Jólahugleiðing 16. desember 2006 05:00 Óttist ekki, yður er í dag frelsari fæddur,“ sögðu englarnir við fjárhirðana á Betlehemsvöllum. Veslings fjárhirðarnir voru miður sín af hræðslu, yfir öllum þeim undrum sem voru að gerast í kringum þá, á þeirra vinnustað sem allt hafði farið fram í sátt. Kindurnar þeirra voru þar í góðum haga, auðvitað hafði það kostað þá smá karp við hina hirðana, hvernig skipta átti landinu réttlátlega, svo hver hefði nóg með sína hjörð. Það var allt búið og gert, komin á hefð, sem alltaf er svo mikilvægt að sé fyrir hendi, ef hlutir ætla að rjúka upp í rifrildi yfir smámunum. En nú var friður hversdagsins úti, á venjulegri nóttu fylltist allt af yfirnáttúrlegri birtu, það var rétt eins og himinfestingin ætlaði að bresta, fegurðin og birtan gjörðist ógnvænleg þegar allt í kringum þá fylltist af fólki – ekki aðeins í kringum þá, einnig yfir þeim. Sungið var í röddum og hljóðfæri sem þeir höfðu aldrei heyrt í áður studdu sönginn. Var furða þótt þessir fátæku daglaunamenn hentu sér til jarðar í ofsahræðslu. Þá bættist við rödd af himni, falleg mjúk karlmannsrödd, rétt eins og Kristinn Sigmundsson væri mættur þar með Sinfóníuhljómsveit Íslands + Módettukór Hallgrímskirkju. Og röddin sagði full af umhyggju og ástúð: „Óttist ekki – yður er í dag frelsari fæddur.“ Einhvern veginn finnst mér að Frjálslyndi flokkurinn þurfi á svona rödd að halda. Rödd sem segir okkur að óttast ekki það stórviðri sem nú skellur á okkur. Við sem vorum svo ánægð með að tilheyra flokki sem á sér hugsjónir, vonir um betra líf hér á Íslandi fyrir þá sem minna mega sín (aldraðir og öryrkjar). Launafólk megi takast í hendur með aðkomufólki frá öðrum löndum um réttlát launakjör fyrir alla. Réttlæti í kvótamálum o.s.frv. Allt í einu skellur á stormur, fólk fer að tala með lítilsvirðingu hvort við annað, fólk í forystunni sem við höfum treyst til að halda fast við hugsjónir okkar. „Óttist ekki“ sagði röddin á Betlehemsvöllum fyrir meir en 2.000 árum. Við skulum minnast þess að þessi sama rödd segir í Biblíunni: „Óttist ekki, ég mun afhjúpa alla hluti, það sem er í myrkrinu mun koma fram í ljósið.“ Einmitt þetta er að gerast í kringum okkur „fátæka smáa“. Við fáum nú að sjá svart á hvítu hverjum í flokksforustunni við eigum að fylgja. Og við vitum að við eigum inni gleðileg jól og farsælt komandi ár, því röddin sem segir okkur að óttast ekki, ber umhyggju fyrir okkur og elskar okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Óttist ekki, yður er í dag frelsari fæddur,“ sögðu englarnir við fjárhirðana á Betlehemsvöllum. Veslings fjárhirðarnir voru miður sín af hræðslu, yfir öllum þeim undrum sem voru að gerast í kringum þá, á þeirra vinnustað sem allt hafði farið fram í sátt. Kindurnar þeirra voru þar í góðum haga, auðvitað hafði það kostað þá smá karp við hina hirðana, hvernig skipta átti landinu réttlátlega, svo hver hefði nóg með sína hjörð. Það var allt búið og gert, komin á hefð, sem alltaf er svo mikilvægt að sé fyrir hendi, ef hlutir ætla að rjúka upp í rifrildi yfir smámunum. En nú var friður hversdagsins úti, á venjulegri nóttu fylltist allt af yfirnáttúrlegri birtu, það var rétt eins og himinfestingin ætlaði að bresta, fegurðin og birtan gjörðist ógnvænleg þegar allt í kringum þá fylltist af fólki – ekki aðeins í kringum þá, einnig yfir þeim. Sungið var í röddum og hljóðfæri sem þeir höfðu aldrei heyrt í áður studdu sönginn. Var furða þótt þessir fátæku daglaunamenn hentu sér til jarðar í ofsahræðslu. Þá bættist við rödd af himni, falleg mjúk karlmannsrödd, rétt eins og Kristinn Sigmundsson væri mættur þar með Sinfóníuhljómsveit Íslands + Módettukór Hallgrímskirkju. Og röddin sagði full af umhyggju og ástúð: „Óttist ekki – yður er í dag frelsari fæddur.“ Einhvern veginn finnst mér að Frjálslyndi flokkurinn þurfi á svona rödd að halda. Rödd sem segir okkur að óttast ekki það stórviðri sem nú skellur á okkur. Við sem vorum svo ánægð með að tilheyra flokki sem á sér hugsjónir, vonir um betra líf hér á Íslandi fyrir þá sem minna mega sín (aldraðir og öryrkjar). Launafólk megi takast í hendur með aðkomufólki frá öðrum löndum um réttlát launakjör fyrir alla. Réttlæti í kvótamálum o.s.frv. Allt í einu skellur á stormur, fólk fer að tala með lítilsvirðingu hvort við annað, fólk í forystunni sem við höfum treyst til að halda fast við hugsjónir okkar. „Óttist ekki“ sagði röddin á Betlehemsvöllum fyrir meir en 2.000 árum. Við skulum minnast þess að þessi sama rödd segir í Biblíunni: „Óttist ekki, ég mun afhjúpa alla hluti, það sem er í myrkrinu mun koma fram í ljósið.“ Einmitt þetta er að gerast í kringum okkur „fátæka smáa“. Við fáum nú að sjá svart á hvítu hverjum í flokksforustunni við eigum að fylgja. Og við vitum að við eigum inni gleðileg jól og farsælt komandi ár, því röddin sem segir okkur að óttast ekki, ber umhyggju fyrir okkur og elskar okkur.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun