Flokkur í einkaeign? 30. nóvember 2006 05:00 Stjórnmálaflokkur er félagsskapur fólks sem sameinast til að koma fram málum. Til þess er mótuð stefna og teknar ákvarðanir um það hvernig framboðum er hagað hvort heldur er til embætta innan flokks eða á opinberum vettvangi. Sumir líta öðru vísi á málin og þannig er þeim feðginum Sverri Hermannssyni og Margréti dóttur hans farið. Þau líta á Frjálslynda flokkinn sem sína einkaeign og að félagar þar eru eigi að vera sporgöngumenn og þjónar þeirra. Ég kom að stofnun Frjálslynda flokksins ásamt ýmsum vinum mínum og kunningjum. Við áttum það sameiginlegt að vera á móti gjafakvótakerfinu og vildum búa til pólitískan vettvang kvótaandstæðinga. Það endaði með því að Sverrir Hermannsson varð formaður flokksins. Þegar leið að alþingiskosningum fyrir tæpum 8 árum lagði Sverrir áherslu á það að við fengjum til liðs við okkur kraftmikla menn, eins og hann lýsti þeim þá, Ellerti B. Schram, Guðmundi G. Þórarinssyni og Jóni Magnússyni. Ítrekað lagði Sverrir áherslu á það hvílíkur fengur væri í þeim. Sérkennilegt er að hlusta á Sverri Hermannsson núna finna Jóni Magnússyni allt til foráttu en það á sínar eðlilegu skýringar. Sverrir og Margrét dóttir hans eru hrædd við að það sem þau telja sína einkaeign verði frá þeim tekið. Sú ákvörðun mun hafa verið tekin af helstu forystumönnum Frjálslynda flokksins í sumar að Margrét Sverrisdóttir tæki við sem formaður flokksins af Guðjóni Arnari Kristjánssyni ef flokkurinn færi ekki að sýna betri stöðu í skoðanakönnunum en 2-4 %. Þegar ég mætti á fyrsta fundinn í Frjálslynda flokknum eftir inngöngu mína í flokkinn aftur þá tók Margrét Sverrisdóttir til máls og þakkaði Jóni Magnússyni fyrir skeleggan málflutning í málefnum innflytjenda og góða frammistöðu í Kastljósþætti þar sem Jón atti kappi við Eirík Bergmann. Á þeim tíma fannst Margréti málflutningur þeirra Jóns Magnússonar, Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Guðjóns Arnars Kristjánssonar vera góður og í samræmi við stefnu Frjálslynda flokksins. Síðan kom skoðanakönnun þar sem Frjálslyndi flokkurinn fimmfaldaði fylgi sitt og formannsdraumar Margrétar urðu að engu. Hún sneri þá við blaðinu og sagði í viðtali við Fréttablaðið að hún vildi ekki vera í framboði fyrir rasistaflokk eða flokk þar sem sjónarmið Jóns Magnússonar í málefnum innflytjenda væri stefnan. Hún hefði raunar getað sagt stefna þingflokksins sem Jón Magnússon hefur tekið undir. Það hefði verið sannleikanum samkvæmt. Ef hún taldi skoðanir þingflokksins og Jóns vera andstæðar sínum skoðunum af hverju gerði hún þá ekki alvöru úr málinu og fór. Af hverju að vera með þessar hótanir og beina því sérstaklega að manninum sem hún hafði hælt opinberlega á fundi fyrir framgöngu í málinu? Sverri Hermannssyni rann blóðið til skyldunnar. Dóttirin var í vanda og einkaeign þeirra, Frjálslyndi flokkurinn, var ef til vill að ganga þeim úr greipum sem gæti m.a. þýtt að Margrét fengi ekki lengur milljón krónur í laun á mánuði frá flokknum. Nú þurfti mikið við. Sverrir hellti úr sér gífuryrðum í Fréttablaðinu og í þættinum Silfri Egils og sparaði ekki stóru orðin gagnvart Jóni Magnússyni, Magnúsi Þór Hafsteinssyni og Guðjóni Arnari Kristjánssyni. Sverrir og Margrét eru í stríði við forustu Frjálslynda flokksins. Margrét ætlar sér að verða formaður með góðu eða illu og Sverrir sparar engin fúkyrði til að koma því í kring. Sennilega hafa kvótaeigendur ekki fengið traustari bandamenn en Sverri Hermannsson og Margréti dóttur hans en ég mun víkja að því síðar. Varla hefur Guðjón Arnar Kristjánsson, sá ágæti maður, unnið eins mikið óþurftarverk gagnvart málsstaðnum eins og að bera pólitíska umrenninginn Sverri Hermannsson á bakinu inn á Alþingi Íslendinga úthrópaðan fyrir spillingu og nýrekinn frá Landsbanka Íslands með skömm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkur er félagsskapur fólks sem sameinast til að koma fram málum. Til þess er mótuð stefna og teknar ákvarðanir um það hvernig framboðum er hagað hvort heldur er til embætta innan flokks eða á opinberum vettvangi. Sumir líta öðru vísi á málin og þannig er þeim feðginum Sverri Hermannssyni og Margréti dóttur hans farið. Þau líta á Frjálslynda flokkinn sem sína einkaeign og að félagar þar eru eigi að vera sporgöngumenn og þjónar þeirra. Ég kom að stofnun Frjálslynda flokksins ásamt ýmsum vinum mínum og kunningjum. Við áttum það sameiginlegt að vera á móti gjafakvótakerfinu og vildum búa til pólitískan vettvang kvótaandstæðinga. Það endaði með því að Sverrir Hermannsson varð formaður flokksins. Þegar leið að alþingiskosningum fyrir tæpum 8 árum lagði Sverrir áherslu á það að við fengjum til liðs við okkur kraftmikla menn, eins og hann lýsti þeim þá, Ellerti B. Schram, Guðmundi G. Þórarinssyni og Jóni Magnússyni. Ítrekað lagði Sverrir áherslu á það hvílíkur fengur væri í þeim. Sérkennilegt er að hlusta á Sverri Hermannsson núna finna Jóni Magnússyni allt til foráttu en það á sínar eðlilegu skýringar. Sverrir og Margrét dóttir hans eru hrædd við að það sem þau telja sína einkaeign verði frá þeim tekið. Sú ákvörðun mun hafa verið tekin af helstu forystumönnum Frjálslynda flokksins í sumar að Margrét Sverrisdóttir tæki við sem formaður flokksins af Guðjóni Arnari Kristjánssyni ef flokkurinn færi ekki að sýna betri stöðu í skoðanakönnunum en 2-4 %. Þegar ég mætti á fyrsta fundinn í Frjálslynda flokknum eftir inngöngu mína í flokkinn aftur þá tók Margrét Sverrisdóttir til máls og þakkaði Jóni Magnússyni fyrir skeleggan málflutning í málefnum innflytjenda og góða frammistöðu í Kastljósþætti þar sem Jón atti kappi við Eirík Bergmann. Á þeim tíma fannst Margréti málflutningur þeirra Jóns Magnússonar, Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Guðjóns Arnars Kristjánssonar vera góður og í samræmi við stefnu Frjálslynda flokksins. Síðan kom skoðanakönnun þar sem Frjálslyndi flokkurinn fimmfaldaði fylgi sitt og formannsdraumar Margrétar urðu að engu. Hún sneri þá við blaðinu og sagði í viðtali við Fréttablaðið að hún vildi ekki vera í framboði fyrir rasistaflokk eða flokk þar sem sjónarmið Jóns Magnússonar í málefnum innflytjenda væri stefnan. Hún hefði raunar getað sagt stefna þingflokksins sem Jón Magnússon hefur tekið undir. Það hefði verið sannleikanum samkvæmt. Ef hún taldi skoðanir þingflokksins og Jóns vera andstæðar sínum skoðunum af hverju gerði hún þá ekki alvöru úr málinu og fór. Af hverju að vera með þessar hótanir og beina því sérstaklega að manninum sem hún hafði hælt opinberlega á fundi fyrir framgöngu í málinu? Sverri Hermannssyni rann blóðið til skyldunnar. Dóttirin var í vanda og einkaeign þeirra, Frjálslyndi flokkurinn, var ef til vill að ganga þeim úr greipum sem gæti m.a. þýtt að Margrét fengi ekki lengur milljón krónur í laun á mánuði frá flokknum. Nú þurfti mikið við. Sverrir hellti úr sér gífuryrðum í Fréttablaðinu og í þættinum Silfri Egils og sparaði ekki stóru orðin gagnvart Jóni Magnússyni, Magnúsi Þór Hafsteinssyni og Guðjóni Arnari Kristjánssyni. Sverrir og Margrét eru í stríði við forustu Frjálslynda flokksins. Margrét ætlar sér að verða formaður með góðu eða illu og Sverrir sparar engin fúkyrði til að koma því í kring. Sennilega hafa kvótaeigendur ekki fengið traustari bandamenn en Sverri Hermannsson og Margréti dóttur hans en ég mun víkja að því síðar. Varla hefur Guðjón Arnar Kristjánsson, sá ágæti maður, unnið eins mikið óþurftarverk gagnvart málsstaðnum eins og að bera pólitíska umrenninginn Sverri Hermannsson á bakinu inn á Alþingi Íslendinga úthrópaðan fyrir spillingu og nýrekinn frá Landsbanka Íslands með skömm.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun