Gísli Þorsteinsson hefur verið ráðinn sem markaðs- og kynningarstjóri Matís ohf. Gísli hefur verið upplýsingafulltrúi Vodafone og lýkur þar störfum á næstu dögum.
Matís er hlutafélag að fullu í eigu ríkisins, en í því sameinast starfsemi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Matvæla-rannsókna Keldnaholti (MATRA) og Rannsóknastofu Umhverfisstofnunar. Félagið var stofnað nú í haust.