Nikkei hlutabréfavísitalan í Tókíó hrapaði um þrjú prósent í morgun og hefur ekki verið lægri í hálft ár. Margir verðbréfamiðlar voru smeykir eftir þriðju beinu lækkunina á hlutabréfamarkaðnum á Wall Street og eru japanskir verðbréfamiðlarar nú farnir að búa sig undir hugsanlegan samdrátt á Bandaríkjamarkaði sem gæti dregið úr hagvexti þar og minnkað eftirspurn eftir japönskum útflutningsvörum.

