Er sársaukinn söluvara? Guðmundur Gunnarsson skrifar 20. janúar 2006 01:58 Sársauki hefur öðlast sérstöðu í okkar menningarheimi. Blaðamenn leita eftir sársauka viðmælenda. Raunveruleikasjónvarpið snýst um þjáningar. Reynt er líkamlegt sársaukaskyn, en oftar snúast þættirnir um andlegan sársauka og niðurlægingu. Kvöld eftir kvöld sitjum við fyrir framan sjónvarpið og fylgjumst með niðurlægðu fólki, sem grátandi brotnar við sársaukanum. Við stökkvum fram og skellum poppi í örbylgjuna, meðan auglýsingarnar renna í gegn, svo við missum ekki af næsta niðurbroti. Glanstímaritið býður okkar á náttborðinu. Þar eru viðtöl sem lýsa framhjáhaldi, misnotkun eiturlyfja, missi sona og dætra. Sjálfævisagan um erfiða æsku og kynferðislega misnotkun bíður næsta kvölds, eða fær að koma með í sumarbústaðinn um næstu helgi. Þjáningar eru neysluvara dagsins. Hvað gerist þegar við fáum leið á kynferðislegu ofbeldi? Viljum við þá eitthvað nýtt? Hvar verða mörk sársaukans? Verðum við skeytingalaus yfir óförum annarra? Hvað skemmtir okkur þá? Erum við farinn að samsama okkur við pólitískan boðskap Túskildingsóperunnar um starfsmannaleiguna 2P og Vin litla mannsins Group, sem breyta þjáningum fólks í peninga. Allt er til sölu, aðgangur að börnum og stúlkum til kynferðislegs ofbeldis eða vinnuframlag blásnauðra fjölskyldufeðra. Fasteignir eða tilfinningar fólks. Er engin munur er á því að ræna banka og kaupa banka, eins er boðskapur óperunnar. Í dag eru það piltar sem nefnast ungpólitíkusar, sem virðast ráða för. Sjálfumglaðir ungkarlar, sem ekki höfðu tíma aflögu til þess að ljúka langskólanámi og þaðan af síður að skrifa lærðar ritgerðir og vinna aðföng. Þeir fóru frekar að vinna á fjölmiðlum og svo birtast þeir spjallþáttum. Þar sem þeir ræða um spuna sinn, sem er í raun ekkert annað en óraunsær raunveruleikafarsi og á að heita fréttir síðustu viku. Þeir telja sig þurfa að segja okkur fyrir um hver áhrif spunafréttanna eigi að vera. Ákafir telja þeir okkur í trú um að þeir séu kjörnir til að leiða lýðinn, svo uppteknir, að þeir hafa ekki tíma til að afla sér menntunar. Vissir í sinni sök bruna þeir beina braut spunans og sjálfumgleðinnar. Hver tekur ákvörðun um að taka eigið líf? Spunakarlinn á Suðurnesjum flytur þá ákvörðun þvert yfir landið. Af hverju eru fyrrverandi blaðamenn DV, ungkarlarnir á Viðskiptablaðinu, allt í einu saklausir sem hvítt lamb í nætursól vorsins? DV var í þeirra tíð engu skárra en það er í dag. Um það hafa verið skrifaðar lærðar greinar af velmenntuðu fólki. Aggressív fréttamennska er nauðsyn nútímaþjóðfélagi, en hún er vandasöm og krefst þekkingar. Hún snýst ekki um sársauka einkalífs eða um niðurlægingu. Hún er ekki spuni, hún á að taka á þeim sem hafa glatað mörkum tilfinningaseminnar fyrir framan raunveruleikasjónvarpið og breyta þjáningum fólks í peninga. Svo eru það hinir þröngsýnu umræðustjórnendur fréttaskýringanna, sem hefja sig uppfyrir umræðuna eins og t.d. þeir hjá RÚV hafa hina opinberu skoðun stjórnvalda og veitast að þeim sem eru henni ekki sammála. Allt er þar fast í hjólförum stjórnmálamannanna Kv. Guðmundur Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Skoðanir Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sársauki hefur öðlast sérstöðu í okkar menningarheimi. Blaðamenn leita eftir sársauka viðmælenda. Raunveruleikasjónvarpið snýst um þjáningar. Reynt er líkamlegt sársaukaskyn, en oftar snúast þættirnir um andlegan sársauka og niðurlægingu. Kvöld eftir kvöld sitjum við fyrir framan sjónvarpið og fylgjumst með niðurlægðu fólki, sem grátandi brotnar við sársaukanum. Við stökkvum fram og skellum poppi í örbylgjuna, meðan auglýsingarnar renna í gegn, svo við missum ekki af næsta niðurbroti. Glanstímaritið býður okkar á náttborðinu. Þar eru viðtöl sem lýsa framhjáhaldi, misnotkun eiturlyfja, missi sona og dætra. Sjálfævisagan um erfiða æsku og kynferðislega misnotkun bíður næsta kvölds, eða fær að koma með í sumarbústaðinn um næstu helgi. Þjáningar eru neysluvara dagsins. Hvað gerist þegar við fáum leið á kynferðislegu ofbeldi? Viljum við þá eitthvað nýtt? Hvar verða mörk sársaukans? Verðum við skeytingalaus yfir óförum annarra? Hvað skemmtir okkur þá? Erum við farinn að samsama okkur við pólitískan boðskap Túskildingsóperunnar um starfsmannaleiguna 2P og Vin litla mannsins Group, sem breyta þjáningum fólks í peninga. Allt er til sölu, aðgangur að börnum og stúlkum til kynferðislegs ofbeldis eða vinnuframlag blásnauðra fjölskyldufeðra. Fasteignir eða tilfinningar fólks. Er engin munur er á því að ræna banka og kaupa banka, eins er boðskapur óperunnar. Í dag eru það piltar sem nefnast ungpólitíkusar, sem virðast ráða för. Sjálfumglaðir ungkarlar, sem ekki höfðu tíma aflögu til þess að ljúka langskólanámi og þaðan af síður að skrifa lærðar ritgerðir og vinna aðföng. Þeir fóru frekar að vinna á fjölmiðlum og svo birtast þeir spjallþáttum. Þar sem þeir ræða um spuna sinn, sem er í raun ekkert annað en óraunsær raunveruleikafarsi og á að heita fréttir síðustu viku. Þeir telja sig þurfa að segja okkur fyrir um hver áhrif spunafréttanna eigi að vera. Ákafir telja þeir okkur í trú um að þeir séu kjörnir til að leiða lýðinn, svo uppteknir, að þeir hafa ekki tíma til að afla sér menntunar. Vissir í sinni sök bruna þeir beina braut spunans og sjálfumgleðinnar. Hver tekur ákvörðun um að taka eigið líf? Spunakarlinn á Suðurnesjum flytur þá ákvörðun þvert yfir landið. Af hverju eru fyrrverandi blaðamenn DV, ungkarlarnir á Viðskiptablaðinu, allt í einu saklausir sem hvítt lamb í nætursól vorsins? DV var í þeirra tíð engu skárra en það er í dag. Um það hafa verið skrifaðar lærðar greinar af velmenntuðu fólki. Aggressív fréttamennska er nauðsyn nútímaþjóðfélagi, en hún er vandasöm og krefst þekkingar. Hún snýst ekki um sársauka einkalífs eða um niðurlægingu. Hún er ekki spuni, hún á að taka á þeim sem hafa glatað mörkum tilfinningaseminnar fyrir framan raunveruleikasjónvarpið og breyta þjáningum fólks í peninga. Svo eru það hinir þröngsýnu umræðustjórnendur fréttaskýringanna, sem hefja sig uppfyrir umræðuna eins og t.d. þeir hjá RÚV hafa hina opinberu skoðun stjórnvalda og veitast að þeim sem eru henni ekki sammála. Allt er þar fast í hjólförum stjórnmálamannanna Kv. Guðmundur Gunnarsson
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar