Mervyn King, seðlabankastjóri Englands, sagði á fundi með breskum þingmönnum í Bretlandi í dag að hættan sem stafi af verðbólguhækkunum á heimsvísu hafi skapað óvissu í efnahagslífi margra þjóða. King sagði ástæður verðbólguhækkana undanfarið stafa helst af miklum verðhækkunum á olíu og gasi en vegna þessa væru seðlabankar víða um heim undir þrýstingi að hækka stýrivexti.
Ennfremur sagði seðlabankastjórinn að kollegi sinn í Bandaríkjunum væri í sérstaklega erfiðri stöðu þar sem verðbólgan hefði aukist þar í landi þrátt fyrir minni eftirspurnar á innanlandsmarkaði og hægingar á efnahagslífinu.
Fátt bendir til að Englandsbanki hækki stýrivexti sína, sem eru 4,5 prósent og hafa verið óbreyttir síðan í ágúst á síðasta ári. Ástæðan fyrir því að stýrivextir hafa staðið óbreyttir í þetta langan tíma eru þær að litlar breytingar hafa orðið í bresku efnahagslífi síðan bankinn birti síðustu verðbólguspá sína í maí, að sögn Kings.
Verðbólgan skapar óvissu
Mest lesið
Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu
Viðskipti innlent
Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech
Viðskipti innlent
Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags
Viðskipti innlent
SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu
Viðskipti innlent
Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör
Viðskipti innlent
Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga
Viðskipti innlent
Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova
Viðskipti innlent
Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás
Viðskipti innlent