Tilgangur jólanna 15. desember 2006 05:00 Hver er tilgangur jólanna? Nú styttist í jólin og fólk fer á stjá, flestir í þeim eina tilgangi að eyða eins miklum peningum í jólagjafir og þeir mögulega geta, gefa allt það stærsta og flottasta sem völ er á. Með hverju árinu sem að líður keppast fyrirtækin við það að bjóða alltaf aðeins meiri, betri og dýrari vöru. Markaðurinn er alltaf að reyna að flýta jólunum. Það er stundum eins og hinn raunverulegi tilgangur jólanna sé gleymdur. Þessi hátíð snýst ekki bara um gjafir. Við megum stundum til með að gleyma okkur í allri þessari efnishyggju sem að ríkir svo sterkt í heiminum í dag. En það er einnig til fólk sem að hefur það ekki svo gott, því miður lifum við ekki í þannig þjófélagi. Hér á Íslandi er líka til fólk sem ekki á neina peninga, hvorki fyrir mat hvað þá gjöfum, gleymum því ekki. Hér áður fyrr var gleðin svo ríkjandi hjá börnunum, jólin hafa misst svolítið marks, nú snúast gjafirnar bæði frá jólasveininum og fjölskyldum allt of mikið um það hver gefi dýrustu gjöfina. En kæri lesandi ef við snúum okkur að hinum raunverulega tilgangi jólanna. Erum við ekki að halda upp á það að sonur Guðs Jesús Kristur kom í heiminn á þessum degi? Þetta er líka tími fyrir fjölskylduna að koma saman og njóta samverunnar. Við þurfum að gefa okkur tíma til þess að sinna henni fjölskyldunni líka, taka sér jólafrí. Það er svo oft sem að við hugsum um að vinna eins og skepnur til þess eins að eiga fyrir Visa-reikningum sem bíður okkar eftir jólin. Hvernig væri nú að vinna aðeins minna og láta það eftir sér frekar að gefa aðeins minni gjafir en eiga þá meiri og dýrmætari stundir í faðmi fjölskyldunnar. Því að þetta eru stundir sem að við fáum ekki aftur, en það er gott að eiga góðar minningar. Þreyta og stress er ekki eitthvað sem að við kjósum að minnast þegar við hugsum um jólin. Gleðileg jól ! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Hver er tilgangur jólanna? Nú styttist í jólin og fólk fer á stjá, flestir í þeim eina tilgangi að eyða eins miklum peningum í jólagjafir og þeir mögulega geta, gefa allt það stærsta og flottasta sem völ er á. Með hverju árinu sem að líður keppast fyrirtækin við það að bjóða alltaf aðeins meiri, betri og dýrari vöru. Markaðurinn er alltaf að reyna að flýta jólunum. Það er stundum eins og hinn raunverulegi tilgangur jólanna sé gleymdur. Þessi hátíð snýst ekki bara um gjafir. Við megum stundum til með að gleyma okkur í allri þessari efnishyggju sem að ríkir svo sterkt í heiminum í dag. En það er einnig til fólk sem að hefur það ekki svo gott, því miður lifum við ekki í þannig þjófélagi. Hér á Íslandi er líka til fólk sem ekki á neina peninga, hvorki fyrir mat hvað þá gjöfum, gleymum því ekki. Hér áður fyrr var gleðin svo ríkjandi hjá börnunum, jólin hafa misst svolítið marks, nú snúast gjafirnar bæði frá jólasveininum og fjölskyldum allt of mikið um það hver gefi dýrustu gjöfina. En kæri lesandi ef við snúum okkur að hinum raunverulega tilgangi jólanna. Erum við ekki að halda upp á það að sonur Guðs Jesús Kristur kom í heiminn á þessum degi? Þetta er líka tími fyrir fjölskylduna að koma saman og njóta samverunnar. Við þurfum að gefa okkur tíma til þess að sinna henni fjölskyldunni líka, taka sér jólafrí. Það er svo oft sem að við hugsum um að vinna eins og skepnur til þess eins að eiga fyrir Visa-reikningum sem bíður okkar eftir jólin. Hvernig væri nú að vinna aðeins minna og láta það eftir sér frekar að gefa aðeins minni gjafir en eiga þá meiri og dýrmætari stundir í faðmi fjölskyldunnar. Því að þetta eru stundir sem að við fáum ekki aftur, en það er gott að eiga góðar minningar. Þreyta og stress er ekki eitthvað sem að við kjósum að minnast þegar við hugsum um jólin. Gleðileg jól !
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar