Seðlabanki Danmerkur hefur fylgt fordæmi evrópska seðlabankans og hækkað stýrivexti um 0,25 prósentur. Stýrivextir í Danmörku standa nú í 3 prósentum. Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti fyrr í dag um fjórðung úr prósenti og standa þeir nú í 2,75 prósentum.
