Orðheldni skiptir máli 30. nóvember 2006 05:00 Kennarar í skólum borgarinnar hafa á undanförnum vikum ályktað og sent frá sér yfirlýsingar þar sem þeir lýsa óánægu sinni með að ekki hefur fengist niðurstaða í hvort endurskoðunarákvæði í samningum þeirra komi þeim til góða. Á undanförnum dögum hafa sveitarstjórnarmenn tjáð sig í fjölmiðlum um með hvaða hætti þeir sjá fyrir sér samninga við kennara í framtíðinni. Þeir leggja til að aðskilja þurfi annars vegar samninga um launakjör og hins vegar samninga um innra skólastarf. Það sé í höndum sveitarstjórnarmanna að útfæra það. Því ber að fagna að sveitarstjórnarmenn tjái sig um grunnskólann. Grunnskólinn er stærsta og mikilvægasta verkefni sveitarfélaga og hornsteinn íslensks þjóðfélags. Góð grunnmenntun þjóðarinnar er forsenda þess að við getum talist til sjálfstæðrar þjóðar. Sveitarfélögin hafa gríðarlega hagsmuni af því að efla traust samfélagsins til samningagerðar við grunnskólakennara áður en næsta samningalota hefst. Koma þarf í veg fyrir að starf í grunnskólum verði fyrir viðlíka uppnámi og í samningalotunni árið 2004. En hvað ber þá að varast í þessari umræðu? Kjarasamningar kennara hafa verið tvíhliða. Annars vegar samningar um kaup og kjör og hins vegar fjalla þeir um gæði kennslu. Í drögum um kjarastefnu Félags grunnskólakennara er tvennt sem sérstaklega miðar að því að bæta skólastarfs. Í fyrsta lagi sveigjanleg kennsluskylda; ekki á að vera lágmark á kennsluskyldu en það á að vera hámark. Í öðru lagi nemendafjöldi í bekk/námshóp, til þess að hægt sé að tryggja að nemendahópar verði aldrei stærri en svo að unnt sé að sinna hverjum nemanda með þeim hætti sem grunnskólalög og aðalnámskrá kveða á um. Kennarar hafa í gegnum tíðina lagt áherslu á að samningar þeirra innihaldi ákvæði sem gera þeim kleift að vinna af fagmennsku. Þessir kjaraliðir hafa ekki skilað þeim betri launum í krónum talið en hins vegar betri skóla og þar með starfsumhverfi. Kennarar hafa talið mjög mikilvægt að tryggja faglega kennslu í grunnskólum um allt land. Þetta endurspeglast í könnunum sem gerðar hafa verið á skólastarfi og árangri nemenda í samræmdum prófum, s.s PISA. Ekki er merkjanlegur munur á skólum hér á landi, ólíkt því sem gerist annars staðar í heiminum. Ísland skipar sér í fyrsta sætið hvað þetta varðar og Norðurlönd koma strax á hæla okkar enda hafa samningar kennara á Norðurlöndum gengið út á það sama: Að tryggja faglega og góða kennslu, bæði í gegnum kjarasamninga og aðalnámskrá. Hefjast þarf strax handa ef byggja á upp traust tímanlega fyrir næstu samninga um að nægilegt fjármagn sé tryggt til að allir nemendur njóti lögbundinnar kennslu í framtíðinni. Ef takast á að fylkja kennurum að baki þeirri samningagerð sem framundan er verða sveitarstjórnarmenn að sýna að þeir séu traustsins verðir með því að bregðast strax við endurskoðunarákvæði samningsins, þ.e. skoða hug sinn til þeirra samninga sem þegar hafa verið undirritaðir. Orðheldni skiptir miklu máli í samningagerð. Öll viljum við jú að allir nemendur njóti lögbundinnar kennslu í framtíðinni og nægt fjármagn sé tryggt til að standa straum af kostnaði við hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kennarar í skólum borgarinnar hafa á undanförnum vikum ályktað og sent frá sér yfirlýsingar þar sem þeir lýsa óánægu sinni með að ekki hefur fengist niðurstaða í hvort endurskoðunarákvæði í samningum þeirra komi þeim til góða. Á undanförnum dögum hafa sveitarstjórnarmenn tjáð sig í fjölmiðlum um með hvaða hætti þeir sjá fyrir sér samninga við kennara í framtíðinni. Þeir leggja til að aðskilja þurfi annars vegar samninga um launakjör og hins vegar samninga um innra skólastarf. Það sé í höndum sveitarstjórnarmanna að útfæra það. Því ber að fagna að sveitarstjórnarmenn tjái sig um grunnskólann. Grunnskólinn er stærsta og mikilvægasta verkefni sveitarfélaga og hornsteinn íslensks þjóðfélags. Góð grunnmenntun þjóðarinnar er forsenda þess að við getum talist til sjálfstæðrar þjóðar. Sveitarfélögin hafa gríðarlega hagsmuni af því að efla traust samfélagsins til samningagerðar við grunnskólakennara áður en næsta samningalota hefst. Koma þarf í veg fyrir að starf í grunnskólum verði fyrir viðlíka uppnámi og í samningalotunni árið 2004. En hvað ber þá að varast í þessari umræðu? Kjarasamningar kennara hafa verið tvíhliða. Annars vegar samningar um kaup og kjör og hins vegar fjalla þeir um gæði kennslu. Í drögum um kjarastefnu Félags grunnskólakennara er tvennt sem sérstaklega miðar að því að bæta skólastarfs. Í fyrsta lagi sveigjanleg kennsluskylda; ekki á að vera lágmark á kennsluskyldu en það á að vera hámark. Í öðru lagi nemendafjöldi í bekk/námshóp, til þess að hægt sé að tryggja að nemendahópar verði aldrei stærri en svo að unnt sé að sinna hverjum nemanda með þeim hætti sem grunnskólalög og aðalnámskrá kveða á um. Kennarar hafa í gegnum tíðina lagt áherslu á að samningar þeirra innihaldi ákvæði sem gera þeim kleift að vinna af fagmennsku. Þessir kjaraliðir hafa ekki skilað þeim betri launum í krónum talið en hins vegar betri skóla og þar með starfsumhverfi. Kennarar hafa talið mjög mikilvægt að tryggja faglega kennslu í grunnskólum um allt land. Þetta endurspeglast í könnunum sem gerðar hafa verið á skólastarfi og árangri nemenda í samræmdum prófum, s.s PISA. Ekki er merkjanlegur munur á skólum hér á landi, ólíkt því sem gerist annars staðar í heiminum. Ísland skipar sér í fyrsta sætið hvað þetta varðar og Norðurlönd koma strax á hæla okkar enda hafa samningar kennara á Norðurlöndum gengið út á það sama: Að tryggja faglega og góða kennslu, bæði í gegnum kjarasamninga og aðalnámskrá. Hefjast þarf strax handa ef byggja á upp traust tímanlega fyrir næstu samninga um að nægilegt fjármagn sé tryggt til að allir nemendur njóti lögbundinnar kennslu í framtíðinni. Ef takast á að fylkja kennurum að baki þeirri samningagerð sem framundan er verða sveitarstjórnarmenn að sýna að þeir séu traustsins verðir með því að bregðast strax við endurskoðunarákvæði samningsins, þ.e. skoða hug sinn til þeirra samninga sem þegar hafa verið undirritaðir. Orðheldni skiptir miklu máli í samningagerð. Öll viljum við jú að allir nemendur njóti lögbundinnar kennslu í framtíðinni og nægt fjármagn sé tryggt til að standa straum af kostnaði við hana.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar