Framlög til LÍN skorin niður 15. desember 2006 05:00 Nú á dögunum voru samþykkt fjárlög fyrir árið 2007 frá Alþingi. Þegar málið kom til þriðju og síðustu umræðu í Alþingi kom fram breytingartillaga frá fulltrúum stjórnvalda um að skera niður áður áætlað framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) um 139 milljónir. Gefnar voru þær skýringar að ekki væri gert ráð fyrir eins mikilli fjölgun lánþega og að gengisþróun hafi verið hagstæðari en áður hafi verið áætlað. Af þessu má ráða að svigrúm hefði verið til að veita meira fé til LÍN en var gert. Sérstaklega ef sú staðreynd er höfð í huga að tekjuafgangur fjárlaganna er 9,1 milljarður króna. Það er margt sem má betur fara hjá LÍN og hafa námsmannahreyfingarnar margoft lagt fram kröfur sínar sem miða að bættum lánasjóði, fyrir stjórn LÍN. Blessunarlega eiga fulltrúar námsmanna sæti í stjórninni ásamt fulltrúum stjórnvalda, því ætti stjórnvöldum að vera vel kunnugt um kröfur námsmanna og ástæðu þess að kröfunum er hafnað. Jú, ástæðan er sú að það er ekki til nógu mikill peningur hjá lánasjóðnum. Það er peningaskortur LÍN sem stendur í vegi fyrir bættum hag námsmanna. Því er sárt að horfa upp á þennan niðurskurð á framlögum til LÍN. Námsmannahreyfingarnar sendu frá sér tilkynningu á dögunum þar sem sagt er að þeim þyki miður að þessi niðurskurður hafi átt sér stað og á öðrum stað segir: „Sjóðinn vantar aukið fjármagn til að gera nauðsynlegar breytingar. Sem dæmi má nefna að enn er ekki farið að lána fyrir skólagjöldum í grunnnámi erlendis, endurgreiðsla þarf að stöðvast þegar nám hefst að nýju, námsmenn í hlutanámi fá ekki námslán og leiðrétta þarf upphæð grunnframfærslu fyrir ákveðna hópa. Vaxtarstyrkurinn sem á að brúa bilið í tekjuöflun námsmanna milli þess að nám hefst og að námslán eru greidd út er ekki nógu hár.“ Þetta er langt því frá að vera tæmandi listi og enn ónefnd sú staðreynd að námslánin eru of lág og mæta ekki eðlilegri framfærsluþörf námsmanna. Ekki nóg með það heldur skerðast lágu námslánin í hlutfalli við tekjur lánþegans og er honum þannig refsað fyrir að afla sér tekna. Því má vera ljóst að bæta þarf kjör námsmanna en því miður virðist vilji stjórnvalda til þess ekki vera mikill. Þessar 139 milljónir hefðu verið nýttar til góðra verka hjá lánasjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú á dögunum voru samþykkt fjárlög fyrir árið 2007 frá Alþingi. Þegar málið kom til þriðju og síðustu umræðu í Alþingi kom fram breytingartillaga frá fulltrúum stjórnvalda um að skera niður áður áætlað framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) um 139 milljónir. Gefnar voru þær skýringar að ekki væri gert ráð fyrir eins mikilli fjölgun lánþega og að gengisþróun hafi verið hagstæðari en áður hafi verið áætlað. Af þessu má ráða að svigrúm hefði verið til að veita meira fé til LÍN en var gert. Sérstaklega ef sú staðreynd er höfð í huga að tekjuafgangur fjárlaganna er 9,1 milljarður króna. Það er margt sem má betur fara hjá LÍN og hafa námsmannahreyfingarnar margoft lagt fram kröfur sínar sem miða að bættum lánasjóði, fyrir stjórn LÍN. Blessunarlega eiga fulltrúar námsmanna sæti í stjórninni ásamt fulltrúum stjórnvalda, því ætti stjórnvöldum að vera vel kunnugt um kröfur námsmanna og ástæðu þess að kröfunum er hafnað. Jú, ástæðan er sú að það er ekki til nógu mikill peningur hjá lánasjóðnum. Það er peningaskortur LÍN sem stendur í vegi fyrir bættum hag námsmanna. Því er sárt að horfa upp á þennan niðurskurð á framlögum til LÍN. Námsmannahreyfingarnar sendu frá sér tilkynningu á dögunum þar sem sagt er að þeim þyki miður að þessi niðurskurður hafi átt sér stað og á öðrum stað segir: „Sjóðinn vantar aukið fjármagn til að gera nauðsynlegar breytingar. Sem dæmi má nefna að enn er ekki farið að lána fyrir skólagjöldum í grunnnámi erlendis, endurgreiðsla þarf að stöðvast þegar nám hefst að nýju, námsmenn í hlutanámi fá ekki námslán og leiðrétta þarf upphæð grunnframfærslu fyrir ákveðna hópa. Vaxtarstyrkurinn sem á að brúa bilið í tekjuöflun námsmanna milli þess að nám hefst og að námslán eru greidd út er ekki nógu hár.“ Þetta er langt því frá að vera tæmandi listi og enn ónefnd sú staðreynd að námslánin eru of lág og mæta ekki eðlilegri framfærsluþörf námsmanna. Ekki nóg með það heldur skerðast lágu námslánin í hlutfalli við tekjur lánþegans og er honum þannig refsað fyrir að afla sér tekna. Því má vera ljóst að bæta þarf kjör námsmanna en því miður virðist vilji stjórnvalda til þess ekki vera mikill. Þessar 139 milljónir hefðu verið nýttar til góðra verka hjá lánasjóðnum.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun