Viðskipti erlent

Búast við óbreyttum vöxtum

Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans.
Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans. Mynd/AFP

Evrópski Seðlabankinn tilkynnir vaxtaákvörðun sína eftir hádegi í dag. Greiningardeild Glitnis segir spár benda til að vextir verði óbreyttir í 3,25 prósentum.

Deildin segir í Morgunkorni sínu í dag að menn bíði eftir að heyra hvort seðlabankastjórinn Jean-Claude Trichet muni gefa frekari vísbendingar um vaxtahækkun í desember en hann hefur nú þegar gefið til kynna að vextir verði hækkaðir frekar í næsta mánuði. Þá velta menn fyrir sér aðgerðum bankans á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×