Handtekinn fyrir innherjasvik 23. júní 2006 10:06 Yoshiaki Murakami. Mynd/AFP Lögregluyfirvöld í Japan handtóku í dag Yoshiaki Murakami, einn helsta fjármálamann landsins, og ákært vegna vafasamra verðbréfaviðskipta. Murakami hefur viðurkennt að hafa keypt bréf í japanska fyrirtækinu Nippon Broadcasting System á síðasta ári eftir að hann fékk vitneskju um að japanska netfyrirtækið Livedoor hygðist kaupa hlut í fyrirtækinu. Nippon Broadcasting System er útvarpsstöð í Japan og hækkuðu bréf fyrirtækisins hratt þegar fyrirtækin Livedoor og Fuji Television kepptust um hluti í fyrirtækinu. Murakami seldi bréf sín í Nippon Broadcasting System til Livedoor þegar kaupin voru afstaðin. Þetta er enn eitt fjármálahneykslið tengt Livedoor. Fyrr á þessu ári þurfti að loka fyrir viðskipti með hlutabréf í kauphöllinni í Tókýó í 20 mínútur vegna mikils álags á tölvukerfi kauphallarinnar þegar fjöldi fjárfesta seldi bréf sín í fyrirtækinu eftir að upp komst að lögregluyfirvöld hefðu Livedoor til rannsóknar. Fjórir stjórnendur fyrirtækisins fölsuðu afkomutölur Livedoor árið 2004 og létu sem það hefði skilað hagnaði í staðinn fyrir tap. Voru þeir handteknir nokkru síðar. Umskipti hafa orðið á stjórn félagsins, sem var afskráð úr kauphöllinni í mars. Murakami á yfir höfði sér þriggja ára fangelsi verði hann dæmdur sekur fyrir innherjasvik og greiðslu sektar upp á rúmar 1,9 milljónir íslenskra króna. Þá getur svo farið að fjárfestingafyrirtæki hans, MAC Asset Management, verði dæmt til að greiða allt að 190 milljónir króna í sektir. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Japan handtóku í dag Yoshiaki Murakami, einn helsta fjármálamann landsins, og ákært vegna vafasamra verðbréfaviðskipta. Murakami hefur viðurkennt að hafa keypt bréf í japanska fyrirtækinu Nippon Broadcasting System á síðasta ári eftir að hann fékk vitneskju um að japanska netfyrirtækið Livedoor hygðist kaupa hlut í fyrirtækinu. Nippon Broadcasting System er útvarpsstöð í Japan og hækkuðu bréf fyrirtækisins hratt þegar fyrirtækin Livedoor og Fuji Television kepptust um hluti í fyrirtækinu. Murakami seldi bréf sín í Nippon Broadcasting System til Livedoor þegar kaupin voru afstaðin. Þetta er enn eitt fjármálahneykslið tengt Livedoor. Fyrr á þessu ári þurfti að loka fyrir viðskipti með hlutabréf í kauphöllinni í Tókýó í 20 mínútur vegna mikils álags á tölvukerfi kauphallarinnar þegar fjöldi fjárfesta seldi bréf sín í fyrirtækinu eftir að upp komst að lögregluyfirvöld hefðu Livedoor til rannsóknar. Fjórir stjórnendur fyrirtækisins fölsuðu afkomutölur Livedoor árið 2004 og létu sem það hefði skilað hagnaði í staðinn fyrir tap. Voru þeir handteknir nokkru síðar. Umskipti hafa orðið á stjórn félagsins, sem var afskráð úr kauphöllinni í mars. Murakami á yfir höfði sér þriggja ára fangelsi verði hann dæmdur sekur fyrir innherjasvik og greiðslu sektar upp á rúmar 1,9 milljónir íslenskra króna. Þá getur svo farið að fjárfestingafyrirtæki hans, MAC Asset Management, verði dæmt til að greiða allt að 190 milljónir króna í sektir.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira