Fylkismenn gerðu sér lítið fyrir og skelltu toppliði DHL-deildarinnar Fram í Árbænum í kvöld 28-23 eftir að Fram hafði verið yfir í hálfleik. Þór og Afturelding gerðu jafntefli 27-27, Valur vann nauman sigur á FH 26-25, KA burstaði Víking/Fjölni 36-25 og ÍR lagði Selfoss á útivelli 33-29.
