Viðskipti erlent

Aer Lingus boðar hagræðingu

Ein af vélum írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair, sem stjórn Aer Lingus berst gegn.
Ein af vélum írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair, sem stjórn Aer Lingus berst gegn. Mynd/AFP

Írska flugfélagið Aer Lingus, sem var einkavætt í septemberlok, hefur boðað hagræðingaraðgerðir á næsta ári til að draga úr útgjöldum og auka hagnað fyrirtækisins.

Fréttastofa Reuters segir fyrirtækið hafa sent út tilkynningu til hluthafa flugfélagsins þar sem hagræðing er boðuð í 12 rekstrarþáttum fyrirtækisins, þar af er lækkun á launaliðum.

Í tilkynningunni er ennfremur þrýst á hluthafa að taka ekki yfirtökutilboði Ryanair, sem rennur út í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×