Bandaríska fjarskiptafyrirtækið Alcatel og franska fyrirtækið Lucent hafa samþykkt samruna fyrirtækjanna en tekjur fyrirtækjanna beggja nema 21 milljarði evra.
Búist var við samrunanum enda hafa forsvarsmenn fyrirtækjanna verið að ræða saman um hann í nokkrar vikur vegna yfirvofandi samkeppni frá kínversku fjarskiptafyrirtækjunum Huawei Technologies og ZTE.