Meiri þátttakendur í erlendu atvinnulífi en nokkurt hinna Norðurlandanna 28. desember 2006 07:45 Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar Þórður telur að fyrirtækjum sem geri upp reikninga sína í erlendri mynt muni fjölga. Umræða um að skráð fyrirtæki í Kauphöllinni taki upp evru mun einnig ágerast. Andbyr og árangur einkenna árið 2006. Mikill andbyr setti svip sinn á viðskipta- og fjármálalífið framan af ári en þegar árið er gert upp fer ekki á milli mála að góður árangur náðist. Til marks um það er framhald útrásar, ágæt afkoma og þegar á allt er litið hagstæð þróun hlutabréfamarkaðar. Við höfum einfaldlega haldið okkar striki þrátt fyrir „danskan" bölmóð. Íslenskir fjárfestar virðast hafa keypt erlend fyrirtæki í nær sama mæli á árinu og næstu árin á undan ef tekið er mið af fjárfestingum skráðra félaga í Kauphöll Íslands. Á þennan mælikvarða hefur alþjóðavæðingin verðið einstök. Nú eru Íslendingar meiri þátttakendur í erlendu atvinnulífi en nokkurt hinna Norðurlandanna. Bein fjármunaeign Íslendinga erlendis nam um 65% af landsframleiðslu fyrir ári og við hana bættist töluvert á þessu ári. Á hinum Norðurlöndunum er umrætt hlutfall á bilinu 40-60%. Þetta hlutfall var innan við 10% á Íslandi fyrir fimm árum. Erlendir fjárfestar hafa einnig sýnt íslenska markaðnum aukinn áhuga. Þetta kom meðal annars fram í nýlegum útboðum Kaupþings og Icelandair. Þá keypti norræna kauphallarsamstæðan OMX Kauphöll Íslands í lok ársins. Íslenski markaðurinn er því orðinn hluti af stærri heild sem felur í sér ný tækifæri. Við bætist að erlendum kauphallaraðilum fjölgaði og upplýsingasala um markaðinn jókst á erlendum vettvangi. Enginn vafi er á að þessi þróun alþjóðavæðingar mun halda áfram á næsta ári. Hún mun birtast í ýmsum myndum. Ein myndbirtingin verður án efa undanhald krónunnar. Fyrirtækjum sem gera upp reikninga sína í erlendri mynt mun fjölga og umræða um að skráð fyrirtæki í Kauphöll Íslands taki upp evru mun ágerast. Krónan mun því eiga undir högg að sækja á árinu sem fer í hönd. Ögrandi verkefni er fram undan á sviði hagstjórnar. Koma þarf traustum böndum á verðbólgu og ná betra jafnvægi í viðskiptum við önnur lönd. Þetta er krefjandi verkefni en um leið skemmtilegt, ólíkt skemmtilegra en að kljást við hagvaxtardoða og atvinnuleysi, eins og er hlutskipti margra þjóða. Við búum við góð skilyrði til að sækja fram og getum hæglega haldið okkar striki ef við stöndum skynsamlega að málum. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Andbyr og árangur einkenna árið 2006. Mikill andbyr setti svip sinn á viðskipta- og fjármálalífið framan af ári en þegar árið er gert upp fer ekki á milli mála að góður árangur náðist. Til marks um það er framhald útrásar, ágæt afkoma og þegar á allt er litið hagstæð þróun hlutabréfamarkaðar. Við höfum einfaldlega haldið okkar striki þrátt fyrir „danskan" bölmóð. Íslenskir fjárfestar virðast hafa keypt erlend fyrirtæki í nær sama mæli á árinu og næstu árin á undan ef tekið er mið af fjárfestingum skráðra félaga í Kauphöll Íslands. Á þennan mælikvarða hefur alþjóðavæðingin verðið einstök. Nú eru Íslendingar meiri þátttakendur í erlendu atvinnulífi en nokkurt hinna Norðurlandanna. Bein fjármunaeign Íslendinga erlendis nam um 65% af landsframleiðslu fyrir ári og við hana bættist töluvert á þessu ári. Á hinum Norðurlöndunum er umrætt hlutfall á bilinu 40-60%. Þetta hlutfall var innan við 10% á Íslandi fyrir fimm árum. Erlendir fjárfestar hafa einnig sýnt íslenska markaðnum aukinn áhuga. Þetta kom meðal annars fram í nýlegum útboðum Kaupþings og Icelandair. Þá keypti norræna kauphallarsamstæðan OMX Kauphöll Íslands í lok ársins. Íslenski markaðurinn er því orðinn hluti af stærri heild sem felur í sér ný tækifæri. Við bætist að erlendum kauphallaraðilum fjölgaði og upplýsingasala um markaðinn jókst á erlendum vettvangi. Enginn vafi er á að þessi þróun alþjóðavæðingar mun halda áfram á næsta ári. Hún mun birtast í ýmsum myndum. Ein myndbirtingin verður án efa undanhald krónunnar. Fyrirtækjum sem gera upp reikninga sína í erlendri mynt mun fjölga og umræða um að skráð fyrirtæki í Kauphöll Íslands taki upp evru mun ágerast. Krónan mun því eiga undir högg að sækja á árinu sem fer í hönd. Ögrandi verkefni er fram undan á sviði hagstjórnar. Koma þarf traustum böndum á verðbólgu og ná betra jafnvægi í viðskiptum við önnur lönd. Þetta er krefjandi verkefni en um leið skemmtilegt, ólíkt skemmtilegra en að kljást við hagvaxtardoða og atvinnuleysi, eins og er hlutskipti margra þjóða. Við búum við góð skilyrði til að sækja fram og getum hæglega haldið okkar striki ef við stöndum skynsamlega að málum.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira