Skynsamleg niðurstaða 12. desember 2006 05:00 Þegar kemur að nýtingu á auðlindum hafsins njótum við Íslendingar alþjóðlegs álits og viðurkenningar. Þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar eru sjónarmið okkar vel metin og við höfum áratugum saman haft mótandi áhrif á þróun þessara mála. Meðal annars var rifjað upp síðastliðið sumar, þegar minnst var fullnaðarsigurs okkar í landhelgismálum, hvernig Íslendingar komu að þróun hafréttarmálanna. Skýr stefnaStefnumótun okkar um nýtingu á auðlindum hafsins er skýr, byggist á áratuga reynslu og var innsigluð í vandlega undirbúinni stefnumörkun íslenskra stjórnvalda um málefni hafsins. Eitt grundvallaratriði þar er að auðlindanýtingunni innan lögsagnar einstakra ríkja eigi viðkomandi ríki að stjórna og auðlindastjórn á úthafinu skuli vera á vegum svæðisbundinna stofnana þar sem það á við. Þetta er lykilatriði. Við getum ekki unað yfirþjóðlegri stjórnun.Við Íslendingar höfum ætíð sýnt það með verkum okkar að við tölum röddu ábyrgrar auðlindanýtingar. Skýr dæmi þess má m.a. finna á vettvangi NEAFC, þar sem við höfum hvatt til hófs við nýtingu karfa á Reykjaneshrygg. Sama hefur mátt segja um afstöðu okkar til nýtingar annarra deilistofna.Þessari ábyrgu stefnu fylgdum við líka á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem nýlega var gengið frá samkomulagi varðandi vernd viðkvæmra vistkerfa í úthafinu. Samkomulag sem byggðist á málamiðlun náðist um niðurstöðuna. Að því samkomulagi stóðum við og um það var almenn sátt. Þetta er mikilvægt mál. Bæði vegna sjálfstæðs gildis viðkvæmra vistkerfa svo sem kaldsjávarkóralla, neðansjávartinda og hverastrýta og vegna mikilvægis þessara vistkerfa fyrir viðgang nytjastofna hafsins. Samkomulagið felur í sér mikilvæga verndun og raunverulegar aðgerðir án þess að notkun tiltekinna veiðarfæra sé bönnuð.Ábyrg afstaðaÍ aðdraganda samkomulagsins vorum við Íslendingar hluti af stærri hópi ríkja og ríkjasambanda, þar með talið ESB sem fer með umboð aðildarríkja sambandsins. Við vorum því síður en svo ein á báti heldur áttum samleið í meginatriðum m.a. með áhrifamiklum fiskveiðiþjóðum víða að úr heiminum. Við Íslendingar ráðum sem betur fer okkar málum sjálf og þurftum ekki að framselja samningsumboð okkar fjölþjóðlegum stofnunum til ráðsmennsku. Sú hefði þó ekki verið raunin væru Íslendingar t.d. aðilar að ESB.Ákveðinn og málefnalegur málflutningur Íslands undir styrkri forystu utanríkisráðuneytisins skilaði góðri efnislegri niðurstöðu sem almenn sátt varð um. Því vekur það mikla furðu að jafnvel á innlendum vettvangi er reynt að gera hlut okkar tortryggilegan. Slíkt er fullkomlega óskiljanlegt og hlýtur að byggjast á þekkingarleysi fremur en ásetningi.Gott fordæmiÞað er til frekara marks um afstöðu okkar að hér við land eru víðáttumiklir haffletir verndaðir fyrir notkun togveiðarfæra. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem ég hef flutt og færir stjórnvöldum styrkari heimildir til verndunar viðkvæmra vistkerfa á hafsbotninum.Og skemmst er að minnast þess að síðastliðinn vetur var í góðu samkomulagi stjórnvalda, sjómanna og útvegsmanna ákveðið að loka togslóðum til að vernda kórallasvæði. Þeim mun sérkennilegra og ástæðulausara er að vega að íslenskum stjórnvöldum fyrir afstöðu þeirra á þessu sviði. Þarna göngum við í fararbroddi þeirra sem gæta hófs og fara fram með fagmannlegum málflutningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að nýtingu á auðlindum hafsins njótum við Íslendingar alþjóðlegs álits og viðurkenningar. Þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar eru sjónarmið okkar vel metin og við höfum áratugum saman haft mótandi áhrif á þróun þessara mála. Meðal annars var rifjað upp síðastliðið sumar, þegar minnst var fullnaðarsigurs okkar í landhelgismálum, hvernig Íslendingar komu að þróun hafréttarmálanna. Skýr stefnaStefnumótun okkar um nýtingu á auðlindum hafsins er skýr, byggist á áratuga reynslu og var innsigluð í vandlega undirbúinni stefnumörkun íslenskra stjórnvalda um málefni hafsins. Eitt grundvallaratriði þar er að auðlindanýtingunni innan lögsagnar einstakra ríkja eigi viðkomandi ríki að stjórna og auðlindastjórn á úthafinu skuli vera á vegum svæðisbundinna stofnana þar sem það á við. Þetta er lykilatriði. Við getum ekki unað yfirþjóðlegri stjórnun.Við Íslendingar höfum ætíð sýnt það með verkum okkar að við tölum röddu ábyrgrar auðlindanýtingar. Skýr dæmi þess má m.a. finna á vettvangi NEAFC, þar sem við höfum hvatt til hófs við nýtingu karfa á Reykjaneshrygg. Sama hefur mátt segja um afstöðu okkar til nýtingar annarra deilistofna.Þessari ábyrgu stefnu fylgdum við líka á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem nýlega var gengið frá samkomulagi varðandi vernd viðkvæmra vistkerfa í úthafinu. Samkomulag sem byggðist á málamiðlun náðist um niðurstöðuna. Að því samkomulagi stóðum við og um það var almenn sátt. Þetta er mikilvægt mál. Bæði vegna sjálfstæðs gildis viðkvæmra vistkerfa svo sem kaldsjávarkóralla, neðansjávartinda og hverastrýta og vegna mikilvægis þessara vistkerfa fyrir viðgang nytjastofna hafsins. Samkomulagið felur í sér mikilvæga verndun og raunverulegar aðgerðir án þess að notkun tiltekinna veiðarfæra sé bönnuð.Ábyrg afstaðaÍ aðdraganda samkomulagsins vorum við Íslendingar hluti af stærri hópi ríkja og ríkjasambanda, þar með talið ESB sem fer með umboð aðildarríkja sambandsins. Við vorum því síður en svo ein á báti heldur áttum samleið í meginatriðum m.a. með áhrifamiklum fiskveiðiþjóðum víða að úr heiminum. Við Íslendingar ráðum sem betur fer okkar málum sjálf og þurftum ekki að framselja samningsumboð okkar fjölþjóðlegum stofnunum til ráðsmennsku. Sú hefði þó ekki verið raunin væru Íslendingar t.d. aðilar að ESB.Ákveðinn og málefnalegur málflutningur Íslands undir styrkri forystu utanríkisráðuneytisins skilaði góðri efnislegri niðurstöðu sem almenn sátt varð um. Því vekur það mikla furðu að jafnvel á innlendum vettvangi er reynt að gera hlut okkar tortryggilegan. Slíkt er fullkomlega óskiljanlegt og hlýtur að byggjast á þekkingarleysi fremur en ásetningi.Gott fordæmiÞað er til frekara marks um afstöðu okkar að hér við land eru víðáttumiklir haffletir verndaðir fyrir notkun togveiðarfæra. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem ég hef flutt og færir stjórnvöldum styrkari heimildir til verndunar viðkvæmra vistkerfa á hafsbotninum.Og skemmst er að minnast þess að síðastliðinn vetur var í góðu samkomulagi stjórnvalda, sjómanna og útvegsmanna ákveðið að loka togslóðum til að vernda kórallasvæði. Þeim mun sérkennilegra og ástæðulausara er að vega að íslenskum stjórnvöldum fyrir afstöðu þeirra á þessu sviði. Þarna göngum við í fararbroddi þeirra sem gæta hófs og fara fram með fagmannlegum málflutningi.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun