Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að lækka á helstu mörkuðum í dag í kjöfar þess að Bandaríkjastjórn lýsti yfir vilja í gær til að hefja beinar samningaviðræður við Íransstjórn vegna kjarnorkuáætlunar Írana.
Olía, sem afhent verður í júlí, lækkaði um 36 sent í rafrænum viðskiptum á markaði í New York í Bandaríkjunum og stendur í 70,93 Bandaríkjadölum á tunnu. Í gær lækkaði verðið um 74 sent og endaði í 71,29 dölum á tunnu.
Þá lækkaði verð á Norðursjávarolíu um 31 sent og stendur það í 70,10 dölum á tunnu.