Í morgun var dregið í undanúrslit EHF-keppninnar í handknattleik kvenna og þar mæta Valsstúlkur rúmenska liðinu Tomis Constanta. Leikirnir fara fram 15. og 22. næsta mánaðar, en enn hefur ekki verið ákveðið hvort annað liðið muni hugsanlega selja heimaleik sinn.
