Auður Lilja Erlingsdóttir: Hæfasti einstaklingurinn kosinn? 16. nóvember 2006 05:00 Kosningabaráttan er hafin og tími prófkjöranna er runninn upp. Sú umræða sem alltaf virðist fylgja prófkjörsbaráttu er á sínum stað. Umræðan um hvort það skipti máli að kjósa konur eða karla eða hvort markmiðið sé einfaldlega að kjósa hæfasta einstaklinginn óháð kyni. Ég undrast alltaf þessa umræðu. Auðvitað eigum við að kjósa hæfasta fólkið eða öllu heldur það fólk sem við teljum hæfast. Satt best að segja þekki ég fáa sem kjósa konur eingöngu vegna þess að þær eru kvenkyns. Hins vegar þekki ég marga sem kjósa konur vegna þess að hlutur kvenna í stjórnmálum er of lítill og vegna þess að konur eiga erfiðara með að komast að í stjórnmálum en karlar. Það sem ég undrast helst er að fólkið sem hefur hæst um að kjósa skuli hæfasta fólkið vill sjaldnast heyra minnst á kynjakvóta eða fléttulista. Fólkið sem segist eingöngu kjósa eftir hæfni einstaklinga hlýtur þá að telja að verri staða kvenna á listum endurspegli það að karlar séu hæfari en konur. Er ekkert athugavert við slíka niðurstöðu? Út frá henni má álykta að konur í Sjálfstæðisflokknum séu sérstaklega óhæfar í samanburði við karlana þar. Kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík settu til dæmis aðeins tvær konur í sæti sem geta talist örugg þingsæti á móti sjö körlum. Yfir þetta er svo reynt að breiða með fyrirsögninni 5 konur í 12 efstu sætunum! Það að stilla konum upp í neðri sæti lista mun ekki leiðrétta hlut kvenna á Alþingi. Þetta sést glögglega á því að í síðustu kosningum var hlutfall kvenkyns frambjóðenda um 42 prósent en hlutfall kvenna sem rataði inn á Alþingi talsvert lægra eða um 30 prósent. Svo lengi sem ekki er gengið út frá þeirri forsendu að konur séu ekki jafn hæfar og karlmenn hljótum við að velta fyrir okkar hvort að það sé ekki eitthvað að kerfinu sem notast er við þegar frambjóðendur eru valdir, þ.e. prófkjörunum, og í raun virðist uppstilling ekkert vera betri hvað þetta varðar. Það er aðeins eitt sem dugar. Það er það að stjórnmálaflokkar taki sér tak og setji reglur til að tryggja jafnt kynjahlutfall á framboðslistum sínum. Ekki eingöngu á neðri hluta framboðslistans, einnig í efstu sæti. Konur eru jafn hæfar körlum og eiga þessa meðferð ekki skilið. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna (UVG). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningabaráttan er hafin og tími prófkjöranna er runninn upp. Sú umræða sem alltaf virðist fylgja prófkjörsbaráttu er á sínum stað. Umræðan um hvort það skipti máli að kjósa konur eða karla eða hvort markmiðið sé einfaldlega að kjósa hæfasta einstaklinginn óháð kyni. Ég undrast alltaf þessa umræðu. Auðvitað eigum við að kjósa hæfasta fólkið eða öllu heldur það fólk sem við teljum hæfast. Satt best að segja þekki ég fáa sem kjósa konur eingöngu vegna þess að þær eru kvenkyns. Hins vegar þekki ég marga sem kjósa konur vegna þess að hlutur kvenna í stjórnmálum er of lítill og vegna þess að konur eiga erfiðara með að komast að í stjórnmálum en karlar. Það sem ég undrast helst er að fólkið sem hefur hæst um að kjósa skuli hæfasta fólkið vill sjaldnast heyra minnst á kynjakvóta eða fléttulista. Fólkið sem segist eingöngu kjósa eftir hæfni einstaklinga hlýtur þá að telja að verri staða kvenna á listum endurspegli það að karlar séu hæfari en konur. Er ekkert athugavert við slíka niðurstöðu? Út frá henni má álykta að konur í Sjálfstæðisflokknum séu sérstaklega óhæfar í samanburði við karlana þar. Kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík settu til dæmis aðeins tvær konur í sæti sem geta talist örugg þingsæti á móti sjö körlum. Yfir þetta er svo reynt að breiða með fyrirsögninni 5 konur í 12 efstu sætunum! Það að stilla konum upp í neðri sæti lista mun ekki leiðrétta hlut kvenna á Alþingi. Þetta sést glögglega á því að í síðustu kosningum var hlutfall kvenkyns frambjóðenda um 42 prósent en hlutfall kvenna sem rataði inn á Alþingi talsvert lægra eða um 30 prósent. Svo lengi sem ekki er gengið út frá þeirri forsendu að konur séu ekki jafn hæfar og karlmenn hljótum við að velta fyrir okkar hvort að það sé ekki eitthvað að kerfinu sem notast er við þegar frambjóðendur eru valdir, þ.e. prófkjörunum, og í raun virðist uppstilling ekkert vera betri hvað þetta varðar. Það er aðeins eitt sem dugar. Það er það að stjórnmálaflokkar taki sér tak og setji reglur til að tryggja jafnt kynjahlutfall á framboðslistum sínum. Ekki eingöngu á neðri hluta framboðslistans, einnig í efstu sæti. Konur eru jafn hæfar körlum og eiga þessa meðferð ekki skilið. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna (UVG).
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar