Viðskipti erlent

Forstjóraskipti hjá Rio Tinto

Leigh Clifford, fráfarandi forstjóri Rio Tinto.
Leigh Clifford, fráfarandi forstjóri Rio Tinto. Mynd/AFP

Ákveðið hefur verið að skipta um forstjóra hjá ál- og námafyrirtækinu Rio Tinto. Leigh Clifford, forstjóri fyrirtækisins, mun láta af störfum í maí en við starfi hans tekur Tom Albanese.

Clifford, sem er 59 ára, hefur setið á forstjórastóli síðastliðin sex ár en mun láta af starfi sínu á árlegum hluthafafundi félagsins í apríl næstkomandi. Hann mun hins vegar gegna starfi ráðgjafa hjá Rio Tinto fram í september á næsta ári.

ALbanese, sem tekur við starfinu, er 49 ára og einn af framkvæmdastjórum félagsins. Hann hefur starfað hjá félaginu frá 1993 en var áður hjá námafélaginu Nerco Minerals, sem Rio Tinto yfirtók sama ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×