Er hægt að kaupa þitt atkvæði? 31. janúar 2006 11:48 Mér blöskrar svo sú umræða sem á sér oft stað í kringum kosningar í sambandi við ungmenni. Það þarf að ná til þeirra sem eru á þeim aldri þar sem að skipulagsmál og fjölskyldustefna skipta ekki heimsins mesta máli. Hvað er hægt að gera til að ná til þessa aldurshóps? Jú bjóðum upp á bjór og pizzu - ef það virkar ekki þá virkar ekki neitt! Því miður er þetta viðkvæðið hjá mörgu ráðafólki flokkanna. Þau lofa öllu fögru í sambandi við fíkniefnamál og öryggisgæslu í miðbænum á daginn en skipta svo um gír þegar nær dregur kvöldi og gefa frían bjór gegn því að ungmenni skrifi nafn sitt á lista. Nokkurs konar súperman syndrome; jakkafatatípan á daginn en töff og kúl típan á kvöldin. Erum við unga fólkið virkilega svona vitlaus? Virkar ekkert annað á okkur en áfengi og auglýsingaherferðir með fyndum myndum? Það er mjög auðvelt að hella ungling fullann og sannfæra hann svo um ágæti X flokksins. Stefnum við virkilega ekki hærra en það? Erum við svo reiðubúin að kaupa hvert atkvæði að verðið skipti ekki máli? Ég veit ekki með ykkur en mér leiðist svona tvískinnungur. Ég ætla að gefa mér það að við unga fólkið séum vitrari en svo að það sé aðeins hægt að ná til okkar í gegnum þokuna sem áfengið myndar. Ég vil frekar að fólk kjósi mig og mín störf vegna þess að það metur það sem ég er að segja og/eða gera. Ekki bara vegna þess að ég er skemmtilegri en foreldrar þeirra því ég segi ekki nei í gríð og erg. Ég ætla ekki að taka þátt í því að reka naglann, þó ekki sé nema örlítið, í kistu þessa unga fólks. Það er víst nógu erfitt fyrir þau að segja nei við seljendur götunnar þó svo að við séum ekki að hella ofan í þau í leiðinni. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri til bæjarstjórnarkosninga 2006. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Mér blöskrar svo sú umræða sem á sér oft stað í kringum kosningar í sambandi við ungmenni. Það þarf að ná til þeirra sem eru á þeim aldri þar sem að skipulagsmál og fjölskyldustefna skipta ekki heimsins mesta máli. Hvað er hægt að gera til að ná til þessa aldurshóps? Jú bjóðum upp á bjór og pizzu - ef það virkar ekki þá virkar ekki neitt! Því miður er þetta viðkvæðið hjá mörgu ráðafólki flokkanna. Þau lofa öllu fögru í sambandi við fíkniefnamál og öryggisgæslu í miðbænum á daginn en skipta svo um gír þegar nær dregur kvöldi og gefa frían bjór gegn því að ungmenni skrifi nafn sitt á lista. Nokkurs konar súperman syndrome; jakkafatatípan á daginn en töff og kúl típan á kvöldin. Erum við unga fólkið virkilega svona vitlaus? Virkar ekkert annað á okkur en áfengi og auglýsingaherferðir með fyndum myndum? Það er mjög auðvelt að hella ungling fullann og sannfæra hann svo um ágæti X flokksins. Stefnum við virkilega ekki hærra en það? Erum við svo reiðubúin að kaupa hvert atkvæði að verðið skipti ekki máli? Ég veit ekki með ykkur en mér leiðist svona tvískinnungur. Ég ætla að gefa mér það að við unga fólkið séum vitrari en svo að það sé aðeins hægt að ná til okkar í gegnum þokuna sem áfengið myndar. Ég vil frekar að fólk kjósi mig og mín störf vegna þess að það metur það sem ég er að segja og/eða gera. Ekki bara vegna þess að ég er skemmtilegri en foreldrar þeirra því ég segi ekki nei í gríð og erg. Ég ætla ekki að taka þátt í því að reka naglann, þó ekki sé nema örlítið, í kistu þessa unga fólks. Það er víst nógu erfitt fyrir þau að segja nei við seljendur götunnar þó svo að við séum ekki að hella ofan í þau í leiðinni. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri til bæjarstjórnarkosninga 2006.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar