Æ fleiri nýta sér kosti flugsins 10. janúar 2007 06:00 Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Árið 2006 var gjöfult fyrir Flugfélag Íslands og jókst farþegafjöldi milli ára um átta prósent. Fjöldi farþega í innanlandsflugi fylgir nokkuð vel efnahagssveiflum og því er ekki að undra að farþegafjöldi hafi aukist mest til Egilsstaða á síðasta ári. Hefur hann rúmlega tvöfaldast á fjórum árum: Sextíu þúsund farþegar flugu þangað árið 2002 en við lok síðasta árs voru þeir tæplega 130 þúsund. Aukinn farþegafjölda má að mestu leyti rekja til framkvæmdanna á Austurlandi og hliðaráhrifa þeim tengdum. „Það er augljóst að framkvæmdirnar á Austurlandi hafa haft mikið að segja," segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Hann segir það þó hafa komið á óvart hversu farþegum hafi fjölgað mikið á öðrum flugleiðum. Það telur hann að helst megi rekja til þess að æ fleiri sjái nú kosti flugsins og leyfi sér að nýta þá, auk þess sem innspýtingin í atvinnulífið fyrir austan hafi áhrif víðar en þar. „Farþegum til Akureyrar fjölgaði til að mynda mikið, sem kom skemmtilega á óvart. Það er líka mikið líf á Akureyri um þessar mundir og uppgangur, bæði í mennta- og menningarmálum." Flugfélag Íslands flýgur á sjö áfangastaði innanlands. Flogið er frá Reykjavík til Ísafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða og í október var flug hafið aftur til Vestmannaeyja. Frá Akureyri er svo flogið til Grímseyjar, Vopnafjarðar og á Þórshöfn. Þar að auki er flogið til Grænlands og Færeyja. Þær ferðir segir Árni njóta síaukinna vinsælda. „Samskipti Íslendinga við bæði Færeyinga og Grænlendinga hafa verið að aukast, viðskiptalega og menningarlega séð, á undanförnum árum. Svo virðist því sem Íslendingar séu að uppgötva grannþjóðir sínar." Töluvert hefur verið lagt í markaðsstarf í tengslum við komur erlendra ferðamanna hingað til lands. Það virðist hafa skilað sér vel og er hlutfall erlendra ferðamanna um tólf til fimmtán prósent af heildarfarþegafjölda Flugfélags Íslands og hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum. Þetta segir Árni bæði skýrast af breyttum ferðavenjum og auknum fjölda fólks frá löndum utan Evrópu. „Dvalartími erlendra ferðamanna hefur verið að styttast. Meðal annars þess vegna eru margir, sem vilja sjá sem mest af landinu, sem nýta sér kosti flugsins. Fjölgun ferðamanna frá Japan og Kína hefur líka haft sitt að segja. Þeir eru þekktir fyrir að vilja sjá sem mest á sem skemmstum tíma." Í sumar tekur Flugfélag Íslands upp tvær nýjar flugleiðir og verður í báðum tilfellum flogið þrisvar í viku. Annars vegar verður beint morgunflug í tengslum við millilandabrottfarir í Keflavík og flug seinnipartinn frá Keflavík til Akureyrar. Þar að auki verður í boði beint flug til höfuðborgar Grænlands, Nuuk, sem ekki hefur verið boðið áður. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Árið 2006 var gjöfult fyrir Flugfélag Íslands og jókst farþegafjöldi milli ára um átta prósent. Fjöldi farþega í innanlandsflugi fylgir nokkuð vel efnahagssveiflum og því er ekki að undra að farþegafjöldi hafi aukist mest til Egilsstaða á síðasta ári. Hefur hann rúmlega tvöfaldast á fjórum árum: Sextíu þúsund farþegar flugu þangað árið 2002 en við lok síðasta árs voru þeir tæplega 130 þúsund. Aukinn farþegafjölda má að mestu leyti rekja til framkvæmdanna á Austurlandi og hliðaráhrifa þeim tengdum. „Það er augljóst að framkvæmdirnar á Austurlandi hafa haft mikið að segja," segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Hann segir það þó hafa komið á óvart hversu farþegum hafi fjölgað mikið á öðrum flugleiðum. Það telur hann að helst megi rekja til þess að æ fleiri sjái nú kosti flugsins og leyfi sér að nýta þá, auk þess sem innspýtingin í atvinnulífið fyrir austan hafi áhrif víðar en þar. „Farþegum til Akureyrar fjölgaði til að mynda mikið, sem kom skemmtilega á óvart. Það er líka mikið líf á Akureyri um þessar mundir og uppgangur, bæði í mennta- og menningarmálum." Flugfélag Íslands flýgur á sjö áfangastaði innanlands. Flogið er frá Reykjavík til Ísafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða og í október var flug hafið aftur til Vestmannaeyja. Frá Akureyri er svo flogið til Grímseyjar, Vopnafjarðar og á Þórshöfn. Þar að auki er flogið til Grænlands og Færeyja. Þær ferðir segir Árni njóta síaukinna vinsælda. „Samskipti Íslendinga við bæði Færeyinga og Grænlendinga hafa verið að aukast, viðskiptalega og menningarlega séð, á undanförnum árum. Svo virðist því sem Íslendingar séu að uppgötva grannþjóðir sínar." Töluvert hefur verið lagt í markaðsstarf í tengslum við komur erlendra ferðamanna hingað til lands. Það virðist hafa skilað sér vel og er hlutfall erlendra ferðamanna um tólf til fimmtán prósent af heildarfarþegafjölda Flugfélags Íslands og hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum. Þetta segir Árni bæði skýrast af breyttum ferðavenjum og auknum fjölda fólks frá löndum utan Evrópu. „Dvalartími erlendra ferðamanna hefur verið að styttast. Meðal annars þess vegna eru margir, sem vilja sjá sem mest af landinu, sem nýta sér kosti flugsins. Fjölgun ferðamanna frá Japan og Kína hefur líka haft sitt að segja. Þeir eru þekktir fyrir að vilja sjá sem mest á sem skemmstum tíma." Í sumar tekur Flugfélag Íslands upp tvær nýjar flugleiðir og verður í báðum tilfellum flogið þrisvar í viku. Annars vegar verður beint morgunflug í tengslum við millilandabrottfarir í Keflavík og flug seinnipartinn frá Keflavík til Akureyrar. Þar að auki verður í boði beint flug til höfuðborgar Grænlands, Nuuk, sem ekki hefur verið boðið áður.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira