fyrir mannréttindum. Sú barátta hefur nú þegar skilað þeim árangri að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur óttast fylgistap ef þeir gera ekki eitthvað í málinu. Kannski reynir Framsókn að fresta andláti sínu með því að skora á Alþingi að löggilda ILO-158. Höfundur er fyrrverandi formaður verkalýðsfélagsins Hlífar Það á ekki að koma Magnúsi ráðherra á óvart þó ég minnist á Framsóknarflokkinn þegar rætt er um réttindaleysi launafólks Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 6. janúar sl. er grein eftir Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, sem fjallar um grein sem ég skrifaði í sama blað og birtist þremur dögum áður, þar sem ég víti núverandi stjórnarflokka fyrir sinnuleysi í réttindamálum launafólks. Í grein sinni reynir ráðherrann að afsaka sig og sína í Framsóknarflokknum fyrir sinnuleysið og spyr hvað margir samherjar mínir í stjórnmálum hafi setið á stóli félagsmálaráðherra frá því að ILO nr. 158 var samþykkt á Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf 1982. Til upprifjunar nefnir hann Svavar Gestsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Rannveigu Guðmundsdóttur og Guðmund Árna Stefánsson. Ég get upplýst ráðherrann um það að ekkert af þessu fólki eru samherjar mínir og það eru hans eigin hugarórar að tengja mig við það. Ég starfa í verkalýðshreyfingunni og þar hef ég barist fyrir auknum réttindum verkafólks. EinkunnagjöfRáðherrann vill vita hvaða einkunn ég gef fyrrnefndu fólki í réttindamálum launafólks. Því er fljótsvarað að þær eru ekki háar, þó eru þær nokkuð frá því að vera falleinkannir eins og þær sem þrír fyrrverandi félagsmálaráðherrar Framsóknarflokksins fá, þeir Páll Pétursson, Árni Magnússon og Jón Kristjánsson. Það á ekki að koma Magnúsi ráðherra á óvart þó ég minnist á Framsóknarflokkinn þegar rætt er um réttindaleysi launafólks, því hann hefur síðan 1982 átt aðild að öllum ríkisstjórnum, nema Viðeyjarstjórninni. Mér reiknast til að Framsókn hafi setið í ríkisstjórn í 21 ár á síðast liðnum 25 árum og fengið á þeim tíma flest tækifæri allra íslenskra stjórnmálaflokka til að koma ILO-158 á framfæri á Alþingi en gerði það ekki. Magnús, þú átt leik.Ef þú Magnús vilt eiga möguleika á að fá hærri einkunn en kollegar þínir á ráðherrastóli þá verður þú að hafa hraðann á, því tími þinn rennur út í vor. Þú getur viðhaldið lélegri ímynd Framsóknar í réttindamálum launafólks. Þú getur líka söðlað um og bætt þá ímynd með því að leggja til að Alþingi fullgildi ILO-158. Með því leggðir þú þitt af mörkum til að auka réttindi tuga þúsunda launafólks. Þú hlýtur að vera á móti því að fólki sé sagt upp t.d. vegna kynferðis, hörundslitar, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana. Í uppsagnarbréfi er ástæða brottreksturs sjaldan gefin upp. Þar stendur bara: “Þér er hér með sagt upp starfi frá næstu mánaðarmótum með samningsbundnum fyrirvara.” Ekkert annað, aðeins skilyrðislaus brottrekstur og stundum tilboð um áfallahjálp. Finnst þér þetta eðlilegt og finnst þér eðlilegt að stór hópur opinberra starfsmanna búi við allt önnur og betri réttindi í uppsagnarmálum en verkafólk. Magnús, ef þú gerir ekki neitt til að bæta ástandið fer ég að halda að þú sért hlynntur þessu misrétti og gef þér falleinkunn. Kosningar í vorHátt á annan áratug hafa fundir og þing ASÍ samþykkt ályktanir, þar sem skorað er á Alþingi að fullgilda ILO nr. 158. Þessar ályktanir lýsa stefnu Alþýðusambandsins í réttindamálum launafólks. Mér finnst ótrúlegt ef engin þeirra hefur borist til þín. Þú segir í grein þinni að þú minnist þess ekki að réttindi samkvæmt ILO-158 hafi verið forgangskrafa, hvorki Alþýðusambandsins né Verkalýðsfélagsins Hlífar við gerð kjarasamninga. Því er til að svara að í kröfum Hlífar við gerð kjarasamninga við ÍSAL hefur verið krafa um réttindi samkvæmt ILO-158. Hins vegar er það rétt að slík krafa hefur ekki verið forgangskrafa við gerð samninga hjá ASÍ. Um ástæðu þess skaltu spyrja forystumenn Alþýðusambandsins en ekki mig. Við í Verkalýðsfélaginu Hlíf munum áfram, eins og hingað til, berjast fyrir mannréttindum. Sú barátta hefur nú þegar skilað þeim árangri að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur óttast fylgistap ef þeir gera ekki eitthvað í málinu. Kannski reynir Framsókn að fresta andláti sínu með því að skora á Alþingi að löggilda ILO-158. Höfundur er fyrrverandi formaður verkalýðsfélagsins Hlífar Það á ekki að koma Magnúsi ráðherra á óvart þó ég minnist á Framsóknarflokkinn þegar rætt er um réttindaleysi launafólks
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar