Er Geir Haarde ábyrgðarlaus? 14. desember 2006 05:00 Fréttablaðið hefur gert einkavæðingu ríkisfyrirtækja ágæt skil á umliðnum árum, s.s. í úttekt Sigríðar Daggar Auðunsdóttur á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands. Sú einkavæðing var einkar sóðaleg þar sem eignir almennings lentu í hópi „fjárfesta“ úr innstu klíku Framsóknarflokksins, t.d. varaformanns flokksins Finns Ingólfssonar. Kaupendur greiddu ekki krónu fyrr en nokkrum mánuðum eftir að „kaup“ fóru fram og það með láni úr Landsbankanum sem enn var í eigu ríkisins. Aðrir áhugasamir kaupendur en þeir sem voru nátengdir og jafnvel tengdir formanni Framsóknarflokksins fjölskylduböndum voru útlokaðir vegna aðkomu þýsks banka sem átti að vera kjölfestufjárfestir. Skömmu eftir „kaupin“ gufaði síðan kjölfestan í eignarhaldi bankans upp og bankastjóri þýska bankans varðist allra frétta af aðkomu bankans að kaupunum. Nú hefur Fréttablaðið rifjað upp vægast sagt vafasama sölu á eign almennings á Íslenskum aðalverktökum til stjórnenda fyrirtækisins. Getur það talist tilviljun að fulltrúi Framsóknarflokksins í einkavæðingarnefnd, Jón Sveinsson, sem var falið það trúnaðarverkefni að selja hlut almennings í Íslenskum aðalverktökum væri eftir söluna orðinn stjórnarformaður sama fyrirtækis? Þessari spurningu er auðsvarað, hér er ekki um neina tilviljun að ræða heldur hreina og tæra spillingu. Umboðsmenn almennings seldu sjálfum sér eigur sem þeim sem var trúað fyrir að koma í verð. Það þarf ekki að velta þessu máli lengi fyrir sér til þess að sjá að formaður Sjálfstæðisflokksins Geir Haarde ber mesta ábyrgð á þessu máli. Hann sat ekki einungis sem fjármálaráðherra í ráðherranefndinni sem skipaði og bar ábyrgð á framkvæmdanefnd um einkavæðingu heldur gegndi hann algjöru lykilhlutverki í henni þar sem hann bar ábyrgð á öllum starfsmönnum nefndarinnar. Geir átti að vera fullkunnugt um að eitt og annað misjafnt færi fram þar sem fulltrúi hans Steingrímur Ari Arason sagði sig úr framkvæmdanefnd um einkavæðingu um það leyti sem umdeildar sölur ríkiseigna stóðu yfir. Einhverra hluta vegna hefur Geir Haarde komist algerlega hjá því að svara efnislega fyrir vægast sagt verulega vafasöm vinnubrögð sem hann ætti að bera alla pólitíska ábyrgð á. Frjálslyndi flokkurinn mun beita sér fyrir því að fram fari rannsókn á einkavæðingu ríkiseigna ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og að í eitt skipti fyrir öll verði komist til botns í þeirri spillingarsýki og sérgæsku sem ráðið hefur för. Nú hefur Fréttablaðið rifjað upp vægast sagt vafasama sölu á eign almennings á Íslenskum aðalverktökum til stjórnenda fyrirtækisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sigurjón Þórðarson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið hefur gert einkavæðingu ríkisfyrirtækja ágæt skil á umliðnum árum, s.s. í úttekt Sigríðar Daggar Auðunsdóttur á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands. Sú einkavæðing var einkar sóðaleg þar sem eignir almennings lentu í hópi „fjárfesta“ úr innstu klíku Framsóknarflokksins, t.d. varaformanns flokksins Finns Ingólfssonar. Kaupendur greiddu ekki krónu fyrr en nokkrum mánuðum eftir að „kaup“ fóru fram og það með láni úr Landsbankanum sem enn var í eigu ríkisins. Aðrir áhugasamir kaupendur en þeir sem voru nátengdir og jafnvel tengdir formanni Framsóknarflokksins fjölskylduböndum voru útlokaðir vegna aðkomu þýsks banka sem átti að vera kjölfestufjárfestir. Skömmu eftir „kaupin“ gufaði síðan kjölfestan í eignarhaldi bankans upp og bankastjóri þýska bankans varðist allra frétta af aðkomu bankans að kaupunum. Nú hefur Fréttablaðið rifjað upp vægast sagt vafasama sölu á eign almennings á Íslenskum aðalverktökum til stjórnenda fyrirtækisins. Getur það talist tilviljun að fulltrúi Framsóknarflokksins í einkavæðingarnefnd, Jón Sveinsson, sem var falið það trúnaðarverkefni að selja hlut almennings í Íslenskum aðalverktökum væri eftir söluna orðinn stjórnarformaður sama fyrirtækis? Þessari spurningu er auðsvarað, hér er ekki um neina tilviljun að ræða heldur hreina og tæra spillingu. Umboðsmenn almennings seldu sjálfum sér eigur sem þeim sem var trúað fyrir að koma í verð. Það þarf ekki að velta þessu máli lengi fyrir sér til þess að sjá að formaður Sjálfstæðisflokksins Geir Haarde ber mesta ábyrgð á þessu máli. Hann sat ekki einungis sem fjármálaráðherra í ráðherranefndinni sem skipaði og bar ábyrgð á framkvæmdanefnd um einkavæðingu heldur gegndi hann algjöru lykilhlutverki í henni þar sem hann bar ábyrgð á öllum starfsmönnum nefndarinnar. Geir átti að vera fullkunnugt um að eitt og annað misjafnt færi fram þar sem fulltrúi hans Steingrímur Ari Arason sagði sig úr framkvæmdanefnd um einkavæðingu um það leyti sem umdeildar sölur ríkiseigna stóðu yfir. Einhverra hluta vegna hefur Geir Haarde komist algerlega hjá því að svara efnislega fyrir vægast sagt verulega vafasöm vinnubrögð sem hann ætti að bera alla pólitíska ábyrgð á. Frjálslyndi flokkurinn mun beita sér fyrir því að fram fari rannsókn á einkavæðingu ríkiseigna ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og að í eitt skipti fyrir öll verði komist til botns í þeirri spillingarsýki og sérgæsku sem ráðið hefur för. Nú hefur Fréttablaðið rifjað upp vægast sagt vafasama sölu á eign almennings á Íslenskum aðalverktökum til stjórnenda fyrirtækisins.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar