Viðskipti erlent

Sala jókst hjá McDonald's

Mynd/AFP

Sala jókst hjá McDonald's skyndibitakeðjunni á heimsvísu um 4,7 prósent í síðasta mánuði en sala skyndibita á innanlandsmarkaði í Bandaríkjunum jókst hins vegar um 3,6 prósent. Að sögn forsvarsmanna McDonald's í Bandaríkjunum er ástæða söluaukningarinnar ný kjúklingasamloka sem notið hefur vinsælda, fleiri réttir á morgunverðarmatseðli og lengri afgreiðslutími hjá útibúum skyndibitakeðjunnar í Bandaríkjunum.

Gengi hlutabréfa í McDonald's lækkaði um 3 sent á mörkuðum í New York í dag og standa nú í 34,64 dollurum á hlut.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×