Spennandi kosningar í dag 7. nóvember 2006 12:42 Bræðurnir George og Jeb Bush á hvatningarfundi repúblíkana í Flórída í gær Spennandi kosningavaka er framundan í Bandaríkjunum. Demókratar eru taldir eiga möguleika á að ná völdum í báðum deildum þingsins. Allra augu munu beinast að níu lykilsætum í öldungadeildinni en til að ná meirihluta verða demókratar að vinna átta þeirra. Varla er hægt að tala um marktækan mun á milli frambjóðenda í skoðanakönnunum. Bush og Írak Talið er að margir kjósendur muni í dag líta framhjá einstökum frambjóðendum og láta atkvæði sitt ráðast af afstöðunni til Bush og stríðsins í Írak. Valdið er í dag hjá fólkinu sem allar skoðanakannanir sýna að vilja breytingar. Óánægja með störf þingsins hefur aldrei verið meiri og traust til forsetans í lágmarki. Nú reynir á þessa óánægju og kemur í ljós hvort hún dugar til að verða yfirsterkari ríkri flokkshollustu repúblikana. Lofa samvinnu Eftir sex ára tímabil skarpra flokkslína er nú komið í tísku hjá stjórnmálamönnum að tala um þverpólitíska samvinnu. Repúblikanar eru meira að segja í auglýsingum farnir að stæra sig af góðu samstarfi við demókrata eins og Hillary Clinton til að sýna að þegar mikilvæg mál krefjast þess þá líti þeir framhjá flokkslitum. Báðir flokkar hafa brugðist við gagnrýni með því að tefla fram nýjum frambjóðendum með skoðanir sem teljast nær miðju á hinum pólitíska mælikvarða. Íhaldssamir demókratarÞetta eru frambjóðendur eins og Jon Tester í Montana. Tester er sagður líta út eins og Montana en hann er bóndi, stór og mikill vexti, sem styður rétt einstaklinga til að eiga byssu og vill harðari stefnu í málefnum innflytjenda. Harold Ford frá Tennessee er annað dæmi en hann hefur í kosningabaráttunni ítrekað bent á trúrækni sína og talað um andstöðu við hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Þeir eru báðir demókratar sem segjast ekki í neinum vandræðum með að samræma þessar skoðanir við grundvallarstefnu flokksins. Frjálslyndir repúblikanarRepúblikanar hafa á móti frambjóðendur eins og Michael Steele í demókratafylkinu Maryland. Hann hefur áhuga á að bæta opinbera heilbrigðisþjónustu, er mikill stuðningsmaður almannatrygginga og yfirlýstur umhverfisverndarsinni. Þessir þrír frambjóðendur eru nú óvænt taldir eiga raunhæfan möguleika á sæti í öldungadeildinni. Enn fleiri dæmi eru um miðjumenn meðal frambjóðenda til fulltrúadeildarinnar. 15 og 6 eru lykiltölurnarLykiltölurnar í kvöld eru 15 sæti í fulltrúadeildinni sem demókratar þurfa til að ná meirihluta og 6 sæti í öldungadeildinni. Sjálfsstæðir stjórnmálaskýrendur spá því að demókratar nái að bæta við sig 20 til 36 sætum í fulltrúadeildinni en 4 til 7 í öldungadeildinni. Stóru fjölmiðlarnir telja demókrata örugga með á bilinu 11 til 13 ný sæti en segja óvissu ríkja um nálægt tuttugu. Fylgi repúblikana er heldur að aukast samkvæmt skoðanakönnunum sem birtust í gær. Það er hins vegar skammgóður vermir því ef tekið er meðaltal úr sjö síðustu könnunum sem framkvæmdar voru á landsvísu nemur forskot demókrata tólf prósentustigum. Má búast við úrslitum snemmaForskot gagnast engum nema atkvæðin skili sér í kassann og í dag mun reyna á skipulag sjálfboðaliðahreyfinga flokkanna. Ef engin alvarleg vandræði verða í tengslum við framkvæmd kosninganna, og það er stórt vafaatriði, má búast við að línur verði ljósar nokkuð snemma. Mesta spennan er í fylkjum á austurstrandatíma þar sem kjörstaðir loka fyrst. Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira
Spennandi kosningavaka er framundan í Bandaríkjunum. Demókratar eru taldir eiga möguleika á að ná völdum í báðum deildum þingsins. Allra augu munu beinast að níu lykilsætum í öldungadeildinni en til að ná meirihluta verða demókratar að vinna átta þeirra. Varla er hægt að tala um marktækan mun á milli frambjóðenda í skoðanakönnunum. Bush og Írak Talið er að margir kjósendur muni í dag líta framhjá einstökum frambjóðendum og láta atkvæði sitt ráðast af afstöðunni til Bush og stríðsins í Írak. Valdið er í dag hjá fólkinu sem allar skoðanakannanir sýna að vilja breytingar. Óánægja með störf þingsins hefur aldrei verið meiri og traust til forsetans í lágmarki. Nú reynir á þessa óánægju og kemur í ljós hvort hún dugar til að verða yfirsterkari ríkri flokkshollustu repúblikana. Lofa samvinnu Eftir sex ára tímabil skarpra flokkslína er nú komið í tísku hjá stjórnmálamönnum að tala um þverpólitíska samvinnu. Repúblikanar eru meira að segja í auglýsingum farnir að stæra sig af góðu samstarfi við demókrata eins og Hillary Clinton til að sýna að þegar mikilvæg mál krefjast þess þá líti þeir framhjá flokkslitum. Báðir flokkar hafa brugðist við gagnrýni með því að tefla fram nýjum frambjóðendum með skoðanir sem teljast nær miðju á hinum pólitíska mælikvarða. Íhaldssamir demókratarÞetta eru frambjóðendur eins og Jon Tester í Montana. Tester er sagður líta út eins og Montana en hann er bóndi, stór og mikill vexti, sem styður rétt einstaklinga til að eiga byssu og vill harðari stefnu í málefnum innflytjenda. Harold Ford frá Tennessee er annað dæmi en hann hefur í kosningabaráttunni ítrekað bent á trúrækni sína og talað um andstöðu við hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Þeir eru báðir demókratar sem segjast ekki í neinum vandræðum með að samræma þessar skoðanir við grundvallarstefnu flokksins. Frjálslyndir repúblikanarRepúblikanar hafa á móti frambjóðendur eins og Michael Steele í demókratafylkinu Maryland. Hann hefur áhuga á að bæta opinbera heilbrigðisþjónustu, er mikill stuðningsmaður almannatrygginga og yfirlýstur umhverfisverndarsinni. Þessir þrír frambjóðendur eru nú óvænt taldir eiga raunhæfan möguleika á sæti í öldungadeildinni. Enn fleiri dæmi eru um miðjumenn meðal frambjóðenda til fulltrúadeildarinnar. 15 og 6 eru lykiltölurnarLykiltölurnar í kvöld eru 15 sæti í fulltrúadeildinni sem demókratar þurfa til að ná meirihluta og 6 sæti í öldungadeildinni. Sjálfsstæðir stjórnmálaskýrendur spá því að demókratar nái að bæta við sig 20 til 36 sætum í fulltrúadeildinni en 4 til 7 í öldungadeildinni. Stóru fjölmiðlarnir telja demókrata örugga með á bilinu 11 til 13 ný sæti en segja óvissu ríkja um nálægt tuttugu. Fylgi repúblikana er heldur að aukast samkvæmt skoðanakönnunum sem birtust í gær. Það er hins vegar skammgóður vermir því ef tekið er meðaltal úr sjö síðustu könnunum sem framkvæmdar voru á landsvísu nemur forskot demókrata tólf prósentustigum. Má búast við úrslitum snemmaForskot gagnast engum nema atkvæðin skili sér í kassann og í dag mun reyna á skipulag sjálfboðaliðahreyfinga flokkanna. Ef engin alvarleg vandræði verða í tengslum við framkvæmd kosninganna, og það er stórt vafaatriði, má búast við að línur verði ljósar nokkuð snemma. Mesta spennan er í fylkjum á austurstrandatíma þar sem kjörstaðir loka fyrst.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira