Viðskipti erlent

Líkur á hærri stýrivöxtum í Evrópu

Evrópski seðlabankinn mun á fimmtudag ákveða hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi í Evrópu. Greiningardeild Glitnis segir sérfræðinga  spá vaxtahækkun, þeirri sjöttu á árinu.

Deildin segir í Morgunkorni sínu í dag að stýrivextir bankans séu 3,25% og sé 25 punkta hækkun spáð.

Sérfræðingar telji ennfremur að frekari vaxtahækkunar sé að vænta snemma á næsta ári og að vextir fari upp í 3,75% í mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×