Spennandi ár fram undan 3. janúar 2007 06:30 Friðrik Jóhannsson, forstjóri Straums-Burðaráss, fjárfestingarbanka. Það má með sanni segja að það hafi verið líf í mörkuðunum á því ári sem nú er að renna sitt skeið. Það hefur einnig verið viðburðarríkt hjá okkur í Straumi-Burðarási; umtalsverðar breytingar í hluthafahópnum, geysilega góð afkoma, kaup á breska ráðgjafarfyrirtækinu Stamford Partners í London, formleg opnun útibús í Danmörku, níföldun vaxta- og þóknunartekna á fyrstu níu mánuðum ársins, tilkynnt um fyrirhugaða opnun útibús bankans í Bretlandi og síðast en ekki síst sú ákvörðun stjórnar Straums-Burðaráss að færa og semja ársreikning bankans í evrum. Íslendingar, hversu mikil sem hlutabréfaeign þeirra er, eru alþjóðlegir í hugsun. Þrátt fyrir að hafa vanist gjaldmiðli sem eingöngu er notaður hér á landi, eru þeir vanir því að nota erlenda gjaldmiðla á ferðalögum og margir þekkja gengi á fjölmörgun erlendum myntum. Nokkur fjöldi Íslendinga á sparnað í erlendum myntum, gjaldeyri eða erlend verðbréf. Í raun má segja að þessi ákvörðun okkar nú í desember sé hluti af aukinni alþjóðavæðingu. Meira en helmingur tekna Straums-Burðaráss kemur í dag erlendis frá. Þegar eru nokkur önnur fyrirtæki farin að færa reikninga sína í evrum. Íslenska kauphöllin hefur verið sameinuð erlendri kauphöll og íslensk hlutabréf verða nú skráð þar. Evran er stærsti gjaldmiðill Norður-Evrópu, sem við skilgreinum sem okkar markaðssvæði. Við stefnum að því að vera leiðandi norrænn fjárfestingabanki og sú ákvörðun að færa bókhald og reikninga Straums-Burðaráss í evrum mun hjálpa okkur að ná því markmiði. Þetta gerum við með langtíma hagsmuni bankans, og þar með hluthafa hans, í huga. Bankinn hefur þróast hratt og vaxið mikið á stuttum tíma en við erum rétt að byrja. Árið 2007 verður spennandi ár í sögu Straums-Burðaráss. Þessi grein átti að birtast með öðrum greinum forystufólks viðskiptalífsins í áramótablaði Markaðarins en féll út vegna mistaka í vinnslu. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Það má með sanni segja að það hafi verið líf í mörkuðunum á því ári sem nú er að renna sitt skeið. Það hefur einnig verið viðburðarríkt hjá okkur í Straumi-Burðarási; umtalsverðar breytingar í hluthafahópnum, geysilega góð afkoma, kaup á breska ráðgjafarfyrirtækinu Stamford Partners í London, formleg opnun útibús í Danmörku, níföldun vaxta- og þóknunartekna á fyrstu níu mánuðum ársins, tilkynnt um fyrirhugaða opnun útibús bankans í Bretlandi og síðast en ekki síst sú ákvörðun stjórnar Straums-Burðaráss að færa og semja ársreikning bankans í evrum. Íslendingar, hversu mikil sem hlutabréfaeign þeirra er, eru alþjóðlegir í hugsun. Þrátt fyrir að hafa vanist gjaldmiðli sem eingöngu er notaður hér á landi, eru þeir vanir því að nota erlenda gjaldmiðla á ferðalögum og margir þekkja gengi á fjölmörgun erlendum myntum. Nokkur fjöldi Íslendinga á sparnað í erlendum myntum, gjaldeyri eða erlend verðbréf. Í raun má segja að þessi ákvörðun okkar nú í desember sé hluti af aukinni alþjóðavæðingu. Meira en helmingur tekna Straums-Burðaráss kemur í dag erlendis frá. Þegar eru nokkur önnur fyrirtæki farin að færa reikninga sína í evrum. Íslenska kauphöllin hefur verið sameinuð erlendri kauphöll og íslensk hlutabréf verða nú skráð þar. Evran er stærsti gjaldmiðill Norður-Evrópu, sem við skilgreinum sem okkar markaðssvæði. Við stefnum að því að vera leiðandi norrænn fjárfestingabanki og sú ákvörðun að færa bókhald og reikninga Straums-Burðaráss í evrum mun hjálpa okkur að ná því markmiði. Þetta gerum við með langtíma hagsmuni bankans, og þar með hluthafa hans, í huga. Bankinn hefur þróast hratt og vaxið mikið á stuttum tíma en við erum rétt að byrja. Árið 2007 verður spennandi ár í sögu Straums-Burðaráss. Þessi grein átti að birtast með öðrum greinum forystufólks viðskiptalífsins í áramótablaði Markaðarins en féll út vegna mistaka í vinnslu.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira